Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 25

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 25
I Þetta er hægt að gera að minnsta kosti á tvo vegu. Ónnur aðferðin felst í því að veikja kraft- ana sem verka á milli atóma kristalgrindar- innar sem fyrir vikið verður auðsveigjanlegri fyrir rafeindirnar. Ekki má þó veikja kraft- ana of mikið þar sem það gæti leitt til breytinga á uppbyggingu grindarinnar og því til nýrrar kristalgerðar sem ekki leiðir til ofurleiðni. Hin aðferðin byggist á þeirri staðreynd að sveiflutíðni grindarinnar lækkar með aukinni þyngd atóma hennar. Ef kristalgrindin er endurbyggð með þyngri samsætum (ísótóp- um) sömu atómgerðar má samkvæmt BCS-kenningunni gera ráð fyrir því að efnið verði ofurleiðið við hærra hitastig. Fyrirbæri þetta nefnist samsætuhrif. Nýlega reyndu vísindamenn við Bell rannsóknarstofnunina í New Jersey að mæla samsætuhrifin í einum af nýju háhitaofurleiðurunum. Samkvæmt BCS-kenningunni er gert ráð fyrir að stökk- mörkin lækki um 3 prósent ef notast er við þunga súrefnissamsætu í stað léttrar. Fleiri starfshópar hafa gert svipaðar tilraunir og allar leiða þær til sömu niðurstöðu sem er að samsætuþunginn hefur lítil sem engin áhrif á það við hvaða hitastig ofurleiðni hefst. Greinilegt er því að BCS-kenningin getur ekki skýrt eiginleika háhitaofurleiðar- anna og þarfnast því breytinga. Við ræðum þetta atriði síðar. Myndun höfuðs með kjarnsegulhermu. Það sem gerir háhitaofurleiðni sérstak- lega áhugaverða er sú staðreynd að nú verður hægt að nota algeng og ódýr efni til kælingar, svo sem köfnun- arefni sem nóg er af í andrúmsloftinu. Suðumark köfnunarefnis er við mínus 196° C sem er langt fyrir neðan stökkmörk hinna nýju efna og því verður hægt að nota fljót- andi fasa köfnunarefnisins til kælingar. Ef ofurleiðni við stofuhita verður hins vegar að raunveruleika verður sérstök kæling ónauð- synleg með öllu. Hagnýtingarmöguleikar þessara nýju efna eru mjög miklir á mörgum sviðum tækni og vísinda. Með þeim verður til að mynda mögulegt að leiða rafstraum langar vega- lengdir frá raforkuverum til neytenda án orkutaps af völdum viðnáms. Tölvuvísindamenn munu einnig hafa not af hinum nýju efnum. Þau má nota í rafrás- ir sem hægt verður að þjappa þéttar saman á klippum tölva án þess að hafa áhyggjur af að þær ofhitni. Vísindamenn við Stanford háskólann og víðar hafa þegar náð góðum árangri í því að hanna næfurþunnar ræmur sem hægt verður að nýta í slíkar rásir. Sterk segulsvið gegna mikilvægu hlutverki í rannsóknum á sviði háorku- og kjarneðlis- Tveir segulhringar í göngum kjarnahraðalsins við Fermi stofnunina. Segulsvið neðra seguisins (þess gula) er framleitt með kældum ofurleiðurum. 38. TBL VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.