Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 47
Umsjón: Hólmfríður Benediksdóttir annað. „Mikið væri dýrlegt að búa á svona stað,“ sagði drottningin við karl- inn sinn. „ O, jú, ekki get ég neitað því,“ svaraði hann og virti fyrir sér Barbíhestinn. Þau gleymdu sér alveg fyrir framan gluggann og tóku ekkert eftir því þegar tveir skuggalegir náungar laumuðust að glugganum. „Ætli sé eitthvað að hafa hér?“ spurði annar. „Hvað ertu að pæla, sérðu ekki að hér er ekkert nema smábarnadót?“ svaraði hinn og þeir héldu áfram i leit að spennandi verslun til að stela i. En um leið og þeir hlupu í burtu kastaði annar þeirra stórum steini í rúðuna á leikfangabúðinni. Kóngurinn og drottningin hrukku í kút þegar rúðan brotnaði. Sem betur fer brotnaði bara líið gat á hana og eftir að þau höfðu jafnað sig skriðu þau inn um gatið. Allt var með kyrrum kjörum í glugga- kistunni. Leikföngin þar voru ekkert að kippa sér upp við búðarþjófa. Kóngur og drottning gengu um og heilsuðu brúðum, böngsum og Barbídúkkum en enginn tók undir. Þetta eru ekki félagslynd leikföng, hugsuðu kóngur og drottning með sér og ákváðu að skoða sig um í dúkkuhús- unum. „Alveg eins hús og mig hefur dreymt um,“ sagði drottningin hrifin er hún steig út á svalir. Fyrir neðan var kóngurinn að reyna að koma Barbíhest- inum úr sporunum en það gekk ekki vel. „Ég fæ mér þá bara sundsprett,“ sagði kóngurinn snúðugt við hestinn og hélt að lauginni. En þar var þá ekkert vatn. Kóngi var farið að leiðast þetta. Hvaða gagn var svo sem í þessu fina dóti? Drottningin var komin inn í Barbí- snyrtistofuna og ætlaði að laga sig aðeins til. En hvað var nú þetta? Allt snyrtidótið var bara úr plasti, harður og kaldur plastvaralitur og galtóm púð- urdós. Én greiðan var í lagi svo að drottningin gat lagað á sér hárið. „Ég fer ekki aftur á þessa snyrtistofu," taut- aði hún fyrir munni sér er hún gekk út og beint í fangið á kónginum. Þau ræddu nú um þennan furðustað og ákváðu að halda þangað sem meira fjör væri. Þegar þau voru á leiðinni til baka tóku þau eftir fullorðnum manni sem stóð fyrir utan gluggann og starði á þau. Aumingja maðurinn trúði ekki sínum eigin augum. Þarna voru dúkkur sem gátu hreyft sig! Nei, það gat ekki verið. Maðurinn nuddaði á sér augun og leit aftur á kóng og drottningu. Þau máttu til með að stríða manninum svolítið og hoppuðu og dönsuðu um allan búðar- gluggann. En gamli maðurinn ákvað að fara heim og leggja sig, vonandi yrði þetta liðið hjá á morgun. Kóngur og drottning fóru sömu leið til baka en þegar drottningin var að troða sér út um gatið á rúðunni flæktist kjóllinn eitthvað fyrir henni og rifnaði á glerbroti. En þau komust út án fleiri óhappa og héldu ferðinni áfram. Þau höfðu ekki gengið lengi er þau sáu nokkra lögreglumenn með náung- ana tvo sem brutu rúðuna. Þeim var stungið inn í lögreglubíl og síðan ekið á brott. Á meðan kóngurinn og drottningin fylgdust með þessu kom kötturinn Pétur gangandi. Pétur var óstjórnlega forvit- inn og hafði verið alla tíð. Honum fannst þessar litlu dúkkur skrítnar og skemmtilegar. En kóngurogdrottning voru ekki alveg eins hrifin af köttum. Þegar þau sáu Pétur hrukku þau í kút ogdrottningunni lá við yfirliði. Þau hlupu sem fætur toguðu og Pétur á eft- ir. „Reyndu að komast hraðar,“ másaði kóngurinn en drottningin átti ekkert gott með það i dragsíðum og víðum kjól. Að lokum gat hún ekki meir og datt kylliflöt i götuna. Pétur, sem var allra besti köttur og vildi engum illt, þefaði bara af þeim og settist síðan ró- legur hjá þeim. Eftir nokkra stund höfðu kóngur og drottning jafnað sig eftir hlaupin og prófuðu að tala við köttinn. Pétur var skynsamur köttur og mjög hjálplegur og bauðst til að bera þau á bakinu heim til Gullu. Kóngur og drottning voru orðin dauðþreytt og gátu ekki hugsað sér að lenda í fieiri ævintýrum í þetta sinn. Þau þáðu því þetta góða boð og klifruðu á bak Pétri. Þetta var nú eitt- hvað annað en Barbíhesturinn sem hvorki var hægt að koma afturábak né áfram. Kóngur og drottning nutu ferða- lagsins og þeim kom saman um að fara í ferð með Pétri aftur seinna. Þegar að heimili Gullu var komið kvöddust Pétur og konungshjónin og þau síðarnefndu klifruðu upp tréð og komust inn um gluggann á herbergi Gullu. Stelpan lá þar steinsofandi og hafði ekki hugmynd um hvað brúðurnar hennar höfðu verið að bralla. Kóngurinn hjálpaði drottningu sinni að lagfæra kjólinn sem var orðinn rifinn og skítugur eftir ferðalagið. Síðan klifr- uðu þau upp á hillu og settust á sinn stað, dauðfegin að fá hvíld eftir ævin- týri næturinnar. Veistu svarið? 1. Hvað eru margir svartir reitir á skákborði? 2. Hvaðan kom gullskipið á Skeiðarársandi? 3. Hvaða dýr er oft nefnt konungur dýranna? 4. Hvað eru margir kílómetrar frá Reykjavík til Þingvalla? 5. Hver úthlutar friðarverðlaunum Nóbels? 6. Hvað getur bjamdýr orðið gamalt? 7. Hvað getur fill orðið gamall? 8. Hvaða ár fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi? 9. Úr hverju er sykur unninn? 10. Hver er þjóðariþrótt Spánverja? Svör lUBjnBN 'oi lunjoiin^As bqs j/íojj>(Ás jf| ^ ‘98Z.I Quy '8 •tuB 0l uq qííc1 luh 'l 'vw oe-oz 9 •QlSujCjjpJS B>|SJ01Sj •jBjpiu9i!>( oe 'p ■Qiu?h 'e umipui-jnjsnv gJJ 'Z 'Zí ’I 38. TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.