Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 29

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 29
Vikan og tilveran Haustflensan Síðan ég man eftir mér fyrst hefur haustflensan verið jafnárviss og haustið. í haust hefur hún þó verið óvenju snemma á ferðinni, til að mynda fékk ég mína strax í byrjun ágúst, sonur minn í byrjun september en maðurinn minn hefur enn ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá flensuna. Fyrir nokkru rölti ég Laugaveginn og snýtti mér á skýj- unum og fór þá að hugsa um haustflensuna, ekki vegna þess að flensa sé eitthvað sérlega skemmtilegt fyrirbrigði heldur af vorkunnsemi við þá sem á þeirri stundu lágu veikir í rúmum sínum. Flensuþankarnir leiddu huga minn að því að við hjónin eigum rétt á fjórtán dögum á launum á ári við að hugsa um barnið okkar þegar það er veikt. Jón og Gunna í næsta húsi við mig eiga líka þennan rétt, munurinn er bara sá að þau eru að ala upp þrjú börn en við eitt. Svo mitt barn getur sem sagt vænst hjúkrunar heima í fjórtán daga þurfi það á því að halda en börn Jóns og Gunnu einungis í 4,6 daga hvert. En málið er víst ekki svona einfalt. Einn af karlmönnunum, sem ég vinn með, var að diskútera þessi mál um daginn. Hann er prent- ari en konum í prent- arastétt er víst að Qöfga. Það taldi hann nú ekki beinlínis æskilegt því konurnar lækkuðu heildarlaunin því þær semdu alltaf upp á lægra kaup en karlarnir, svo væru það alltaf þær sem sætu heima þegar börnin væru veik þar sem þær hefðu í flestum tilvikum lægri laun en karlarnir. Hálf-flensukenndar staðreyndir. Ég fór því næst að velta því fyrir mér að ég á víst tvo borgaða veikindadaga í hverjum mánuði. Sem betur fer er ég nú það heilsuhraust að ég þarf yfirleitt ekki að nýta alla þá tuttugu og fjóra veikindadaga sem ég á ári. Hins vegar hefur maður spurnir af fólki sern tekur sér frí og nýtir sér veikindadagana sína án tillits til þess hvort við- komandi sé veikur eður ei. Hvers vegna er þá þeim heilsuhraustu ekki umbunað með lengra sumarfríi eða einhverju ámóta? Þegar ég var komin niður í bæ og á móts við Reykjavík- urapótek datt mér í hug að flensurnar grasséra ekki bara á heimilunum, hornsteinum þjóðfélagsins, heldur virðist ríkisvaldið fá flensuköst af og til. Mér datt í hug að ríkis- stjórnin hefði sýkst alvarlega í kjölfar Útvegsbankamálsins en önnur frétt og miklu minni fannst mér þó enn skondn- ari þennan dag, en það var frétt þess efnis að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefði fært Leikfélagi Akureyrar sjö milljóna króna gjöf á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar nú fyrir stuttu. Það var bara einn galli á gjöf Njarðar en hann var sá að það var enginn peningur til. Til dæmis átti Byggðastofnun að láta fímm milljónir af hendi rakna en það hafði víst alveg gleymst að láta vita þar, þeir heyrðu fyrst um málið í fréttum ríkisfjölmiðlanna. Á stjórnarfundi, sem haldinn var stuttu síðar, var það fyrsta verk stjórnarmanna að óska eftir því við fjármálaráðu- neytið að fá fimm milljón króna aukafjárveitingu. Jón Baldvin tók fyrir stuttu saman lista yfir þau ríkis- fyrirtæki sem hann vildi losa ríkið við. Vissulega er þjóðþrifaverk að reyna að selja sum þessara fyrirtækja en það orkar tvímælis að selja önnur. Lyfjaverslun ríkisins er eitt þeirra. Ríkið er stærsti kaupandi lyfja og hjúkrunargagna af Lyfjaversluninni, enda stendur í lögum um fyr- irtækið að það eigi að útvega sjúkrahúsum og stofnunum á vegum hins opinbera sjúkra- gögn á sem hagstæðustu verði. Það hvílir líka á herðum þessarar stofnunar að eiga til á lager ýmis lyf sem ekki er mikil sala í, fyrir sjúkrahús og Almannavarnir ríkisins. Þarna er því öryggisþáttur sem verður að leysa öðruvísi verði Lyfjaverslunin seld. En á meðan heilbrigðis- þjónustan er rekin á félagslegum grunni er nokkuð augljóst að kostnaðurinn, sem yrði af sölunni, félli að verulegum hluta á ríkissjóð þar sem hann er langstærsti kaupandi lyfja og hjúkrunargagna í landinu og tæplega getur það orðið kappsmál einkaframtaksins að selja rík- inu lyf og hjúkrunargögn á sem hagstæðustu verði á hverjum tíma. Eða hvað? Eini munurinn á haustflensunni á mínu heimili og þeirri sem hefur grassérað hjá ríkisstjórninni er að ríkisstjórnin fékk lungnabólgu í kjölfar Útvegsbankamálsins en ég hef fyrir löngu náð fullri heilsu og fer sjálfsagt ekki að velta fyrir mér flensu fyrr en næsta flensutímabil gengur í garð. Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir 38. TBL VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.