Vikan


Vikan - 19.11.1987, Qupperneq 18

Vikan - 19.11.1987, Qupperneq 18
““ Ár hinna frumlegu titla Reykholt neCnist nýtt út- gíifufyrirtæki sem stoCnað hefur verið í Reykjavík. Reykholt sendir íjórar bæk- ur Crá sér fyrir jól. Og engu likara en að forlagið hafi í upphafi síns ferils tryggt sér einn af öndvegishöfiindum þjóðarinnar. Indriði G. Þor- steinsson sendir Crá sér nýja skáldsögu - „Keimur af sumri“ heitir hún. Átta ár eru síðan Indriði sendi síð- ast Crá sér skáldverk, en það var skáldsagan „Unglingsvet- ur“. í Crétt Crá hinu nýja for- BÆKUR \ lagl segir að í sinni nýju bók Cari Indriði kunnar slóðir og að „Keimur af sumri" sé tímamótaverk eins og önnur verk Indriða. Maðurinn og skáldið Sigfús Daðason skáld hefúr safhað miklu efúi um Stein Steinarr og gefúr nú út á bók. „Maðurinn og skáldið" nefúist það verk og Reykholt gefur út. Hver var maðurinn á bak við ljóðin? Hvernig var líf þessa snillings orðsins? Um það fjallar bók Sigfúss — sem hefúr og að geyma myndir ffá ýmsum ævi- skeiðum Steins og óbirt Ijóð og greinar. Gangandi íkorni Gyrðir Elíasson, hið þekkta ljóðskáld, sendir frá sér sína fýrstu skáldsögu á þessu hausti — og ber hún ofanskráð heiti. „Þetta er sagan um dreng sem er í fóstri hjá gömlu fólki úti á landi og virðist lifa fábreyttu lífi, en hann á sér sinn eigin heim og áður en lýkur lendir hann í mjög óvenjulegum ævintýrum," segir í frétt frá Máli og menn- ingu sem gefur bókina út. Mál og menning gefúr reynd-' ar út á þessari vertíð nokkrar bækur sem eiga frumlega titla sameiginlega: „Söngur villiand- arinnar" — og fleiri sögur eftir Einar Kárason og „Stálnótt" eftir Sjón. „Stálnótt" er fyrsta skáld- saga Sjóns og er „óvengjuleg og sterk eins og við mátti búast,“ segir forlagið í fréttatilkynn- ingu. „Hún er í anda vísinda- skáldsagna, ffamtíðarsýn þar sem notaðir eru þættir úr ævin- týrabókum og hryllingssögum í bland við bíómyndir samtímans. Indriði G. Þorsteinsson rithöfúndur. Hann sendir nú frá sér skáldsögu sem nefhist „Keimur af sumri“. Átta ár eru síðan „Ung- lingsvetur“ Indriða kom út - þannig að höfundurinn heldur sig enn við árstíðimar þótt nokkuð liði milli hryðjanna. Bók sem einkum höfðar til ungs fólks." „Hringsól" nefnist ný bók eft- ir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. ..mikil að vöxtum,“ segir for- lagið í frétt, „...á áhrifamikinn hátt rakin örlaga saga íslenskrar konu, og spannar bókin tímabil- ið frá fjórða áratugnum og ffarn á vora daga.“ —GG Á valdi tilfinninganna z HEILABROT Stundum blossar pólitísk- ur átrúnaður á íslandi upp — gamlar ástir og ævintýr standa ljóslifandi fyrir sjón- um dagblaðsskríbenta og hinn almenni lesari er allt í einu farinn að fylgjast með blóðugu hanaati. Pólitískt ofetæki er án efa pest okkar aldar. Ofstæki, hvort sem það er af pólitískum toga eða trúarlegum, kemur jafnan auga á „sögulega nauðsyn“ í hvers kyns óhæfúverkum, jafnvel borgara- styrjöldum og fjöldamorðum. Þessa dagana ausa menn kaldastríðssvívirðingum hver yfir annan vegna fornra skjala um milliríkjamakk út af bandaríska herliðinu í Keflavík. Samt liggur í augum uppi að það er ástæð- 16 VIKAN ulaust að halda látnum stjórn- málamönnum í guðatölu. Þeir voru langt ffá því hlutverki á meðan þeir lifðu, ætluðu sér sjálfir aldrei að verða heilagir menn, og affarasælast fýrir þjóð- ina að upplýsingar séu metnar í ljósi sögunnar og reynt að læra af þeim. En það er eins og upplýsing- ar, vitnisburður um liðna tíð, nægi hvergi til að draga úr póli- tískri blindu. Hinir religíösu æða fram bölvandi staðráðnir í að láta sér ekki segjast. Ofetækið hefúr einnig verið vakið vegna fyrirhugaðrar ráð- hússbyggingar í Reykjavík. Stjórnmálamenn eru hvað effir annað staðnir að því að fýrirlíta í raun lýðræði. Menn eru ekki tilbúnir að hlusta á rödd almúg- ans, jafhvel ekki þegar í ljós kemur að fólk hefúr brennandi áhuga á einhverju tilteknu mál- efhi, vill skipta sér af því sem valdsmenn aðhafast. Pólitík er manninum eiginleg. Trúarbrögðin Iíka. En hvorugt þetta er manneskjulegt þegar skoðanir og trúarleg sannfering fer aðeins að höfða blint til til- finninga; skynsemi og upplýstri umræðu er ekki hleypt að. Sum- ir stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir, eða óttast, venjuleg- ar rökræður. Það er eins og þeir þekki ekki annað en ofstækisleg viðbrögð og móðursýki þess trúaða. í kjölfar slíks tilfinnioga- grauts kemur jafhan þögn og uppgerðaráhyggjuleysi almenn- ings og á meðan fara ráðamenn sínu fram. —GG. LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.