Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 45

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 45
Umsjón: Helga Margrét Reykdal hún lauk skólanum fór hún á sex vikna námskeið í nútíma- dansi og þaðan lá leiðin til New York þar sem hún eyddi næsta sumri. Veturinn eftir lagði hún stund á ballett og nútímadans í Michigan. Þar kynntist hún trommaranum Steve Bray, manni sem átti eftir að verða henni góður félagi. Eftir eins árs nám hætti hún og sneri aftur til New York. Hún leigði íbúð sem var varla búandi í og fæðan, sem hún lifði á, var poppkorn þar sem það var ódýrt og gaf góða magafylli. Eftir að hafa verið í ýmsum störfum kynnt- ist hún tónlistarmanninum Dan Gilroy, varð ástfangin af honum og flutti til hans í íbúð sem hann leigði með Ed bróðursínum. Við lá að Madonna sækti um hvert einasta starf sem var auglýst í skemmtanaheimin- um. Eitt þeirra var bakrödd hjá Patrick Hernandez, þeim sem sló i gegn með laginu Born to Be Alive. Umboðs- menn hans kolféllu fyrir Madonnu og buðu henni að fara til Parísar þar sem hún fengi góða íbúð, næga pen- inga og tækifæri til að syngja inn á plötu. Madonna tók þessu tilboði fegins hendi, fór til Parísar og bjó í íbúðinni sem henni var lofað og lifði góðu lifi, fyrir utan það að inn á plötu söng hún ekki. Þar kom að Madonna fékk nóg af þessu lífi og sumarið 1979 pakkaði hún saman og fór frá París, sagðist vera að fara í frí en sneri ekki til baka. í New Y ork gekk hún í hljómsveit sem Dan Gilroy var í, sú sveit kallaðist The Breakfast Club. Meðlimir þessarar sveitar voru Dan og Ed Gilroy, Angie Smith og Madonna. Madonna lék á trommur en greip líka í gítar. Eftir ár var hún búin að fá nóg, hún vildi fá að syngja. Hún hætti því í sveitinni og flutti til Manhattan. Þar hafði hún samband við gamlan vin sinn, Steve Bray. Madonna og Steve stofnuðu hljómsveit sem lék undir ýms- um nöfrtum, The Millionair- es, Modern Dance, Emmemon og Emmy. Á sama tíma lék hún i mynd sem kallast A Certain Sacrifice, mynd sem hefur hlotið slæma dóma. Einnig sat hún fyrir á nektarmyndum til að vinna sér inn peninga fyrir mat. Eina hugsunin, sem hélt henni gangandi, var að þetta væru bara skref í áttina til frægðar. Madonna ákvað nú að snúa sér frá rokkinu og fara yfir í diskómúsík. Sá eini sem fylgdi henni úr hljómsveitinni Emmy var Steve Bray. Hún kynntist Mark Kamins diskó- tekara og hann spilaði fjögur lög sem þau höfðu tekið upp fyrir forstjóra Sire Records. í framhaldi af því fékk Madonna plötusamning og nú voru gefin út lög eins og Everybody, Burning up og Ain’t No Big Deal. Lög þessi gengu nokkuð vel en samt ekki nógu vel. Madonna var um þessar mundir með diskótekara að nafni John „Jellybean" Benitez. Hann fann fyrir hana lag sem kallast Holiday og leiðin upp vinsældalistana var greið. Madonna hefur gefið út þrjár breiðskífur og hafa þær orðið hver annarri vinsælli. Sú fyrsta heitir Madonna og næsta Like a Virgin. Af henni komust íjölmörg lög inn á lista, til dæmis titillagið, Like a Virgin, Material Girl, Angel, Dress You up og fleiri. Titillagið af þriðju breiðskíf- unni, True Blue, varð líka vinsælt, auk þess Live to Tell, Papa Don’t Preach, Open Your Heart og La Isla Bonita. Kvikmyndaferill Madonnu nær yfir meira en bara A Certain Sacrifice. Hún kom fram i myndinni Vision Quest þar sem hún söng í nætur- klúbbi. Úr þeirri mynd urðu fræg lögin Crazy for Y ou og Gambler. Hún lék eitt aðal- hlutverkið í myndinni Desperately Seeking Susan en þar fannst mörgum hún vera að leika sjálfa sig þar sem persónan Susan var i mörgu lík Madonnu. Úr þeirri mynd varð lagið Into the Groove vinsælt. Næst kom Shanghai Surprise, mynd sem margir urðu fyrir vonbrigðum með, ekki síst Madonna. Nýjasta mynd hennar verður frum- sýnd í byrjun næsta árs. Sú heitir Who’s That Girl og hefur titillagið úr þeirri mynd nú þegar farið á topp vin- sældalista víðs vegar um heiminn. Árið 1985, á tuttugasta og sjötta afmælisdaginn sinn, giftist Madonna leikaranum Sean Penn. Það kom mörgum á óvart, viðstöddum hafði verið boðið i afmælisveislu sem endaði sem brúðkaups- veisla. Hjónaband þetta heyrir nú sögunni til en með- an á því stóð sáu þau hjónin slúðurdálkum dagblaða víða um heim fyrirefni. Madonna hefur verið köll- uð hin nýja Marilyn Monroe þar sem hún hefur látið lita á sér hárið og klæðir sig ekki ósvipað Marilyn Monroe. Hún hefur líka verið kölluð drottning poppsins. Hún er allavega umdeild drottning og mun sjálfsagt halda áfram að vera umdeild og koma fólki á óvart. NAFN: Madonna Louise Ciccione. FÆDD: 16. ágúst 1959. HÆÐ: 154 cm. HÁRAL.: Dökkskolleitur. AUGNL.: Grænn. BREIÐSKÍFUR: Madonna, Likea Virgin, True Blue. AÐDÁENDAKLÚBBUR: Madonna c/o Jo Edwards „Winterland“, Suite 500 150 Regent Street LondonWl England 38. TBL VIKAN 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.