Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 54
„Gallinn við ykkur áhugamennina, einkalögreglumenn eins og þið kallið ykkur, er sá að þið fáið til meðferðar öll athyglisverðu málin.“ Það var Leeds lögregluforingi sem var að kvarta við Quarles. „í ykkar hlut koma lokuð herbergi, sérkennileg morðvopn eins og hvalskutlar, sverð falin í göngustöfum og sjaldgæft mal- aysískt eitur sem bendir ykkur á hver morðinginn er vegna þess að hann er sá eini í hópnum sem hefur verið í Malaysíu. Þið yrðuð gersamlega ráð- villtir ef þið lentuð á ósköp venjulegu, hversdagslegu morði.“ „Það eru ekki til nein hversdagsleg morð,“ sagði Quarles. Þeir voru komnir að því að fá sér koníak og kaffi eftir að hafa snætt ágætan kvöld- verð og Quarles var orðinn málgefinn. „Það eru heldur ekki til nein óleysan- leg morðmál. Ástæða þess að engin lausn finnst á morðmáli er sú að ein- hver gerir vitleysu, við skiljum ekki einhverja vísbendingu eða eitthvað í þá áttina. Ég man bara eftir Anhalter eiturmálinu. ..“ Hafi vínið og koníakið losað um málbeinið á Quarles þá höfðu veigarn- ar gert Leeds árásargjarnan. „Kjaft- æði,“ hreytti hann út úr sér. „Ég hef ekki nokkurn áhuga á því að heyra um það sem gerðist fyrir tíu árum. Geymdu það í ævisöguna þína. Tök- um sem dæmi málið sem ég er að rannsaka núna. Þrjátíu og fimm ára gamall vélvirki, sem hét Jimmy Dree- ver, var myrtur. Það finnast engar vísbendingar, ekkert sem ekki er hægt að segja á einni blaðsíðu. Þetta er mál sem aðeins verður leyst af heilum her af litlum, lúsiðnum körlum.“ „Segðu mér frá því,“ stakk Quarles upp á. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og lokaði augunum. Það hefði mátt halda að hann væri stein- sofandi ef hann hefði ekki risið upp í miðri frásögn lögregluforingjans og hellt meira koníaki í glösin. Lögregluforinginn sagði að málið liti út fyrir að vera einfalt. Jimmy Dreever bjó í einstaklingsíbúð í Melli- font Court. „Láttu þér ekki detta í hug að þetta sé einhver höll,“ sagði lögregluforinginn hæðnislega, „þvert á móti er þetta ósköp venjuleg rauð- steinsblokk við Wandsworth Road, tuttugu ára gömul. Veggfóðrið er far- ið að flagna af veggjunum og það er raki í öllum hornum vegna þess að það er engin miðstöð. í flestum íbúð- unum búa fjölmennar verkamanna- fjölskyldur. Dreever var hins vegar heppinn. Foreldrar hans höfðu upp- haflega búið í íbúðinni ásamt honum en svo hafði faðir hans fengið vinnu í Southamton og þau þess vegna flutt þangað og Dreever varð einn eftir í íbúðinni.“ I þessari íbúð var Jimmy Dreever myrtur, skotinn tveim skotum af stuttu færi á mánudagsmorguninn nálægt hádegi. Fólkið í næstu íbúðum var ekki heima. Karlarnir voru í vinnu og konurnar að kaupa í matinn. Ýmsir höfðu heyrt skotin en ekki veitt þeim neina athygli, jafnvel talið að þetta væru bensínsprengingar frá bif- reiðum. í Mellifont Court lærir fólk fljótt að skipta sér ekki af þvi sem því kemur ekki við. Enginn íbúanna hafði orðið var við neitt óvenjulegt og engra dularfullra mannaferða hafði orðið vart. Lögregl- an skrifaði niður fullt af lýsingum á körlum í ljósum frökkum og konum með skýluklúta, mest frá gamalmenn- um og börnum, og var að fara í gegnum þær en enn sem komið var höfðu þær ekki komið að neinu gagni. Það var betra að festa hönd á því sem fannst í íbúðinni. Það reyndist auðvelt að gera sér í hugarlund hvað gerst hafði. Dreever hafði opnað dyrnar fyrir morðingjanum og þeir höfðu talað saman. Það voru tveir sígarettustubbar í öskubakkanum. Síðan virðist morðinginn hafa dregið upp byssu og hrakið Dreever inn í eitt hornið á herberginu og skotið hann tvisvar af stuttu færi. Byssan fannst hvergi. „Hún er sennilega á botninum á Thames,“ sagði lögreglu- foringinn glaðlega. Þetta var 22 kal. skammbyssa, það sýndu kúlurnar, kvenmannsvopn, spurningin var bara sú hvort það var kona sem notaði hana. Það var enginn varalitur á end- anum á sígarettunum. I læstri skúffu í náttborðinu fann lögreglan svo minnisbók með nöfnum og símanúmerum um tuttugu stúlkna. I henni voru einnig athugasemdir sem bentu til að Dreever hefði verið versti kvennabósi. Þetta var síðan enn frekar staðfest af bréfabunka með bleikum borða utan um sem fannst í annarri skúffu. Engin tvö bréfanna voru frá sömu stúlkunni. Aðrir íbúar í Melli- font Court staðfestu að stúlkur dveldust í íbúð Dreevers fram yfir miðnætti, jafnvel lengur. „Við höfum yfirheyrt allar þessar stúlkur,“ sagði lögregluforinginn, „skítavinna sem þú myndir áreiðan- lega ekki kunna við.“ Quarles opnaði annað augað, leit á lögregluforingjann og lokaði því síðan aftur. „Sem stendur liggja fimm undir grun. Þrjár þeirra eru núverandi kær- ustur hans, skrifstofustúlka sem heitir Betty Brewer, handsnyrtidama sem heitir Ella Morris og afgreiðslustúlka í tískuverslun sem heitir Maureen Pitt. Dreever leitaði yfirleitt að kærustuin sem voru fyrir ofan hann í þjóðfélags- stiganum." „Hann virðist líka hafa haft trú á máltækinu því fleiri því betra,“ muldr- aði Quarles. „Já, hann virðist auk þess hafa ver- ið furðu snjall við að finna upp afsakanir þannig að hver stúlka um sig trúði því að hún væri ein um hit- una. Hver um sig gat hafa komist að því að Dreever var að leika á hana og heimsótt hann vopnuð skamm- byssu. Ein af fyrrverandi vinkonum hans kernur einnig til greina, skapheit stelpa sem heitir Ruby Power. Hún hét því einu sinni að ganga frá honum. Að lokurn er svo byggingaverkstjórinn Bill Chapmann. É)reever hefði verið að manga til við dóttur hans, sem er á táningsaldri, og Chapmann hafði haft í hótunum við hann oftar en einu 54 VIKAN 38. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.