Vikan


Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 19
ÞÓRIR STEINGRÍMSSON leikhópur sem hefur haldið sinni starfsemi áfram hægt og bit- andi og aldrei gefíst upp. Við höfum verið með sex sýningar þessi sex ár sem við höfum starfað. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og er ég því að vona að nú sé að myndast áhugi hjá stjórnvöldum fyrir því að setja leikhúsið inn á fastan lið fjár- laga en síðastliðin þrjú ár höfum við verið að ýja að því. Ef þetta nær fram að ganga fáum við svipaðan atvinnugrundvöll og Alþýðuleikhúsið. Og um leið myndum við tryggja atvinnu fyrir atvinnulausa leikara. Það er því í sjónmáli að upphaflegt markmið leikhússins nái fram að ganga enda er þetta markmið mjög þarft. Frá upphafi hafa á milli þrjátíu og fjörutíu lista- menn, sem eru i Félagi íslenskra leikara, starfað hjá leikhúsinu svo nóg er framboðið. Atvinnuleysi meðal leikara verður sífellt meira því alltaf eru fleiri og fleiri að útskrifast úr leiklistarskólan- um. Þannig hefur Revíuleikhúsið orðið enn miklvægara með tímanum. Eg held að stjórnvöld séu að gera sér grein fyrir þessu núna og þau sjá einnig að starf okkar er markvisst svo ekki er ólíklegt að þau reyni að tryggja okkur starfsgrundvöll. - Hvernig gengur að starfrækja lítið lcikhús sem er hálfgild- ings atvinnuleikhús og hálfgildings áhugamannaleikhús? Satt að segja gengur það mjög brösulega. Stærsta vandamálið er að yfírleitt eru leikarar, sem ekki hafa fasta atvinnu í leikhúsi, í öðrum föstum störfum. Þannig er mjög erfitt að samræma tíma allra sem taka þátt í sýningunni. Við leitum líka til leikara sem starfa í hinum leikhúsunum og þá þarf að gæta þess að æfinga- og sýningatími þeirra rekist ekki á okkar. Það munar okkur miklu að hafa nokkra rútíneraða leikara í hverri sýningu því þeir keyra hina ungu og óreyndu áfram. Leikhúsið stendur alltaf í þeirri stöðu að sætta þessi tvö ólíku sjónarmið, það er að segja föstu vinnuna og frítímann. Sjálfur er ég í föstu starfi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og það er með herkjum að ég get gefið leikhúsinu nógu mikinn gaum. En það hefur tekist vegna góðs skilnings yfirmanna minna hjá Rannsóknarlögregl- unni. Eg fer nú líka að verða svolítið lúinn og er kominn á þá skoðun að þegar fjárhagsstaðan verður öruggari geti aðrir tek- ið við mínu hlutverki hjá Revíuleikhúsinu. Þá vildi ég gjarnan fá að fljóta með en ég vil leyfa öðrum að spreyta sig á að sitja við stjórnvölinn. Peningahliðin hefur líka verið erfið en yfirleitt hefur fólkið fengið þau laun sem um var samið. Þó hefur sú staða komið upp að dæmið gekk ekki upp. Fólkið sýndi þessu skilning enda vita allir hvernig fjárhag Revíuleikhússins er háttað og alltaf er tekið fram í byrjun að svo kunni að fara að leikhúsið geti ekki staðið við gerða samninga. Erfiðasti þátturinn í þessu öllu er þó að vekja athygli á því leikriti sem á að sýna. Auglýsingakostnaður er svo gífurlegur að við getum ekki staðið undir honum. Þess vegna höfum við aðallega tekið barnaleikrit til sýninga. Þau ganga yfirleitt betur og við erum mjög sátt við að leika fyrir börnin. Það er á allan hátt mjög verðugt verkefni. En ég er mjög óánægður með það viðmót sem leikhúsið fær frá ýmsum fræðslustofnunum á höfuð- borgarsvæðinu. Þessar stofnanir hafa lokað á okkur dyrunum og setja okkur á sama bekk og einhverja bisnesskarla sem eru að selja strokleður. Þetta gerir það að verkum að við náum ekki til barnanna í gegnum skólann. Þessir erfiðleikar eiga rót sina að rekja til foreldraráða sem eru því mótfallin að aðilar komi inn í skólana og komi sinni vöru á framfæri. Við neyð- umst því til að auglýsa. Þannig hækkar miðaverðið hjá okkur. Miðarnir eru náttúrlega á barnaverði og þess vegna er auglýs- ingakostnaðurinn okkur helmingi þungbærari en ef um fullt verð væri að ræða. Þessi keðjuverkun leiðir af sér að börnin geta ekki séð leikritið vegna þess hversu dýrt er inn. Fullorðnir átta sig ekki á að með þessu gera þeir börnin sín að minnihluta- hóp í þjóðfélaginu þar sem þau fá ekki að vita hvað þeim stendur til boða. Viðhorf skólayfirvalda og fjárhagslegar hömlur eru því mestu erfiðleikarnir sem ég mæti. En sem betur fer fæ ég líka hlýjar móttökur frá mörgum foreldrum og skólastjórum sem hlynntir eru þessu starfi okkar. Ég er vongóður um að eftir sex ára strit fari Revíuleikhúsið að uppskera laun erfiðisins. Mynd: helgi skj. friðjónsson 38. TBL VIKAN 19 li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.