Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 56
SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 20.-26. SEPTEMBER HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Þú átt ýmissa kosta völ og ekki gefið að sá girnilegasti sé vænlegastur til lengri tíma litið. Flanaðu ekki að neinu, ef þú leggur málin niður fyrir þér og vegur og metur kosti og galla blasir skynsamlegasta leiðin við þér fyrr en varir. VOGIN 24. sept.-23. okt. Nú skaltu láta til skarar skríða með það sem hefur verið að bögglast fyrir þér. Það verður ekki fyrirhafnarlaust að koma skriði á málin en allt er betra en að láta óánægjuna magnast. Vandaðu orðavalið ef þú þarft að telja aðra á þitt mál. NAUTIÐ 21.apr0-21.mai Ekki verður bæði sleppt og haldið. Þú finnur hjá þér hvöt til að breyta til en ættir ekki að halda út í óvissu að sinni. Þú veist hvað þú hefur en ekki hvað þú hreppir. Þó sakar ekki að hafa augun hjá sér, möguleikarnir eru fleiri en þig grunar. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þig dauðlangar að láta eftir þér að slá öllu upp í kæruleysi og sletta ærlega úr klaufunum. Kannski áttu það skilið en gættu þess þó að hafa ekki of marga enda lausa. Það er erfitt að taka til við þau verk að nýju sem illa hefur verið skilið við. TVÍBURARNIR 22.maí-21.júní Kannski finnst þér of tilbreytingarlítið að hafa daglegt líf í föstum skorðum. Ætlirðu í alvöru að láta verða af því sem þú hefur stefnt að ættirðu þó að verða þér úti um fleiri fasta punkta í tilverunni, annars lendir allt á ringulreið hjá þér. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Þú verður upptekinn af aðkallandi persónulegum málefnum og ekki líklegt að annað komist með góðu móti að. Þessu þarf vissulega að sinna en hætt er við að þú sjáir ekki skóginn fyrir trjánum ef þú sökkvir þér að vild niður í einkamálin. KRABBINN 22. júní-23. júlí Það þýðir ekkert að tvístíga endalaust. Þú gloprar öllu út úr höndunum á þér með því að slá í sífellu úr og í og geta aldrei ákveðið neitt. Takirðu ekki á þig rögg skaltu að minnsta kosti ekki kvarta yfir að hafa ekki fengið tækifæri. STEINGEITIN 22.des.-20.jan. Um þig blása vindar úr ýmsum áttum og ef til vill gustar all- hressilega. Sumir mundu taka nærri sér ýmislegt sem þú lítur á sem tilbreytingu og hefur einungis gaman af. Fyrir alla muni láttu engan draga úr þér kjarkinn eða spilla lífsgleði þinni. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Farðu vel með þig og hugaðu að heilsufari þínu. Þú græðir ekkert á því að ofbjóða þér með óhóflegri vinnu eða óhollum lifnaðarháttum. Heilsan er dýrmætari en stundarávinningur sem, ef að líkum lætur, fer fljótlega í súginn. VATNSBERINN 21.jan.-19.febr. Fjármálin þarfnast athugunar og ekki seinna vænna að að- hafast eitthvað. Það gengur ekki fyrirhafnarlaust og þótt þér leiðist slíkt stúss máttu þakka fyrir að það dreifir huganum frá annars konar vonbrigðum sem þú hefur nýlega orðið fyrir. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Gættu pyngjunnar, freistingarnar eru margar og ekki allt bráð- nauðsynlegt sem hugurinn girnist. Þú efast um réttmæti ákvörðunar sem þú hefur nýverið tekið og ættir að endurskoða forsendurnar til að komast að raunhæfri niðurstöðu. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Flýttu fyrir þér eftir föngum og gættu þess að hafa rúman tíma til að mæta óvæntum atburðum. Taktu óvenjulegum uppátækj- um með jafnaðargeði. Þau eru ekki illa meint og synd að spilla saklausri gleði hjá þeim sem í hlut eiga. 56 VI K A N 38. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.