Vikan


Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 30

Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 30
Vikan — popp SIMPLE MINDS Hljómsveitin Simple Minds var stofn- uð fyrir um það bil 10 árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir þrem árum sem hún sló virkilega i gegn og hefur hún samtals gefið út sjö breiðskífur. í dag er aðdáendahópurinn með þeim stærstu í poppheiminum. Árið 1977 var til pönksveit sem kall- aðist Johnny & the Self Abusers. Þegar pönkið og sú sveit liðu undir lok ákváðu þrír meðlimir þessarar sveitar að halda áfram í músíkinni. Þetta voru þeir Jim Kerr, Mick McNeil og Charles Bur- child. Hinir tveir, sem stofnuðu þessa nýju hljómsveit, voru Dered Forbes og Brian McGee. Þeim tókst fljótlega að fá samnirtg við Arista útgáfufyrirtækið og í mars 1979 kom fyrsta breiðskífa þeirra út og hét hún Life in a Day. Sú plata gekk ekk- ert of vel en heldur ekkert of illa. Aðeins átta mánuðum síðar kom út önnur breiðskífa þeirra. Sú hét Real to Real Cacophony. Þessar tvær plötur ein- kenndust af tilraunastarfsemi þeirra félaga sem virtust ekki vera búnir að markasérstefnu. Þriðja plata þeirra, sem kom út í sept- ember 1980, Empires and Dance, náði nokkrum vinsældum, enda var tónlistin á henni nokkuð aðgengilegri en á fyrri plötunum tveim. Á þessum tíma voru hljómsveitir á borð við OMD, Ultravox og fleiri að slá í gegn og var þá ekki laust við að smááhrif frá þessum sveitum væru á Empires and Dance. Empires and Dance var síðasta plata Simple Minds undir merkjum Arista fyrirtækisins því vorið 1981 skiptu þeir um fyrirtæki og gerðu samning við Virg- in. Fyrsta plata þeirra félaga undir þessu merki bar nafnið Sons and Fascination og komst lagið Love Song inn fyrir topp 20 í Bretlandi. Haustið 1982 kom út breiðskífan New Gold Dream. Af henni náðu nokkrum vinsældum lögin Glitter- ing Prize og Promised You a Miracle sem komst í 8. sæti breska smáskífulist- ans. Þetta sama lag var gefið út í hljómleikaútgáfu fyrir stuttu og varð nokkuð vinsælt, enda létt og skemmti- legt lag (mun léttara en fyrri lög þeirra félaga), svo ekki sé talað um Someone somewhere in Summertime. Nú kom fyrsta frí þeirra í langan tíma og notuðu þeir þann tíma til að íhuga framhaldið, hvort þeir ættu að halda sömu stefnu eða breyta til. Seinni hug- myndin var valin og varð breytingin svo mikil að hún kom mörgum á óvart. Sparkle in the Rain kom út vorið 1984 Upptökunum stjórnaði Steve Lillywhite sem var þá frekar litt þekktur en er nú með vinsælustu upptökustjórum í heim- inum. Af þeirri plötu komu út á smáskífum lögin Speed Your Love to Me, Waterfront og Up on the Catwalk. Breiðskífa þessi náði miklum vinsældum og eftir frekar slæmt tónleikaferðalag fóru þeir í frí. Jim Kerr notaði það til að giftast söngkonu hljómsveitarinnar Pretenders, Chrissie Hynde, nokkuð sem kom mörgum á óvart þar sem talið var að Chrissie væri um það bil að gift- astöðrummanni. í byrjun ársins 1985 var gefið út lagið Don’t You (Forget about Me). Lag þetta var úr unglingakvikmyndinni Breakfast Club. Lagið er ekki eftir þá heldur upptökustjóra að nafni Keith Forsey. Þeir voru ekkert of ákafir að taka þetta að sér en ákváðu loks að slá til. Lagið sló i gegn og fór í fyrsta sæti bandaríska listans, fór ofarlega á lista í Bretlandi og víðs vegar um heiminn. Eftir vinsældir lagsins Don’t You biðu margir spenntir eftir næsta leik. Árið 1985 kom út breiðskífan Once upon a Time. Af henni komu út fjölmörg smá- skífulög sem náðu miklum vinsældum, eins og All the Things She Said, Alive and Kicking og Sanctify Yourself. Allt eru þetta lög sem flestir kannast við. Nú héldu þeir í langt tónleikaferðalag sem stóð yfir i 15 mánuði og tóku þeir meðal annars þátt í átaki til hjálpar Amnesty International. Á þessu ári kom út hljómleikaalbúmið Simple Minds Live in the City of Light sem spannar feril sveitarinnar frá 1981 til 1987 - gripur sem enginn ætti að vera svikinn af. Frá því að þeir byrjuðu hafa einungis tveir sagt skilið við sveitina. Árið 1983 tók Mel Gaynor við trommusettinu af Brian McGee og árið 1985 tók John Gibling við bassanum af Derek Forbes. En þeir þrír sem stofnuðu sveitina upp- haflega, þeir Jim Kerr, Mick McNeil og Charles Burchild, hafa haldið hópinn og ætla að gera það eitthvað lengur. Svo nú er bara að bíða eftir næsta leik frá þeim félögum sem verður vonandi innan skamms. BREIÐSKÍFUR: Life in a Day. Real to Real Cacophony. Empires and Dance. Sons and Fascination. New Gold Dream. Sparkleinthe Rain. Once uponaTime. Inthe City ofLight. AÐDÁENDAKLÚBBUR: SimpleMinds PO Box 48 LondonN65RU England 30 VIKAN 32 TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.