Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 20
Vikan — eldhús kínverska Kínversk matargerð nýtur mikilla vinsælda um allan hinn vestræna heim og ekki að ástæðulausu. Venjulega er kínverskur matur mildur, bragðgóður og fremur einfaldur að gerð. Ekki er hér ætlunin að reyna að kenna kínverskar matargerðarkúnstir en ákveðna þætti matreiðslunnar má tileinka sér með lít- illi fyrirhöfn. Kínverskur matur er gjarnan léttsteiktur en þannig matreiðsla á einkar vel við grænmeti. Þar sem uppskera af íslensku grænmeti var almennt í besta lagi fylgja hér uppskriftir að tveimur réttum. Þeir eru hér eldaðir í kínverskum Wok-potti sem er ómiss- andi hverjum sem í alvöru ætlar að fást við matseld upp á kínversku, en góð panna ætti alveg að duga í þetta skipti. Rækjur og grænmeti með bragðgóðri sósu 100 g rækjur 1 bolli hvítkál, skorið í ræmur 1 bolli blómkál 1 bolli spergilkál (broccolij 2 gulrætur Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í þennan rétt en við látum þetta duga. Hitið um hálfan bolla af matarolíu (sólblóma- eða hnetuolíu, ekki ólífuolíu) í Wok-potti eða á pönnu við meðalhita. Steikið fyrst gulrætur í nokkrar mínútur. Bætið síðan út í blómkáli og spergilkáli og steikið í nokkrar mínútur í viðbót, loks hvítkálinu og síðast rækjunum. Snúið grænmetinu stöðugt með spaða. Búið á meðan til sósu. 'A bolli sojasósa 'A bolli ósætur ananassafi 1 tsk. engiferduft eða rifin engiferrót (sem er enn betra) 2 tsk. kartöflumjöl Hrærið öllu þessu saman. Búið til holu í miðjuna á pottinum og hellið sósunni þar. Látið suðuna koma upp. Hrærið vel í með gaffli. Þegar suðan er komin upp og sósan farin að þykkna er grænmetinu hrært saman við og rétturinn er tilbúinn. Þessi réttur er fyllilega nægileg máltíð en ef vill má borða hrísgrjón með honum. Chop suey 400 g magurt svínakjöt, helst lundir eða snitsel 3^1 stórir laukar 'A kínakálshöfuð eða 'A hvitkálshöfuð 2 selleríleggir 2 gulrætur 250 g baunaspírur 3^4 msk. olía 5 msk. sojasósa um A 1 kjötsoð Leggið kjötið í frysti í 1-2 klukkustundir og skerið það hálffrosið í þunnar sneiðar. Skerið grænmetið sömuleiðis í þunnar sneið- ar. Brúnið kjötið. Takið það af pönnunni og brúnið laukinn, selleríið og gulræturnar. Setj- ið kjötið aftur á pönnuna og hellið yfir það sojasósu og kjötsoði. Látið þetta malla í 10—15 mínútur. Skolið baunaspírurnar og hreinsið. Setjið þær saman við réttinn og látið aðeins hitna. Berið fram hrísgrjón með réttinum. Umsjón: Þórey Einarsdóttir 20 VIKAN 38. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.