Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 26

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 26
fræði, en þar eru þau notuð til hröðunar, geymslu og miðbeiningar einda sem nota á til tilrauna. Venjulegar koparsegulspólur geta framleitt segulsvið sem hefur styrkinn íjögur Tesla, en það er um það bil 200 000 sinnum meira en segulsvið jarðarinnar. I þessu skyni er nauðsynlegt að nota gífurlegt magn rafmagns og óheyrilega mikið af vatni til kælingar. Ofurleiðinn segull, sem fram- leitt gæti jafnsterkt segulsvið, væri ekki stærri en fótbolti og hefði næstum enga rafmagns- neyslu. Aðalkostnaðurinn verður kælingin en hann verður lítill ef notast verður við köfnunarefni. Tevatran kjarnahraðallinn við Fermi stofnunina í Chicago notar til að mynda 1000 ofurleiðna segla sem kældir eru með fljótandi helíum. Talið er að seglar þess- ir lækki rafmagnsreikning stofnunarinnar um 185 milljónir dollara á ári. Rekstrar- kostnaðurinn á enn eftir að lækka verulega ef seglarnir verða gerðir úr háhitaofurleiður- um sem kældir verða með fljótandi köfnun- arefni. í læknisfræði eru ofurleiðnir seglar megin- uppistaða myndatökutækja sem byggjast á svokallaðri kjarnsegulhermu. Virkni þessa tækis nýtir þá staðreynd að róteindir hegða sér á svipaðan hátt og litlar segulnálar. Ef líkamanum er komið fyrir í sterku segulsviði verða róteindir hans, eins og allar segulnál- ar, fyrir karftvirkni sem verður til þess að þær hringsóla eða réttara sagt hjakka um stefnu segulsviðsins, ekki ósvipað skoppara- kringlu sem strikar út keilu þegar hún hjakkar um lóðrétta stefnu þyngdarsviðsins. Ef rafsegulgeislun, sem hefur sömu tíðni og hjakktíðni róteindarinnar, er nú látin fara um líkamann veldur hún svokallaðri segul- hermu, en við það tekur róteindin upp orku úr rafsegulsviðinu og hjakkar að því loknu með annarri tíðni um stöðuga stefnu segul- sviðsins. Róteindirnar skila upptekinni orku mjög fljótlega í formi rafsegulbylgna sem nemar og tölvur tækisins greina og umrita í mynd. Myndin gefur nákvæmar upplýsingar um þéttni róteinda í líkamanum og víxlverk- an þeirra við umhverfi sitt sem eru mikilvæg- ar til greiningar ýmissa sjúkdóma. Segulsvið kjarnhermumyndatækjanna er gífurlega sterkt, allt að því 60 000 sinnum sterkara en segulsvið jarðarinnar. Rekstur þessara tækja er því dýr þar sem mikið þarf af fljótandi helíum til kælingar. Þegar nýju háhitaofurleiðararnir komast í gagnið mun rekstrarkostnaður lækka verulega. Háhitaofurleiðarar koma einnig til með að gegna mikilvægu hlutverki við rannsókn- ir á svokölluðum kjarnasamruna. Við kjarnasamruna sameinast léttir atómkjarnar og mynda annan þyngri en við það losnar mikil orka úr læðingi. Ferill þessi hefur ýmsa kosti fram yfir kjarnaklofnun og því er það trú margra að orkuframleiðsla, sem byggist á kjarnasamruna, eigi mikla framtíð fyrir sér. Margvísleg tæknivandamál eru þó enn óleyst því kjarnasamruni getur einungis átt sér stað við hitastig sem er af stærðar- gráðunni 100 milljón gráður á Celsíus. Þar sem ekki er hægt að búa til geyma fyrir jafn- heitt efni hefur verið gripið til þess ráðs að nota flösku- eða slöngulöguð segulsvið til, að stýra hinu heita efni, sem nefnist plasma, þannig að það bókstaflega svífur í lausu lofti. Notkun háhitaofurleiðara til rann- sókna á þessu sviði mun spara mikla fjár- muni og eins er trúlegt að með þeim verði hægt að búa til sterkari segulsvið. Eitt af þeim vandamálum, sem enn hafa ekki fengið viðunandi lausn, er hönn- un meðfærilegra leiðara sem hægt er að nýta í mismunandi rafrásakerfum. Nokkur árangur hefur þó náðst í rétta átt og flestir eru sannfærðir um að endanleg lausn sé ekki langt undan. Nokkrir vísinda- menn við Massachusetts Institute of Techno- logy hafa, í samvinnu við aðra aðila, stofnað fyrirtækið American Superconducting en því er ætlað að vinna eingöngu að frekari þróun sveigjanlegra ofurleiðara. Til þess að hægt verði að hagnýta háhita- ofurleiðara í umfangsmiklum mæli er nauðsynlegt að hanna úr þeim leiðslur sem leitt geta mikinn straum. Til að byrja með virtist sumum sem þetta atriði gæti orðið alvarlegur þröskuldur í vegi hagnýtingar en þann 11. maí síðastliðinn komu góðar frétt- ir frá vísindamönnum við IBM í New York um að þeim hefði tekist að hanna ofurleið- ara sem leitt gætu 100 sinnum meiri straum en áður var þekkt. Ofurleiðarinn var gerður úr alkristallaðri blöndu af yttríni, baríni, kopar og súrefni og leiddi rúmlega 100 000 amper á fersentímetra við hitastig sem jafn- gilti fljótandi köfnunarefni. Ef efnið var hins vegar kælt með fljótandi helíum leiddi það straum sem nam 200 000 A/cm2. Straum- styrkurinn féll niður í 100 000 A/cm2 ef leiðarinn var í segulsviði sem hafði styrkleik- ann eitt Tesla. Met þetta var slegið nú í júlí en þá til- Efri myndin sýnir óreiðu rafeindaflutnings í venjulegum leiðara. Ef leiðarinn er kældur getur hann orðið að ofurleiðara. Þá bindast rafeindirnar og mynda pör, svokölluð Cooper pör, sem hreyfast án viðnáms í gegnum ofurleiðarann. 26 VIKAN 38. TBL \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.