Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 9

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 9
átti eftir að virkja hugmyndir hans í áhrifamikla hreyfingu. Van Doesburg tók að sér að koma stefnunni á fram- færi. Tveir arkitektar, heimspekingur og málari urðu yfir sig hrifnir af hug- myndunum og yfirfærðu þær yfir á sín sérsvið. Þessi hópur stofnaði svo tíma- rit árið 1917 og kallaði það De Stijl. Við það er hreyfmgin kennd. Stefna De Stijl var að stuðla að um- breytingu hugarfars manna í átt að einfaldleika. Hópurinn var þess fullviss að fyrst og fremst mótaðist maðurinn af umhverfi sinu. Til þess að losna við glys og glingur fortíðarinnar töldu frumkvöðlar þessarar stefnu nauðsyn- legt að byrja frá grunni á sama hátt og Mondrian gerði með málverkið. Einfaldleikinn og látleysið var það sem öllu máli skipti. Beinar línur og hreinir litir voru tákn sannleikans og hreinleik- ans. Fylgismenn De Stijl voru trúir og tryggir þessari sannfæringu sinni og skildu eftir sig mörg verk í þessum anda. í öllum verkum þeirra er sama hugmyndin ráðandi, hvort sem um er að ræða málverk eða íbúðarhús. De Stijl hópurinn var langt á undan sinni samtíð og voru menn yfirleitt ekki ýkja hrifnir af hugmyndum hans. Mikið áræði samfara góðum efnum þurfti til að geta komið hugmyndunum í framkvæmd. Ekkja nokkur í Utrecht hafði hvort tveggja. Hún var mjög hrif- in af þessari stefnu og átti nóga peninga til að láta sérhanna fyrir sig einbýlis- hús. Vegna þessa áræðis frú Schráder- Schröder stendur enn einn glæsilegasti minnisvarði þessarar hugsjónar. Gerrit Rietveld arkitekt teiknaði húsið og reisti það 1924. Auk þess hannaði hann alla innanstokksmuni. Húsið er hugsað sem ein heild að innan sem utan og hefur enga sérstaka framhlið heldur tekur það á sig nýtt svipbragð frá hverju sjónarhorni. í öllum herbergjum er eldunar- og svefnaðstaða. Menn töldu hús þetta ekki eiga mikla framtíð fyrir sér og biðu því spenntir eftir hruni þess. En húsið stendur enn þrátt fyrir að forljótum múrsteinshjöllum hafi verið klesst fast upp að hlið þess. Gerrit Rietveld byggði annað hús í sama stíl nokkrum árum síðar. Það hús er kallað „Hús bilstjórans" vegna þeirrar nýjungar að hafa innbyggðan bílskúr í húsinu. Líklega var það í fyrsta sinn í sögunni sem sú hugmynd var framkvæmd. Starfsemi De Stijl leið undir lok árið 1931. Meðlimirnir höfðu tvistrast og ■ áttu hugmyndir þessara manna ekki upp á pallborðið hjá almenningi en áhrif þeirra á listamenn voru mikil. Með tímanum hefur þó þessi útlits- hönnun náð miklum vinsældum eins og áður var tekið fram. Það er þvi greinilegt hversu langt á undan sinni samtíð hreyfingin var. Þá líkaði mönn- um ekki verk hennar en í dag eru þessi form og litir allsráðandi í ýmiss konar hönnun enda hafði De Stijl mikil áhrif á framvindu mála í heimi listarinnar. Þó virðist hugmyndafræði hreyfmgar- innar ekki eiga hljómgrunn hjá nútíma- fólki heldur er það skemmtilegt og líflegt útlit sem hrífur mörg okkar. Schröderhúsið frá öðru sjónarhorni. Hér sjást múrsteinshúsin sem klesst var upp við þaö. bjuggu nú í ólíkum löndum. Theo van Doesburg lést einnig þetta ár. En úr- slitaáhrif hafði þó gangur heimsmál- anna. Heimskreppan reið yfir og lamaði allar framkvæmdir og upp úr því tók Hitler völdin í Þýskalandi en áhrifa valdatökunnar gætti um alla Evrópu. Þannig varð þessi nýja fram- tíðarsýn um betra og einfaldara líf að engu. Nú eru liðin fimmtíu og sex ár síðan De Stijl hreyfingin splundraðist. Lengi Sagan endurtekur sig sífellt. De Stijl hreyfingin vildi breyta viðhorfunum og minnka áhrif fortíðarinnar en þetta markmið náði ekki fram að ganga. Þá voru slikar hugmyndir ekki teknar gild- ar nema af litlum hópi manna. í dag líkar þorra fólks svipur verka sem gerð eru í anda De Stijl en hugmyndafræðin hefur farið fyrir ofan garð og neðan. Kannski kunnum við vel við þetta út- lit vegna þeirrar löngu sögu sem það á sér. 38. TBL VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.