Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 24
100 milljón gráöa heitt plasma svífur í hringlaga seguisviöi. Indlandi og Kína um að þar hefði ofurleiðni mælst við stofuhita. n hvað er ofurleiðni og hvernig verður fyrirbærið best skýrt? Undir venjuleg- um kringumstæðum búa leiðarar, svo sem kopar, yfir ákveðnu viðnámi gegn leiðni rafstraums. Viðnámið er mis- munandi og fer eftir gerð leiðarans, en það kemur til vegna þess að rafeindirnar, sem ferðast í gegnum leiðarann, rekast í sífellu hver á aðra og jónamassa eða kristalgrind efnisins, en við það tapa þær hreyfiorku og hægja á sér. Hreyfiorkan, sem tapast á þenn- an hátt, ummyndast nær eingöngu i hita og er um það bil tuttugu prósent þegar um kopar, sem er mjög góður leiðari, er að ræða. Efni, sem búa yfir verulegu eða algjöru við- riámi, nefnast hálfleiðarar eða einangrarar. Þegar efni breytist i ofurleiðarar við nægjanlega mikla kælingu verður rót- tæk breyting á hátterni rafeindanna og kristalgrindarinnar. Kristalgrindin er ekki lengur hindrun í vegi rafeind- anna heldur „aðstoðar“ hún þær til sam- vinnu og pörunar með þeim afleiðingum að rafeindapörin, sem myndast, svokölluð Cooper pör, geta nú hreyfst óhindrað, það er án viðnáms, í gegnum leiðarann sem nú er orðinn að ofurleiðara. Til þess að við- halda ofurleiðninni er einungis nauðsynlegt að halda hitastigi ofurleiðarans fyrir neðan stökkmörkin svokölluðu, en þau greina á milli (hálQleiðni og ofurleiðni. Sú kenning, sem hingað til hefur best lýst eiginleikum ofurleiðni, var sett fram af eðlis- fræðingunum Bardeen, Cooper og Schrieffer árið 1957. Hún gengur því gjarnan undir nafninu BCS-kenningin. Það voru þessir vís- indamenn sem fyrstir skildu að það eru sveiflur kristalgrindarinnar og áhrif þeirra á hátterni rafeindanna sem leiða til framkomu ofurleiðni. Undir venjulegum kringumstæð- um verka neikvætt hlaðnar rafeindir með fráhrindandi krafti hver á aðra en fyrir til- stuðlan grindarinnar getur sú staða komið upp að rafeindirnar taka að draga sig saman og mynda Cooper pör. Þetta gerist á eftirfar- andi hátt: Fyrst getur einstök rafeind valdið staðbundinni sveigju í kristalgrindinni með því að draga að sér nálægar jónir hennar. Ef sveiflutíðni grindarinnar er ekki mikil, en slíkt getur átt sér stað ef hitastig leiðarans er ekki hátt, getur rafeindin fjarlægst lítið eitt það svæði sem nú einkennist af hárri jákvæðri hleðslu, áður en grindin sjálf nær jafnvægi að nýju. Þegar svo er komið getur þetta jákvætt hlaðna svæði dregið til sín aðra rafeind sem nú kemst nær fyrri rafeind- inni en hún nokkurn tíma gæti án tilvistar jákvæðu hleðslunnar. Rafeindir, sem parast á þennan hátt, búa yfir eiginleikum sem eru gjörólíkir eiginleik- um einstakra rafeinda og í raun líta eðlis- fræðingar á pör af þessari gerð sem sjálfstæðar eindir sem þeir kjósa að nefna eindaígildi. í venjulegum leiðurum eru það rafeindirnar sem bera rafstrauminn en í ofur- leiðurum eru það Cooper pörin sem í virkni búa yfir tvöfaldri hleðslu einnar rafeindar. Efnið helst ofurleiðið einungis á meðan sveifla grindarinnar er lítil, það er hitastigið er lágt. Til þess að ná ofurleiðni við sem hæát hitastig er nauðsynlegt að styrkja þann kraft sem heldur Cooper pörunum saman. 24 VI KAN 38. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.