Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 14
SKELFING Á SKURÐSTOFUNNI
líkamshlutinn er ekki lengur til staðar. Nú
vinnur hann að því að uppgötva sjálfan
sig, aðhæfa hreyfmgar og jafnvægisskyn
þessu breytta ástandi og líta á líkamann sem
eina heild. Andlega líður sjúklingurinn
miklar raunir. Laskaður líkaminn veldur
skömm og minnimáttarkennd.
Loks tekst sjúklingnum að sætta sig við
nýja sjálfsmynd, hann lítur á líkamann sem
eina heild og lifír í samræmi við breytt
ástand.
Fjölskyldan og
uppskurðurinn
I Iangflestum tilfellum verða nánir að-
standendur sjúklings áhyggjufullir þegar
hann verður að gangast undir erfiðan upp-
skurð. Nokkrar rannsóknir hafa verið
gerðar á tengslum milli viðbragða fjöl-
skyldu annars vegar og andlegs ástands og
batahorfa sjúklings hins vegar.
Það hefur komið í ljós að flestir aðstand-
endur fyllast ótta við aðgerðina sjálfa. Þeir
hræðast að uppskurðurinn mistakist og að
sá sjúki verði öryrki eða jafnvel deyi af
völdum aðgerðarinnar. Annar hópur að-
standenda treystir ekki starfsfólkinu og
óttast að ónóg umönnun dragi úr líkum á
skjótum bata. Loks hræðast margir að and-
legri líðan sjúklinga hraki að loknum
uppskurði og að persónuleiki þeirra breyt-
ist til hins verra.
Það kom einnig í ljós að margir aðstand-
endur fylltust ótta sem beindist að þeim
sjálfum en ekki þeim sjúka. Þessir upplifðu
allar þær kvalir sem þeir ímynduðu sér að
sjúklingurinn yrði að þola. Þeir áttu erfitt
með svefn, köstuðu upp af kvíða og kvört-
uðu sáran undan óþægindum í sama
líkamshluta og sjúklingurinn. Samkvæmt
niðurstöðum virðast makar komnir á efri
ár taka uppskurði næst sér.
Áður var sögð sagan af Jóni og reynslu
hans á sjúkrahúsinu. Nú verður hins vegar
fjallað um fjölskyldu Jóns og þær tilfmning-
ar og andstreymi sem hún varð að horfast
í augu við.
Jón er giftur Guðrúnu og eiga þau tvær
dætur sem voru sjö og ellefu ára þegar Jón
var lagður inn. Guðrún segist hafa orðið
mjög áhyggjufull þegar Jón fór á spítalann.
Vissulega var hún fegin því að æxlið skyldi
fjarlægt og maður hennar mundi þar með
losna við óþægindi sem því fylgdu. Hins
vegar kveið hún fyrir aðgerðinni og eftir-
köstum hennar. Hún óttaðist að svæfmgin
mistækist svo að Jón vaknaði ekki aftur
eða yrði að henni lokinni skaddaður eða
lamaður fyrir lífstíð. Eftir að hafa fengið
haldgóðar upplýsingar hjá hjúkrunarkonu,
sem annaðist Jón, minnkaði hræðslan til
muna. Þegar leið að uppskurðinum jókst
kvíðinn á nýjan leik. Þessa daga átti Guð-
rún erfitt með svefn, hún gat ekki einbeitt
sér að vinnu og missti matarlyst. Hún var
á sjúkrahúsinu meðan á uppskurðinum
stóð og nreð stuðningi einnar starfsstúlk-
unnar tókst henni að halda hræðslunni í
skefjum. Uppskurðurinn gekk vel fyrir sig
og þungu fargi var létt af Guðrúnu. Hins
vegar jókst spennan á ný þegar hún sá
hversu vanmáttar- og vonleysistilfinningin
hafði náð sterkum tökum á rnanni hennar.
Nú kom starfsfólkið aftur að góðu gagni
og skýrði þær miklu geðsveiflur sem marg-
ir sjúklingar eiga við að stríða að loknum
uppskurði og útskýrði jafnframt fyrir henni
á hvaða hátt hún gæti stutt mann sinn og
styrkt. Með þessu móti gat Guðrún beint
allri orku sinni i réttan farveg. Hún reynd-
ist Jóni ómetanleg stoð fyrstu vikurnar eftir
uppskurðinn og jók á sjálfstraust hans.
Uppskurðurinn kom verr við telpurnar.
Skyndilega var pabbi þeirra kominn inn á
spítala. Hann sem varði þær, veitti þeim
öryggi og hvatti til dáða lá nú lítill og
úmkomulaus á sjúkrastofu. Sú yngri fylltist
mikilli reiði; henni fannst pabbi sinn hafa
brugðist sér. Sú eldri varð hins vegar mjög
hrædd um pabba sinn og hélt að hann
væri að deyja. Báðar skynjuðu kvíðann sem
hafði náð tökum á mömmu þeirra. Mikið
óöryggi greip báðar telpurnar, þær áttu
erfitt með svefn, urðu mjög uppstökkar og
þurftu á ást og umhyggju Guðrúnar að
halda. Þegar faðir þeirra kom heim jafnaði
sú eldri sig fljótt en sú yngri átti erfitt með
að taka hann í sátt og var hin argasta yfir
þeirri athygli sem pabbi vakti hjá mömmu
og öðrum ættingjum.
Otti náinna aðstandenda virðist hafa
tvenns konar áhrif á þá sjúku. Annars veg-
ar brotna sjúklingar niður þegar þeir skynja
áhyggjur og kvíða vandamanna. Þeir þurfa
mjög á styrkri stoð að halda úr þessari átt
og þegar hún er ekki fyrir hendi missa þeir
fótfestuna. Hins vegar verða margir sjúkl-
ingar harðari af sér og það blæs í þá kjarki
þegar fjölskyldan fellur saman. Þeir hug-
hreysta hana og hugga.
Báðir hóparnir ná seinna bata en þeir
sjúklingar sem eru hvattir og studdir af íjöl-
skyldunni og þeir ná síst fullri heilsu sem
verða að hvetja aðstendur og sannfæra. Á
þeim liggur tvöfalt álag sem er einum manni
ofraun að ráða við.
Þá getur kvíði fjölskyldumeðlima haft
neikvæð áhrif á samband sjúklings við þá
fyrrnefndu. Sjúklingurinn gleymir ekki
hvernig hans nánustu brugðust við á rauna-
stundu og hann verður gramur, bitur og
tortrygginn.
Á hinn bóginn er ómetanlegt ef fjölskyldu
tekst að sýna stillingu og veita sjúkum ætt-
ingja alla þá aðstoð og styrk sem hann
þarf. Slíkt verður seint fullþakkað.
Leiðsögn og kennsla
Rannsóknir sýna að ótvíræð tengsl eru á
milli óttans sem sjúklingurinn upplifir og
bata. Vonin um skjótan bata eykst til muna
ef sjúklingurinn gengst rólegur og yfirveg-
aður undir uppskurð.
Það hefur komið í ljós að haldgóð leið-
sögn og kennsla, sem upplýsa sjúklinginn
um tilgang, eðli og eftirköst uppskurðar,
draga úr ótta og koma í veg fyrir þung-
lyndi, sektarkennd og blygðun.
Fræðsla og tilsögn af fyrrgreindum toga
er í inikilli sókn og gildi slíkrar ráðgjafar
nú talið meira en nokkurn tíma fyrr. Bæði
í Bandaríkjunum og Skandinavíu hafa ver-
ið gerðar rannsóknir á nauðsyn og gildi
góðrar leiðsagnar. Meðal annars uppgötv-
uðu menn að margir sjúklingar voru alls-
endis ófróðir um það umstang sem þeir
áttu í vændum á sjúkrahúsinu og þessi fá-
fræði jók óöryggi, ótta og kvíða.
Kennsla og upplýsing er mjög mikilvæg
allt frá fyrstu stund. Flestir sjúklingar eru
að upplifa eitthvað nýtt og heldur
óskemmtilegt og það veldur þeim ýmiss
konar sálarangist. Þeir sjúklingar, sem
fengu upplýsingar og leiðsögn um gang
mála frá því að þeir voru lagðir inn og þar
til að uppskurði kom, héldu hræðslunni i
skefjum, gengust yfirvegaðir undir upp-
skurðinn og náðu fyrr fullri heilsu.
Uppfræðing að loknum uppskurði er
ekki síður mikilvæg. Fyrstu dagana eru
flestir sjúklingar undir miklu tilfinningalegu
álagi. Þeir verða að sætta sig við sársauka,
breytta sjálfsmynd og nýtt hlutverk sem
hún skapar. Það kom í ljós að þeir sjúkling-
ar, sem fengu haldgóðar upplýsingar og
umönnun, náðu fyrr fullum bata og voru
14 VIK A N 38. TBL