Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 15

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 15
Texti: Sigrún Ása Markúsdóttir-Myndir: helgiskj. friðjónsson ekki undir eins miklu tilfinningalegu álagi og þeir sem fengu litla sem enga upplýs- ingu. Þá er ekki síður mikilvægt að nánir að- standendur sjúklingsins njóti góðrar kennslu og leiðsagnar. Almennar upplýs- ingar um framgang mála draga úr spennu og kviða. Aðstandendur, sem fengu góða fræðslu, sögðust hafa getað unnið bug á óttanum og einbeitt sér að því að styrkja hinn sjúka og þar með aukið líkur á góðum og jöfnum bata. Hinir sem fengu litla eða alls enga fræðslu sögðust hafa orðið ótta- slegnir, kvíðafullir og ekki getað komið sjúklingnum til hjálpar. Þar með juku þeir tilfinningalegt álag sjúklingsins og minnk- uðu líkurnar á bata. Hér hefur verið greint frá mikilvægi leið- sagnar og þeim áhrifum sem hún hefur á sjúklinginn og fjölskyldu hans. Hins vegar er því enn ósvarað með hvaða hætti þessi tilsögn skuli fara fram. Ýmiss konar leið- sagnarkerfi hafa verið fundin upp og flestir spítalar nota sitt eigið skipulag, en nokkur sameiginleg atriði má finna í þeim flestum. Rannsóknir sýna að sjúklingar meta það mikils ef þeir fá i hendurnar skýringar á því sem framundan er. Meðal annars hefur komið í ljós að fáir sjúkiingar vita hver er tilgangur blóðtöku, þarmaskolunar, föstu, raksturs, lyfjagjafar og vökavagjafar i æð. Af þeim sökum leggja mörg sjúkrahús áherslu á að sjúklingar fái haldgóðar upp- lýsingar um sjúkrahúsdvölina og ýmis atriði hennar. Nokkur sjúkrahús gefa út sérstaka leið- beiningabæklinga fyrir sjúklinga á leið í uppskurð. í þessum bæklingi er sjúkrahús- vistinni yfirleitt skipt í þrennt. Fyrsti hlut- inn fjallar um tímabilið fram að upþskurði. Þar er greint frá öllu því sem sjúklingurinn upplifir, þá er hver athöfn útskýrð, svo og sagt frá tilgangi hennar og loks er sjúklingi ráðlagt hvernig best sé að bregðast við umstanginu. í öðrum hluta bæklingsins er sagt frá svæfingunni og áhrifum hennar, svo og uppskurðinum og eðli hans. I þriðja hluta bæklingsins er svo fjallað um tímabil- ið fram að útskrift. Þar er sagt frá líkam- legri og andlegri vanlíðan sem herjar á sjúklinga eftir aðgerð og leiðum til þess að vinna gegn slíkri vanlíðan. Loks er greint frá atriðum sem koma sjúklingi að gagni þegar hann heldur út í hvunndaginn á nýj- an leik. Gildi svona bæklings verður ekki dregið í efa. Hins vegar er það álit margra sem um þessi mál fjalla að sjúklingar skuli einn- ig fá persónulega ráðgjöf fyrir uppskurð; hjúkrunarfólk eða sérstakir ráðgjafar eigi að vera til taks, fræða sjúklinginn ítarlegar um gang mála og svara spurningum hans. Þá benda ýmsir á mikilvægi þess að sjúkl- ingar fái að hitta aðra sem hafa gengist undir svipaðan uppskurð og þeir síðar- nefndu ræði reynslu sína, gefi góð ráð og svari spurningum sjúklinga. Eftir uppskurð leggja sjúkrahús meiri áherslu á þátt starfsfólksins en upplýs- ingabæklinga við kennslu og fræðslu til handa sjúklingum. Fyrstu dagana eftir að- gerðina eru flestir sjúklingar undir miklu tilfinningalegu álagi. Þeir verða að sætta sig við sársauka, breytta sjálfsmynd og nýtt hlutverk sem hún skapar. Hjúkrunar- fólk getur kennt mönnum að hafa stjórn á sársaukanum sem fylgir aðgerðinni og gert þeim grein fyrir skurðinum og hvernig ber að umgangast hann. Þá er mikilvægt að starfsfólk hvetji sjúklinginn til dáða og get- ur það þar með aukið sjálfstraust hans og vilja til þess að takast á við hvunndaginn á ný. Þar með flýtir það fyrir andlegum og líkamlegum bata þess sjúka. Það er ekki síður mikilvægt að fræðsla fyrir nána aðstandendur sé vönduð og sett fram á skýran og greinargóðan hátt. Fyrir uppskurð er nauðsynlegt að aðstandendur fái vitneskju um tilgang og eðli aðgerðar- innar og hvaða áhrif sjúkrahúsdvölin muni að öllum líkindum hafa á þann sjúka. Að uppskurði loknum verður að segja aðstand- endum frá raunverulegum batahorfum, hvaða gagn þeir geti gert, svo og þeim styrk sem þeir geti veitt sínum nánustu. Þetta má gera á ýmsa vegu. Flest sjúkra- hús gefa aðstandendum bæklinga með nauðsynlegum upplýsingum, sum halda stutt námskeið fyrir fjölskyldumeðlimina, þar sem þessi mál eru brotin til mergjar, og til er að sýndar séu fræðslumyndir um þessi mál eða aðstandendum gefinn kostur á að leigja slíkar myndir. Þá verða samskipti hjúkrunarfólks og fjölskyldu að vera góð og það er æskilegt að skilningur og traust ríki á milli þessara aðila. Samstillt átak hjúkrunarfólks og fjöl- skyldu virðist glæða batahorfur sjúklinga. Rannsóknir sýna að þegar hjúkrunarfólk ræðir við fjölskyldumeðlimi og útskýrir sjálft gang mála minnka kvíði og spenna hinna síðarnefndu. Að aðgerð lokinni verð- ur fjölskyldan einnig að fá tækifæri til þess að ræða við hjúkrunarfólk, fá upplýsingar um líðan sjúklingsins og rétt viðbrögð við breyttri hegðun hans. Þá verður að búa það undir tilfinningaleg áföll sem það getur sjálft orðið fyrir í tengslum við uppskurðinn og það erfiðleikatímabil sem sjúklingurinn gengur í gegnum fyrstu vikurnar eftir út- skrift. Ef áberandi líkamshlutar eru fjarlægðir af sjúklingi er nauðsynlegt að bæði sjúkling- urinn og fjölskylda hans fái ítarlegri leið- sögn og athygli en þeir sem gangast undir venjulega skurðaðgerð. Einkum er mikil- vægt að gera sjúklingnum og fjölskyldu hans grein fyrir eftirköstunum, sem þegar hefur verið lýst, og kenna honum að vinna bug á neikvæðum tilfinningum og sætta hann við breytta sjálfsmynd. Þá verður að undirbúa fjölskylduna vel undir líkamlega og andlega breytingu sem verður á hinum sjúka, svo og tilfinningaleg átök sem að- standendur glíma oft við í kjölfar umskipt- anna. Stundum fyllast aðstandendur skömm gagnvart umhverfmu og fyrirlitn- ingu á þeim sjúka en þessar tilfinningar verður að sjálfsögðu að uppræta. Rann- sóknir sýna aftur á móti að góð tilsögn flýtir fyrir líkamlegum bata þess sjúka og dregur úr andlegri vanlíðan allra sem málið snertir. Sjúklingum og aðstandendum þeirra hrýs oft á tíðum hugur við miklum aðgerðum og eftirköstum þeirra. Það verður að draga úr þessum kvíða með öllum tiltækum ráð- um því hræðsla og spenna, sem er henni samfara, minnka likur á bata. Góð tilsögn er mikilvæg en fram á allra síðustu ár var lögð lítil rækt við alla kennslu og leiðsögn af þessum toga. Nú hefur orð- ið mikil breyting á og sjúkrahús víðs vegar um heim leggja mikla áherslu á vandaða og greinargóða fræðslu til handa sjúkling- um og aðstandendum þeirra. Góð upplýs- ing dregur úr ótta og óöryggi, eykur vellíðan sjúklinga og flýtir fyrir bata. Þar með sparar hún sjúkrahúsum tíma og fyrir- höfn og sjúklingum líkamlegar kvalir og sálarraunir. Heimildir: Dodge J.S. What patients should be told. American Jour- nal of nursing 1972, 72, no 10, 1852-54. Fraulini Kay E. Coping mechanism and recovery from surgery. AORN Journal, May 1983, 37, no 6, 1198-1205. Hansen Ingeborg. Patienterne onsker bedre oplysninger om postoperative smerter. Sygeplejesken 1985, no 8, 8-15. Kelly M P. Loss and grief reactions as responses to sur- gery. Journal of advanced nursing 1985, no 10, 517-525. 38. TBL VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.