Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 13
skammaðist sín fyrir líkama sinn og van- mátt. Sem fyrr var hann viss um að ná ekki framar fótfestu í lífinu. Þá fann hann að hjúkrunarfólkið sýndi honum ekki sömu alúð og umhyggju og fyrr. Þetta gramdist honum líkt og þegar barn verður þess áskynja að athygli þeirra fullorðnu er ekki öll á því sjálfu. A þessu stigi málsins var Jón orðinn það hraustur að hann gat farið að taka ábyrgð á gerðum sínum. Hins veg- ar var honum orðið tamt að hegða sér líkt og kornabarn og fannst það notalegt. Samt sem áður gerði hann sér fullkomlega grein fyrir að þessi afstaða væri ekki rétt og lenti því i miklu stríði við sjálfan sig. Jón fylltist nú aftur mótþróa, varð afund- inn og uppstökkur og hlýddi ekki skipun- um. Við konu sína bar hann starfsfólkinu afleita söguna og sakaði það um illa og ónóga umönnun. Smátt og smátt tókst þó Jóni að vinna bug á þessari tilfinningalegu spennu og öðlaðist traust á sjálfan sig. Þegar hann hélt heimleiðis, fjórtán dögum eftir uppskurð, var hann sáttur við skurðinn og reiðubúinn að halda til móts við tilver- una á nýjan leik. Viðbrögð og atferli Jóns samsvara í meg- indráttum hegðunarmynstri Parkes. Það skiptist í sjö stig; tímabili sem kennd eru við reiði, hlýðni, ofsahræðslu, líkamlegan sársauka, uppgötvun, viðurkenningu og sjálfstraust. Fyrsta stigið stendur yfir fyrstu tvo til þrjá daga legunnar. Þá eru bönd sjúklingsins við umhverfið slitin, persónu- frelsið skert og friðhelgi líkamans rofin. Við þessa breytingu fyllist sjúklingurinn ótta og vanmáttarkennd. Smátt og smátt tekst honum þó að sætta sig við orðinn hlut og hann lærir að hlýða. Hann temur sér nýja framkomu, gerist auð- mjúkur og samvinnuþýður, lætur ábyrgð- ina í hendur hjúkrunarfólksins og fær á því traust. Um leið og trú hans á hæfni starfs- manna eykst dvínar óttinn við sjálfan uppskurðinn. Rétt fyrir uppskurðinn fyllist sjúklingur- inn efa og ofsahræðslu. Hann býst við hinu versta, telur sér trú um að svæfingin og uppskurðurinn misheppnist og hann verði þar af leiðandi fyrir óbætanlegu tjóni. Þessi hræðsla snýst þó oft upp í andhverfu sína stuttu fyrir sjálfa svæfmguna, sjúklingurinn nær tökum á tilfinningum sínum og gengst rólegur og yfirvegaður undir aðgerðina. Þegar sá sjúki vaknar upp að lokinni aðgerð er hann haldinn miklum líkamleg- um sársauka og öll sú orka, sem í honum býr, miðast að því að vinna bug á kvölun- um. Þegar sársaukinn er að baki beinist at- hygli sjúklingsins i aðrar áttir. Hann gerir sér meðal annars grein fyrir að likami hans hefur breyst til hins verra. Þessari upp- götvun fylgir ótti, óöryggi og blygðun. Sjúklingurinn er hræddur um að verða ut- anvelta í samfélaginu, fmna sér ekki fótfestu og hann skammast sín fyrir útlit sitt. Yfir- leitt útskrifast sjúklingar um það leyti sem þeir ganga í gegnum þetta erfiða tímabil. Hægt og sígandi sættir sjúklingurinn sig við breytta sjálfsmynd. Meðan á því stend- ur beinist nær öll athygli hans að likaman- um og þá sérstaklega þeim pörtum sem breyttust við uppskurðinn. Loks kemur að því að sjúklingurinn nær tökum á breyttri sjálfsmynd. Óöryggið og vonleysið, sem hrjáðu hann, fjara út og hann áræðir að halda til móts við lífið á nýjan leik. Bandarísku geðlæknarnir Cohen og Laz- arus útbjuggu annað atferlismynstur sem tengir hegðun sjúklinga fyrir uppskurð og líkur á bata. Þeir skiptu sjúklingum í tvo meginhópa. Fólk í öðrum hópnum viður- kenndi í fyrstu alls ekki ástand sitt. Það vildi ekki vita af uppskurðinum, lét ráðlegg- ingar starfsfólksins sem vind um eyru þjóta og var meinilla við alla umönnun. Það var haldið miklum mótþróa, hlýddi ekki skip- unum en vildi ráða sér sjálft. Þegar kom að uppskurðinum snerist dæmið við. Sjálfs- traust og kokhreysti flugu út í veður og vind og sjúklingarnir urðu dauðhræddir og brotnuðu niður. Hinn hópurinn var mjög samvinnuþýð- ur. Þessir sjúklingar sýndu uppskurðinum og öllum ráleggingum mikinn áhuga. Þeir hlustuðu á starfsfólk, hlýddu leiðbeiningum og spurðu spurninga. Þeir létu í ljós ótta við yfirvofandi aðgerð og báðu um hjálp til þess að yfirvinna hann. Þegar kom að uppskurðinum voru þessir sjúklingar mjög vel undirbúnir og horfðust í augu við örlög sín. Samkvæmt niðurstöðum Cohens og Laz- arusar öðluðustu þeir sem sýndu samstarfs- vilja og héldu ró sinni skjótari og betri bata en þeir sem sýndu mótþróa og höfðu ekki tök á sjálfum sér. Viðbrögð við breyttri sjálfsmynd Sú mynd, sem við höfum af líkama okk- ar, er kölluð sjálfsmynd. Sjálfsmyndin ákvarðast af líkamlegum og andlegum þátt- um, svo og ýmsum áhrifum sem umhverfið hefur á okkur. Sjálfsmyndin er flestum feikilega mikilvæg og heilbrigð sjálfsmynd ýtir undir sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Ef líkaminn tekur snöggum breytingum kemst allajafna mikið rót á sjálfsmyndina. Henni er ógnað af öflum sem einstaklingur- inn ræður ekki við og hann fyllist blygðun, óöryggi og ótta. Hann býst til varnar gegn umhverfinu; verður mótþróagjarn og tor- trygginn. Slíkt ástand er meðal annars vel þekkt meðal unglinga á gelgjuskeiði. Smám saman sætta menn sig þó við orðinn hlut, læra að horfast í augu við breytt ástand og lifa samkvæmt því. Miklar skurðaðgerðir og brottnám lík- amshluta koma sjálfsmyndinni úr skorðum. Sjúklingar, sem þurfa að upplifa slíkt, liða miklar líkamlegar og andlegar kvalir. Brott- nám líkamshlutar breytir jafnvægisskyni, hamlar eðlilegum hreyfingum og veldur miklum sársauka. Andlegar raunir eru sist minni en þær likamlegu. Traust og þekking sjúklingsins á sjálfum sér fer í mola og hann fyllist söknuði, blygðun og vanmætti. Fyrr var greint frá mynstrum sem tengdu saman atferli sjúklinga og miklar aðgerðir. Ymsir fræðimenn hafa á sama hátt skil- greint atferli þeirra sjúklinga sem missa útlimi. Hér verður sagt frá einu þessara mynstra sem ástralski læknirinn Smith mótaði og skipti í fernt. Fyrstu dagana eftir uppskurð er sjúkling- urinn haldinn miklum sársauka, hann er meðvitundarlaus að kalla og tekur alls ekki eftir breytingunni á líkama sínum. Þegar þjáningunum linnir og sjúklingur- inn nær fullri meðvitund á nýjan leik uppgötvar hann að einn hluti líkamans hefur verið fjarlægður. Sjúklingurinn á bágt með að trúa þessari staðreynd og þá einkum vegna þess að líkaminn hefur ekki aðlagað sig breyttu ástandi og enn berast heilanum boð um að viðkomandi hluti sé á réttum stað. Þetta ástand ruglar sjúklinginn í rím- inu og honum finnst hann hafa verið svikinn. Brátt kemur að því að heillinn sam- þykkir missinn og sendir rétt taugaboð. Þar með verður sjúklingurinn þess áskynja að 38. TBL VI KAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.