Vikan


Vikan - 06.08.1987, Side 37

Vikan - 06.08.1987, Side 37
staðbundnum hagsmunum. Einn á að vera fulltrúi útvegsins, annar á að vera fulltrúi bænda og svo framvegis. Það eru fáar konur stjórnendur i þessum atvinnugreinum. Upp úr þessum atvinnutengslum er lagt meira en jafnræði milli kynjanna. Þar sem flokkurinn fær kannski einn eða tvo menn kjörna er ljóst að slík viðhorf eru mjög andstæð hags- munum kvenna í pólitík.“ - Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfstæðiskonur voru mjög óánægðar með að fá ekki konu á ráðherrastól. Hefði ekki verið upplagt tækifæri að skipa konu sem ráðherra til að styrkja stöðu kvenna innan flokksins? „Þegar menn velja ráðherra þarf að gæta margvíslegra sjónarmiða. Formaður flokks- ins var ekki öfundsverður af því hlutverki. Það toguðu margir strengir í hann: lands- byggðarsjónarmið, það að hafa konur, það að yngja upp. Það var ansi þröngt um okk- ur í þessari stöðu. Við verðum að gæta þess að við höfðum sex ráðherra og sjö ráðuneyti í síðustu ríkisstjóm en nú höfum við fjóra ráðherra og fjögur ráðuneyti þannig að það var úr minna að moða. Vafalaust hefði ver- ið heppilegt að eiga kost á því að velja landsbyggðarþingmann eða konu en for- maður flokksins lagði málin upp á þann hátt að hann vildi að varaformaðurinn færi með honum inn í ríkisstjórnina. Eftir það var pláss fyrir tvo. Birgir ísleifur er af nýrri kynslóð. Reyknesingarnir,'* sem koma úr stóru kjördæmi, kröfðust þess að fá ráð- herrastól. Niðurstaðan var sú að einn kæmi þaðan. Það er ekki nokkur vafi á því að það er hægt að gagnrýna val á ráðherrum flokks- ins. En niðurstaðan hefði verið gagnrýnd hvernig sem hún hefði verið.“ - Þér hefur ekki dottið í hug að ganga fram fyrir skjöldu og bjóða sæti þitt konu? „Nei, mér þótti óeðlilegt að standa upp. Ég held að það liggi í hlutarins eðli að vara- formaður flokksins sitji í ríkisstjórn. Hins vegar er það sjónarmið stórs hóps að vara- formaðurinn eigi að sinna innra flokksstarfi en mitt mat er að ráðherrarnir eigi að gera það allir. Það tækifæri, sem gefst með aðild að ríkisstjórn, á að nota til að byggja upp flokkinn. Við verðum að vera okkur meðvit- andi um það allan tímann, þessir fjórir ráðherrar, við þessir fjórir karlráðherrar, að við verðum að leitast við að auka hlut kvenna innan flokksins. Það getum við gert með ýmsum hætti, til dæmis með því að skipa konur í nefndir og ráð meira en hing- að til.“ - Mál Alberts Guðmundssonar var mikið til umræðu á útmánuðum og skoðanir skipt- ar innan Sjálfstæðisflokksins um framgang forystumanna flokksins. Albert hvarf sem kunnugt er af lista flokksins í Reykjavík og gekk til liðs við nýjan flokk. Er einhver lausn sjáanleg á máli Alberts? „Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík missti mikið þegar Albert fór af listanum. A því er enginn vafi. Hann höfðar til mjög margra. Ef til vill getur mál Alberts Guð- mundssonar kennt okkur nauðsyn þess að Ég er ekki einn af uppáhaldssonum Morgunblaðsins, á því leikur enginn vafi. tillitssemi og umburðarlyndi verður að vera til staðar þótt siðferðiskröfur séu auknar. Það er kjósendanna að velja fólk til setu á Alþingi. Hins vegar á þingflokkurinn að gera þá kröfu til manna, sem sitja í ráðherra- embættum, að þeir fari ekki út fyrir vissan siðferðisramma. Þingflokkurinn ber ábyrgð. Þeir eru kjörnir af honum. Albert Guðmundsson og flestir þeir sem starfa i Borgaraflokknum eru hvenær sem er velkomnir í Sjálfstæðisflokkinn. Það höf- um við sagt Albert Guðmundssyni. í stjórn- armyndunarviðræðunum ræddum við Þorsteinn Pálsson við Albert og Júlíus Sól- nes og í þeim viðræðum skýrðum við þeim frá því að flokkurinn væri þeim opinn sem einstaklingum. Við teljum að þeir og margir aðrir innan Borgaraflokksins eigi heima í Sjálfstæðisflokknum. í honum starfa hins vegar margir sem ekki voru í Sjálfstæðis- flokknum og telja sig ekki eiga samleið með honum. Ég býst við að einhver tími muni líða þangað til Borgaraflokkurinn hættir starfsemi sinni. En ég lit á þetta sem bráða- birgðaástand, einungis timabundið bil, og þegar mestu tilfmningarnar hlaupa úr mönn- um og skilningurinn vex þá munu flestir komast að því að þeir eiga samleið í einum borgaralegum flokki sem auðvitað er Sjálf- stæðisflokkurinn. Vonandi gerist það fyrir næstu kosningar. Reynslan sýnir að smá- flokkar eiga ekki framtíð fyrir sér.“ - Þegar Albert var horfinn af listanum var mikið um það rætt að Davið Oddsson tæU fyrsta sætið á listanum en ekki þú: „Ég kannast ekki við þann orðróm nema af síðum Morgunblaðsins. Ég las frétt þess efnis í Morgunblaðinu þar sem sagt var að Davíð hefði hugsað málið ef til hans hefði verið leitað. Mér var hins vegar ekki kunn- ugt um að í stjórn fulltrúaráðsins, sem gerði tillögu um þessar breytingar manna á fram- boðslistanum, hefði sú hugmynd komið upp að Davíð tæki fyrsta sætið. Þannig kom mér nokkuð á óvart að lesa fréttina í Morgun- blaðinu.“ Eftir kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins var skipuð nefnd að tillögu forystu flokksins sem gerði úttekt á starfi flokksins og leitaði skýringa á því sem hefði farið úrskeiðis. í nefndinni sátu, auk Friðriks, þau Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Magnússon, Viglundur Því miður virðist minnisvarðapólitík vera innbyggð í lýðræðinu. 32 TBL VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.