Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 4
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON I BYRJUN VIKUNNAR Bjartmar bauð mönnum f kór Bjartmar Guðlaugsson fór til jólaplötu Steina þessi óneitanlega óvenjulega leið jólin. Hann einfaldlega við hljóðritun bakradda í lag sendi út boðskort til valin- það er verður hans framlag kunnra poppara og ýmissa Harlem opinn hverja helgi Vestmanneyingar eru nú margir að spá í að slíta tengslin við meginlandið og stofna sjálfstaett borgríki og svo virðist sem undirbún- ingur fyrir flestar nauðsyn- legar stofnanir slíks ríkis sé langt á veg kominn, m.a. vís- ir að rauðljósahverfl, því nú er starfræktur næturklúbb- urinn Harlem í Vestmanna- eyjum og skartar hann rauð- um ljósum í gluggum. Harlem er staðsettur beint á móti Skansinum og er opinn milli kl. 3 og 6 á föstudags og laugardagsnóttum, það eru meðlimir klúbbsins, sem eru um 100 talsins, sem geta brugð- ið sér í heimsókn að Ioknu balli. Þeir geta svo tekið með sér gesti en gestirnir verða að reiða fram 300 krónur til að komast inn í „dýrðina" og samkvæmt frásögn eins slíks um síðustu helgi er fátt sem prýðir staðinn er inn er komið. Þar er að vísu dansgólf og nokkrir sófar en lítið annað og vínveitingar ekki í boði. Lögreglan í Vestmannaeyjum fylgist grannt með Harlem og er viðmælandi okkar leit þar inn var lögreglubíll kyrfilega stað- settur utan við staðinn en ekki skipti lögreglan sér af starfsem- inni. —FRI annarra er nærri poppinu standa. Dágóður hópur þáði hið óvenjulega boð Bjart- mars og mætti einn laugar- dagseftirmiðdag í Stúdíó Stemmu og kyrjaði í kór fyr- ir hann. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta kórfélaga hlýða á útskýringar Bjart- mars fyrir upptöku. Þá má geta þess hér í fram- hjáhlaupi, að fyrsta upplag hinn- ar stórgóðu sólóplötu Bjartmars, sem út kom fyrir skömmu og ber nafnið „í fylgd með fúllorðnum", seldist upp á leifturhraða. Annað upplag er væntanlegt innan skamms og bíða óþreyjufúllir kaupendur hennar um land allt. Einkum hafa tvö lög plötunnar notið vinsælda í útvarpi, en þar syngja með honum þeir Eiríkur Fjalar og Jakob Magnússon. Eftir að hafa komið frá sér þessari hljómplötu er Bjartamar að búa sig undir að fara á flakk með kassagítar til að syngja fyrir landsmenn á stærri og smærri samkomum. þjm Sluppum með skrekkinn: Banvænar sprautur Töluverð umræða hefúr verið á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku, vegna notkunar á efninu Thoro- trast í röntgenrannsóknum á árunum 1928 til 1950. Efnið er mjög geislavirkt og helm- ingunartími þess tæplega 14 milljarðar ára. Efninu var sprautað í þá sem gengust undir röntgenrann- sóknir en síðan hefúr komið í ljós óvenjuhátt hlutfall af krabbameini í lifur hjá þessu fólki og hefúr slíkt nær undan- tekningarlaust haft dauða í för með sér. Talið er að á milli 2,5 og 10 milljón manns í heimin- um öllum hafi fengið Thorotrast sprautur á fyrrgreindu tímabili og af þeim hafi minnst 15% fengið krabbamein í lifúr sökum þess, eða á milli 275.000 og 1,5 milljón manns. t Danmörku voru 1100 manns sprautaðir með efninu og af þeim fengu 220 krabbamein í lifúr og létust. Aukaverkunum þessa efnis var haldið leyndum af heilbrigð- isyfirvöldum eftir að þær upp- götvuðust en við hér á íslandi sluppum með skrekkinn því sú tækni sem notkun efnisins byggði á komst ekki í gagnið hér fyrr en eftir að notkun efnisins var hætt eftir 1950. Aðeins er vitað um einn ís- Iending sem var sprautaður með Thorotrast, sennilega í Kaupmannahöfh, og er sá lögnu látinn — úr lifrarkrabbameini. Ritzaus Bureau Ríó tríó með nýja plötu í þessari viku gefa Steinar út nýja plötu með Ríó Tríó en á henni eru íslensk þjóðlög og ættjarðarsöngvar enda mun hljómsveitin lengi hafa átt sér þann draum að gefa svona efhi út. Platan heitir „A þjóðlegum nótum“ og eru öll lögin útsett af Gunnari Þórðarsyni. 4 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.