Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 6

Vikan - 19.11.1987, Síða 6
Eg er hamingjusamur með Jannike Wimbledon mótinu fimm ár í röð. Það var ekki fyrr en árið 1981 sem John McEnroe tókst að bera sigurorð af honum í úr- slitaleiknum. Ekki dugði nein venjuieg viðureign til að enda sigurgönguna. Urslitaleikurinn varð harðasta einvígi sem heim- urinn hefur orðið vitni að og hann stóð í þrjár klukkustundir og tuttugu og tvær mínútur. Þar með var metið frá árinu áður slegið, en þar áttust sömu kapp- ar við í því sem talið er vera besti úrslitaleikur allra tíma. .Auðvitað er gaman að eiga metið, (fimm sigrar í röð) en ég hefði gaman af að sjá það bætt. Met eru til þess að bæta þau, og ég held að það sé ekki hægt að útiloka þann möguleika. Þegar ég byrjaði var sagt að enginn ætti eftir að vinna oftar en þrisv- ar í röð.“ Björn setti mark sitt á fleiri keppnir en hið ffæga Wimble- don mót. Hann vann opna ffanska meistaramótið sex sinn- um og einokaði í raun öll stóru mótin ffá 1977—1980. Honum tókst þó aldrei að bera sigur úr býtum á US Masters mótinu sem er eitt af stærstu mótunum sem haldin eru ár hvert. Þið eruð betri í handbolta Þegar undirritaður spurði hann hvaða skýringu hann hetði á því hugsaði hann sig um smá stund og svaraði svo: „Ég hrein- lega veit það ekki. í þrjú ár vann ég öll stórmót sem ég tók þátt í nema US Masters. Það var eins og það væru einhver álög á mér í sambandi við það mót. I dag er ekkert sem ég get litið á og sagt: Ég hefði átt að gera þetta öðru- vísi.“ Svo glotti hann og bætti við: „Nema náttúrlega að vinna. Ég undirbjó mig alltaf fullkom- lega og gaf mig allan í hvern ein- asta leik. Ég komst fimm sinnum í úrslit, en herslumunurinn hafðist aldrei. Það má segja að ég hafi verið jafn óheppinn í US Bjöm á fullu í úrslitaleik Wimbledonmótsins árið 1980 þegar hann lagði McEnroe að velli í besta leik allra tíma. Mesti tennisleikari allra tíma tekinn tali Bjöm og Jannike vom heiðursgestir Broadway á föstudagskvöld- ið ásamt Önnu Margréti Jónsdóttur sem varð í þriðja sæti í Miss World keppninni kvöldið áður. „Mig hefúr alltaf langað að koma til íslands. Það er í rauninni út í hött að ég hef ferðast til u.þ.b. 80% allra landa í heiminum, en aldrei komið til þessa grannlands. Að auki vildi ég sjá með eig- in augum fólkið sem er besti markaðurinn okkar.“ — Ber svo að skilja að ísland sé besti markaðurinn sem þið seljið vörur á? „Miðað við íbúafjölda er hann það tvímælalaust. Þess vegna samþykkti ég að koma hingað til að kynna vörurnar mínar. Yfir- leitt geri ég það ekki, ég læt aðra um markaðssetningu. Mér fannst árangur íslensku um- boðsaðilanna það góður að mig langaði til að hjálpa þeim með því að koma sjálfur í þeirri von að það myndi auka áhugann á vörunum enn ffá því sem nú er.“ Sá sem mælti þesi orð er eng- inn annar en sænski tennissnill- ingurinn Björn Borg, en hann var hér á landi ásamt hinni stórglæsilegu unnustu sinni, Jannicke Björling, í síðustu viku. Þrátt fyrir allt slúður um skilnað hafa þau nú tekið saman á ný og virtust mjög hamingju- söm. Eins og ffam kemur að ofan var tilgangur ferðarinnar að kynna vörur sem eru fram- leiddar undir merki Björns, en þær eru seldar í verslununum Sonju og Traffic. Vel fór á með tennisstjömunni og fegurðardrottningunni. Alger yfirburðamaður Björn Borg er tvímælalaust besti tennisleikari sem uppi hef- ur verið og einn mesti yfir- burðamaðurinn í íþróttasög- unni samanlagðri. Frá árinu 1976 bar hann sigur úr býtum á 6 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.