Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 31
Umsjón: Hilmar Karlsson Max kostaði aðeins 30 þúsundj dollara eða 1,2 milljónir íslensk- ar, sem þykir ekki mikið, mein að segja lítið á íslenska vísu. Mad Max hefur aftur á móti skilað 100 milljónum dollara kassann fyrir framleiðendu myndarinnar. Mad Max gerði Mel Gibso: þekktan. Hann lék næst þroska-| heftan mann í Tim og fyrir þa< hlutverk fékk hann verðlau áströlsku kvikmyndaakademí-j unnar sem besti leikari það árið. Ekki stóð hann sig verr í hinn rómuðu mynd Peters Weir. Gallipoli. Það var svo Mad Ma: II sem gerði hann heimsfrægan. Stóðu honum nú allar dy opnar. Hann lék næst i Tb Year of Living Dangerousl undir stjórn Peters Weir. Þar e: hann í hlutverki blaðamann sem lendir í miðjum átöku skæruliða og stjórnarsinna Indónesíu. Virkilega mögnu' kvikmynd. Nú lá leið hans yfir hafið Fyrst lék hann i endurgerð Upp- reisnarinnar á Bounty, lék Christian og fetaði þar í fótspor Clarks Gable og Marlons Brando. Tók nú hver myndin við af annarri. í The River lék hann bónda á móti Sissy Spac- ek. Hann lék sakamann á móti Diane Keaton í Mrs. Soffel Þrátt fyrir að þessar þrjái inyndir séu gæðamyndir gengu þær illa. Það er aftur á móti ekki hægt að segja um síðustu tvær myndir hans, Mad Max Beyond Thunderdome, þar sem hann endurtók hlutverk mótor- hjólatöffarans í þriðja skiptið og Lethal Weapon sem verið hefur vinsælasta myndin vestan hafs undanfarna mánuði og ástæða þótti til að sýna samtím- is i tveimur kvikmyndahúsum hérlendis. í Lethal Weapon tekst Mel Gibson aldeilis vel upp í hlut- verki lögreglu sem teflir á tvær hættur. Tekst honum að lýsa lögreglumanninum Martin Riggs á mannúðlegan hátt, innri baráttu sem ytri. Nokkuð sem minni leikurunum myndi aldrei takast svo vel færi. Aðeins þrjátíu og eins árs hef- ur Mel Gibson afrekað mikið. Það er samt öruggt að hann á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni því hér er á ferð- inni leikari sem bæði er glæsileg- ur og býr yfir miklum leikhæfi- leikum. PRISONERS OF WAR ★ ★ Leikstjóri: Buzz Kulik. Aðalleikarar: Susan Sarandon og Kristy McNichol. Sýningartimi: 95 mín. - Utgefandi: Steinar. Prisoners of War gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Segir þar af bandarísk- um hjúkrunarkonum sem Japanir taka til fanga. Susan Sarandon leikur Maggie Jessop sem af yfirmanni fangabúðanna er sagt að bera ábyrgð á öðrum föngum. Grimmd japönsku fangavarðanna er mikil og hefur Maggie í nógu að snúast við að reyna að vernda félaga sína. Prisoners tíf War er ekki mjög merkileg kvikmynd. Oft í tíðum verður myndin að melódrama- tískri vellu þar sem gamlar handritsklisjur eru ofnotaðar. Mikil áhersla er lögð á hugrekki kvennanna og um leið grimmdina hjá Japönum. Þrátt fyr- ir ýmsa galla er Prisoners of War ekki leiðinleg kvikmynd, heimsstyrjöldin síðari er bara orðin svo útjaskað efni að ekkert nýtt getur komið fram. Hin ágæta leikkona Susan Sarandon stendur upp úr leikaraliðinu og sú eina er gerir sína persónu sannfærandi. SURVIVOR ★ ★ Leikstjóri: Michael Shackleton. Aðalleikarar: Chip Mayer, Sue Kiel og Richard Moll. Sýningartími: 103 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. Þær eru orðnar nokkrar, kvikmyndirnar er látnar eru gerast eftir að kjarn- orkustyrjöld hefur nær eytt öllu lífi á jörðu, og er Survivor ein þeirra. í uppbyggingu minnir hún helst á Mad Max myndirnar. Geimfari sá er vitni varð að því er kjarnorkusprengjur eyddu lífi á jörðinni er kominn til jarðar og leitar að öðrum lifandi manneskjum. Eftir átök við ræningja og annað illþýði nær hann til gamals raforkuvers þar sem hópur manna hefur tekið sér bólfestu. Þar ræður ríkjum hermaður sem beygir aðra til hlýðni við sig. Uppgjör mannanna tveggja er óumflýjanlegt og þótt geimfarinn hafi sigur er okkur orðið ljóst að fólkið á enga framtíð fyrir sér. Survivor er að nokkru leyti ágætlega gerð mynd. Kvikmyndataka er til að mynda mjög góð og myndin er spennandi, en eins og með margar álíka myndir lenda handritshöfundar í vandræðum og lausnir þeirra eru ekki merkilegar. I.F.O. ★ Leikstjóri: Ulli Lommel. Aöalleikarar: Carey Shearer og Kim Kincaid. Sýningartími: 86 mín. - Útgefandi: Steinar. I .F. O. er þvílík endemis þvæla að þrátt fyrir sniðuga hugmynd er ekkert sem getur bjargað myndinni. Aðalleikarinn er lítill flúgandi hlutur sem lík- ist mest þyrlu. Þessi þyrla er þó tölvuknúið vopn sem nokkrir vísindamenn hafa hannað. Gallinn við hlutinn er bara sá að hann getur hugsað og er ekkert ánægður með að vera haldið innandyra. Því er það að þegar forvit- inn, tölvusjúkur skólastrákur finnur þennan undrahlut og startar honum óvart er hann fljótur að hverfa á brott og hans fyrsta verk er náttúrlega að gera þá sem hönnuðu hann óvirka. Annars er húmor í hlutnum og sér hann oft á tíðum meinlegu hliðarnar á mannfólkinu... Stærsti gallinn við I.F. O. er þessi undrahlutur er líkist þyrlu, að öllu leyti svo illa gerður að ég held meira að segja að krakkar myndu ekki nenna að leika sér með hann og leikararnir í myndinni ættu sem fyrst að snúa sér að einhverju öðru. SSSSNAKE ★ Leikstjóri: Bernard L. Kowalski. Aðalleikarar: Strother Martin, Dirk Benedict og Heather Menzies. Sýningartími: 94 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. Er hægt að breyta hugsandi manni í hugsandi kóbraslöngu. Ábyggilega ekki, myndu allir heilvita menn hugsa með sér, en dr. Stoner, sem er aðal- persóna Ssssnake, er á öðru máli og hefur eytt ævi sinni í tilraunir í þessa átt og er mannslífið honum engin hindrun. Nýjasta fórnarlamb dr. Stoner er háskólastúdent, Blake að nafni. Stoner telur sig vera búinn að fullkomna tilraun sína og sprautar hvað eftir annað í Blake einhverju sem hann segir vera mótefni gegn snákabiti... Sjálfsagt hefur verið ætlun aðstandenda myndarinnar að hræða áhorfendur upp úr skónum en það tekst svo sannar- lega ekki, til þess er myndin alltof illa gerð og hugmyndin gengur út yfir allt sem þolanlegt er. Arangurinn verður dýr mistök þar sem eina ánægjan er að sjá og fræðast um hinar ýmsu tegundir snáka, hættulega sem hættu- lausa. 3a TBL VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.