Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 38
llSSO>1 46. presturinn á Staöastað við minnisvarða um hinn fyrsta - ásamt þeim Kristínu og Gylli getur hæglega snúist upp í andhverfu sína. Það eru til margar skilgreiningar á trú en ég held að það sem þú ert að meina sé dæmi um það hvað andskotinn _ getur brugðið sér i margra kvikinda líki. Ég er ekki í vafa um það að þetta er stórhættulegt fyrirbæri sem er að hellast yfir okkur hérna og fyrst og fremst tilbeiðsla á forheimskuninni. Ég hef fylgst dálítið með þessum hlut í gegnum tíma- rit og góða vini í Bandaríkjunum og sé ekki betur en þetta sé botnfallið og ömurlegasta fenómenið sem getur fylgt kristinni trú. Þetta er líka stórhættulegt, sérstaklega vegna þess að þetta er samofið öllum hræðilegustu aftur- haldsstefnum í stjórnmálum sem fyrirfmnast í þessu afturhaldssama landi - „Guðs eigin landi“. Og þegar menn eru farnir að fóðra hatur sitt á ókunnu fólki og þjóðum með til- vitnun í heilaga ritningu og undirbyggja sína pólitísku afstöðu með trúarlegum þáttum. þá er hægt að láta þetta fólk vinna hvaða glæpa- verk sem er - í góðri trú. Mér finnst þetta skelfilegt." Kristnihald undir Jökli, Rögnvaldur? Koll- ega þinn, hann Jón Prímus, hefur þetta að segja um það mál í bók Halldórs Laxness, Kristnihaldi undir Jökli: „Fáir gera sér grein fyrir hver ábyrgð er lögð á mann sem á að annast kristni'nald undir Jökli. Það er ekki með sældinni út tekið.“ Nú hlær Rögnvaldur og hugsar sig aðeins um. „Ja, ég hef nú áður sagt það, eftir að ég kom á Snæfellsnes og kynntist mannlífmu, að það er fátt orðum aukið hjá honum séra Arna og það er ekki allt illt. Hann segir, eins og ég nefndi áðan, að þar hafi hann hitt versta fólk sem hann hafi rekist á um sína daga en líka það besta. Það getur vel verið að fleiri gætu tekið undir það. Og vissulega er lögð mikil ábyrgð á hvern kristnihaldara, hvort heldur það er undir Jökli eða annars staðar. Ég þjóna hér þremur sóknum, að Staðastað, Búðum og Hellnum, en Búðakirkja hefur að mestu verið ómessuhæf síðan ég kom hingað, þar til nú að hún hefur verið endurbyggð og . sé ekkibetur en þetta sé botnfallið og ömurlegasta fenómenið sem geturfylgt kristinni trú. “ var vígð þann sjötta september. Þó messaði ég í henni fyrstu árin og svo aftur nú um jól- in. En oftast messa ég hér heima og þá náttúrlega á öllum stórhátíðum og eins og hægt er á veturna vegna veðurs og á sumrin vegna heyskapar. Þetta eru ósköp fámennar sóknir hér, ekki nema um 210 manns, en ágæt- is kirkjusókn þegar messað er. Það er að mínum dómi gjörólíkt starf að vera prestur í sveit eða í kaupstað. Starfið byggist svo oft á allt öðrum hlutum, allt mannlegt verður prest- inum viðkomandi. Hann getur lent í því að hjálpa fólki við fleira en tengist sáluhjálp og prestsverkum, eins og þau eru skilin venju- lega, og það gerir starf sveitaprests enn merkilegra en ella. En nú er nýja „prestastétt- in“ óðum að taka við sáluhjálpinni, sjálfsagt líka í sveitunum. Kirkjan hefur sett ofan í því tilliti, það trúir varla nokkur maður presti lengur fyrir sál sinni en fólk hleypur ótrúlega langt á eftir mönnum sem hafa ekkert upp á að bjóða nema pillur eða rugl úr bókum. En þetta er kannski bara svona prófessjónal sjal- úsí hjá mér,“ segir Rögnvaldur og hlær við. „Ég hef kynnst mörgu afbragðsfólki hér og þetta hafa verið skemmtileg ár, svona þeg- ar maður lítur til baka. Einn skemmtilegasti persónuleikinn hér vestra hefur þó verið hann Þórður frá Dagverðará sem allir þekkja, hann er alveg einstakur. En ég segi kannski ekki að kynnin hafi verið öll á þennan veg, þau hafa nú verið misjöfn. Hvað varðar aðra sér- stæða og eftirminnilega karaktera þá eru það helst menn sem ég kynntist á sinni tíð austur í Skaftafellssýslu og Lóni, eins og Einar á Hvalnesi, Jón Eiríksson, Sigurður á Stafafelli, Stefán Jónsson í Hlíð og fleiri merkilegir menn þar. Nú líður að því að ég fari á eftirlaun eftir þrjátíu og fimm ár í starfi og þá þarf maður víst að hugsa sér til hreyfings. Það var bara nýlega sem ég gerði mér grein fyrir að ég er orðinn svona gamall í hettunni, einn af sjö elstu starfandi prestum á íslandi. Og það fannst mér með ólíkindum því ég áttaði mig ekki á því fyrr en í vetur sem leið að ég var enginn unglingur lengur. Mér fannst alltaf sem ég væri ekki miklu eldri en um tvítugt og svo skyndilega rann upp fyrir mér að ég var orð- inn gamall kall. Þetta er undarleg tilfinning, mér fannst þetta vera merki um að eitthvað væri athugavert við vitsmuni mína, ég hlyti að vera svona sljór. En svo varð ég ósköp feginn þegar ég las í einni af síðari bókum Halldórs Laxness að hann hefði verið orðinn sextugur þegar það rann upp fyrir honum að hann var ekki unglingur lengur. Það er nota- legt að finna að fleiri eru svona undarlega gerðir. Hins vegar finnst mér óhemju hvim- leitt þetta æskudekur sem nú er svo mikið í tísku og ef satt skal segja hef ég aldrei verið hamingjusamari á ævinni en núna eftir að ég varð svona firnagamall. Á þessari prestsævi minni er ég búinn að lifa fjóra biskupa. Einn þeirra var Ásmundur Guðmundsson, en hann var nú allt of stutt í starfi því lögfræðiprófessorar komust að þeirri óvefengjanlegu niðurstöðu að hann yrði að hætta sjötugur. Þannig er þetta í okkar lút- hersku kirkju meðan þetta er sá aldur sem 38 VIK A N 38. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.