Vikan


Vikan - 17.09.1987, Page 25

Vikan - 17.09.1987, Page 25
I Þetta er hægt að gera að minnsta kosti á tvo vegu. Ónnur aðferðin felst í því að veikja kraft- ana sem verka á milli atóma kristalgrindar- innar sem fyrir vikið verður auðsveigjanlegri fyrir rafeindirnar. Ekki má þó veikja kraft- ana of mikið þar sem það gæti leitt til breytinga á uppbyggingu grindarinnar og því til nýrrar kristalgerðar sem ekki leiðir til ofurleiðni. Hin aðferðin byggist á þeirri staðreynd að sveiflutíðni grindarinnar lækkar með aukinni þyngd atóma hennar. Ef kristalgrindin er endurbyggð með þyngri samsætum (ísótóp- um) sömu atómgerðar má samkvæmt BCS-kenningunni gera ráð fyrir því að efnið verði ofurleiðið við hærra hitastig. Fyrirbæri þetta nefnist samsætuhrif. Nýlega reyndu vísindamenn við Bell rannsóknarstofnunina í New Jersey að mæla samsætuhrifin í einum af nýju háhitaofurleiðurunum. Samkvæmt BCS-kenningunni er gert ráð fyrir að stökk- mörkin lækki um 3 prósent ef notast er við þunga súrefnissamsætu í stað léttrar. Fleiri starfshópar hafa gert svipaðar tilraunir og allar leiða þær til sömu niðurstöðu sem er að samsætuþunginn hefur lítil sem engin áhrif á það við hvaða hitastig ofurleiðni hefst. Greinilegt er því að BCS-kenningin getur ekki skýrt eiginleika háhitaofurleiðar- anna og þarfnast því breytinga. Við ræðum þetta atriði síðar. Myndun höfuðs með kjarnsegulhermu. Það sem gerir háhitaofurleiðni sérstak- lega áhugaverða er sú staðreynd að nú verður hægt að nota algeng og ódýr efni til kælingar, svo sem köfnun- arefni sem nóg er af í andrúmsloftinu. Suðumark köfnunarefnis er við mínus 196° C sem er langt fyrir neðan stökkmörk hinna nýju efna og því verður hægt að nota fljót- andi fasa köfnunarefnisins til kælingar. Ef ofurleiðni við stofuhita verður hins vegar að raunveruleika verður sérstök kæling ónauð- synleg með öllu. Hagnýtingarmöguleikar þessara nýju efna eru mjög miklir á mörgum sviðum tækni og vísinda. Með þeim verður til að mynda mögulegt að leiða rafstraum langar vega- lengdir frá raforkuverum til neytenda án orkutaps af völdum viðnáms. Tölvuvísindamenn munu einnig hafa not af hinum nýju efnum. Þau má nota í rafrás- ir sem hægt verður að þjappa þéttar saman á klippum tölva án þess að hafa áhyggjur af að þær ofhitni. Vísindamenn við Stanford háskólann og víðar hafa þegar náð góðum árangri í því að hanna næfurþunnar ræmur sem hægt verður að nýta í slíkar rásir. Sterk segulsvið gegna mikilvægu hlutverki í rannsóknum á sviði háorku- og kjarneðlis- Tveir segulhringar í göngum kjarnahraðalsins við Fermi stofnunina. Segulsvið neðra seguisins (þess gula) er framleitt með kældum ofurleiðurum. 38. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.