Vikan


Vikan - 19.11.1987, Qupperneq 9

Vikan - 19.11.1987, Qupperneq 9
0 króna búbót — Ef Bretar kaupa af okkur raforku gefur það af sér fimm milljarða króna árlega. Og með tilkomu ofurleiðara gætum við selt enn meiri raforku úr landi sýna að dæmið er orðið fjár- hagslega vænlegt, ef það er bor- ið saman við aðra raforkukosti í Vestur Evrópu. Samkvæmt skýrslu Lands- virkjunnar yrði verð raforku flutt um sæstreng ffá íslandi nú, fyllilega samkeppnisfært við raf- orkuverð ffá kjarnorku- og kola- raforkuverum í Bretlandi. íslendingar nýta nú aðeins 13% virkjanlegs vatnsafls í land- inu svo af nógu er að taka tii stórfelldrar raforkuframleiðslu til útflutnings. Jarðhitaorka ís- lands hefur heldur ekki verið nýtt nema að örlitlum hundr- aðshluta, svo raforkuframleiðsla með jarðhita er einnig afar væn- legur kostur, ef kaupendur ork- unnar eru fyrir hendi. strenginn, er að meðaltali um 400 metrar. Gerð hafsbotns- ins, hafstraumar og hitastig sjáv- ar skipta miklu máli í þessu sambandi og hafa nú þegar ver- ið ffamkvæmdar miðamiklar rannsóknir á þessum þáttum, sem ’oenda til að þeir ættu ekki að koma í veg fyrir að lagning sæstrengjarins sé möguleg. Tækniffamfarir í tengslum við gerð sæstrengja af þessu tagi hafa verið gífúrlegar undanfarin ár, en strengur af þeirri gerð sem þyrfti í sambandi við raf- orkuflutninga ffá íslandi er eng- in smásmíði. Stærsta kapalverk- smiðja sem til er í dag í heimin- um, hefúr aðeins ffamleiðslu- getu upp á 200 kílómetra af slík- um streng á ári. Til að leggja slíkan streng þyrfti líka hugsan- lega að sérsmíða skip, sem gæti annað verkinu. Hásepnnusæstrengir víða á milli landa Lagning raforkusæstrengs á milli Noregs og Danmerkur árið 1976 þótti marka þáttaskil í slík- samt geta verið arðbært fyrir ísland. Kjarnorka á undanhaldi Fulltrúi bresku aðilana sem hafa áhuga á raforkukaupum ffá íslandi er væntanlegur til lands- ins um næstu mánaðamót og munu línur þá væntanlega skýr- ast eitthvað í þessu máli. Ef ráðist verður í framkvæmd- ir um lagningu sæstrengs til Evr- ópulanda, verður það stærsta verkefni sinnar tegundar í heim- inum og mun það þar að auki marka tímamót í orkuöflun álf- unnar, sem er óðum að hverfa frá fyrri áætlunum um raforku- ffamleiðslu með kjarnorku vegna mikillar andstöðu al- mennings við kjarnorkuna. Hjá Landsvirkjun hafa menn lengi rætt um hugmyndirnar um raforkusölu til útlanda, eins og spennandi framtíðarskáldsögu, skemmtilega en óraunhæfa. Menn hafa þó velt málinu gaum- gæfilega fyrir sér, og gefið út nokkrar skýrslur. Sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1975 og var unnin af ráðgjafafyrirtækjunum Londonwatt í Englandi og Virki í Reykjavík. Rannsóknir hingað til, hafa sýnt að rafstrengur til Evrópu verði allt of dýr til að fram- kvæmdin og orkusalan geti borgað sig, en breyttar aðstæð- ur í orkumálum og stórstígar ffamfarir í hönnun sæstrengja breyta nú þessari mynd algjör- lega, þannig að sérfræðingum finnast hugmyndirnar jafnvel orðnar fýsilegar og útreikningar Á alþjóðlegri orkumálaráð- stefnu fýrir nokkrum árum í Reykjavík var því m.a. haldið ffam af einum sérfræðingi Orku- stofnunar, að nýtanlegar jarð- hitaauðlindir fslands væru meiri en allar þekktar olíu- og gaslind- ir Evrópu. Ef þetta er rétt, er kannski orðið tímabært fyrir stjórnvöld, að gera alvarlegar framtíðaráætl- anir um nýtingu þessara orku- linda til orkusölu til útlanda, nú þegar tæknilegar forsendur virðast loks vera fyrir hendi. Áætlanir Landsvirkjunnar, sem nú eru fýrir hendi, gera ráð fyrir að minnsta kosti 950 kíló- metra sæstreng, sem yrði lagður til Skotlands um Færeyjar, með flutningsgetu upp á um 500 megawött, sem yrðu flutt í formi jafnstraums með 450 til 500 kílóvolta spennu. Helstu tæknilegu örðugleikarnir við þessa ffamkvæmd er hafdýpið, sem er allt að 1000 metrar á milli Færeyja og Skotlan is. Dýp- ið á milli fslands og Færeyja, þar sem hægt væri að leggja um framkvæmdum. Sá strengur er tvöfaldur og hvor hlutinn 127 kílómetra langur. Strengur- inn liggur á allt að 560 metra dýpi, sem er nokkuð meira en meðaldýpið á milli íslands og Færeyja. Sérhannað skip var smíðað fýrir lagningu strengsins þar sem eigin þyngd hans er um 48 kg/m, sem er meiri en dæmi voru um áður. Ekkert liggur fyr- ir um á þessu stigi málsins, hvort þetta sérsmíðaða skip gæti nýst við lagningu sæstrengs ffá íslandi. Fyrsti alvöru háspennustreng- urinn fýrir jafhstraum, sem lagð- ur var á mjlli tveggja rið- straumskerfa, var lagður á milli Svíþjóðar og Gotlands árið 1954. Síðan hafa strengir verið lagðir á milli margra megin- landa og eyja og er stærsta ffam- kvæmdin af því tagi, lagning fjögurra tvöfaldra sæstrengja á milli Bretlands og Frakklands, 65 kílómetra yfir Ermasund. VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.