Vikan


Vikan - 19.11.1987, Side 20

Vikan - 19.11.1987, Side 20
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: í nafni réttlætis Það varð aldeildis uppi- stand um daginn hjá okkur héma í sveitinni. Það á bara ekki af okkur að ganga. Fyrst var þetta vesen með slátur- leyfið langt fram á haustið, því yfirdýralæknir vildi ekki skrifa upp á húsið og sagði að það væri allt sprungið og alltof gamalt. Hann hafði það svo eftir einhverjum sem hann talaði við í símann að það væri rottugangur og vatnið væri baneitrað. Það er auðvitað haugalygi því þetta er sama vatnið og ég hefi um árabil notað til að hella upp á könnuna með, og mér er aldrei misdægurt. Svo kom sláturleyfið eftir að það var búið að tala við alla þing- menn kjördæmisins fyrir sunnan. Það átti svo að byrja að slátra á mánudagsmorgni en það vildi þá ekki Siggi í Tröð, hann er í sláturhússtjórninni. Hann er svo hjátrúarfullur og vill ekki byrja á neinu á mánudagsmorgni. Það er eftir gömlu trúnni: — Mánu- dagur til mæðu, þriðjudagur til þrautar og svo framvegis. Eftir fund í hreppsnefndinni með sláturhússtjórninni var því á- kveðið að byrja á fimmtudags- morgni klukkan átt. Hvað haldið’ið? Þegar slátur- hússtjórinn mætti upp úr sjö þá höfðu þrír strákar um tvítugt hlekkjað sig við færiböndin í mótmælaskyni við landbúnaðar- stefhuna. Þetta voru strákar að sunnan, í einhverjum grasætu- samtökum, sem aldrei láta kjöt- bita inn fyrir sínar varir, enda voru þeir fölir. Einn þeirra sem virtist vera fyrirliðinn las upp yfirlýsingu þar sem þeir til- kynntu að þeir gerðu þetta til að mótmæla landbúnaðarstefhu ríkisstjórnarinnar. Þeir mót- mæltu því að þeir sem aldrei neyttu kjöts þyrftu að greiða háa skatta vegna niðurgreiðslna til bænda, á við kjötæturnar. Svo mótmæltu þeir að við skyldum hafa fengið sláturleyfið út á gamalt og úr sér gengið hús með sprungnum veggjum. Eins og kindunum sé ekki sama hvort þær eru skotnar í gömlu eða nýju sláturhúsi. Það er varla hægt að segja ó- grátandi frá þessu. Það er alveg makalaust hvað yfir eina firið- sama sveit getur gengið. Slátur- hússtjórinn þreif í þennan fyrir- liða og ætlaði í bókstaflegri merkingu að fleygja honum út með það sama, en þá tók keðjan í, en henni var tvíbrugðið í gegnum færibandið og síðan fest með hengilás af stærstu gerð. Hreppsnefndin og sláturhús- stjórnin voru kölluð saman í snarhasti á fund og það var rætt um hvernig við skyldum bregðast við. Sláturhússtjórinn vildi saga sundur keðjurnar og bara fleygja þeim út. Siggi í Tröð vildi sprauta á þá vatni. Það urðu nokkrar umræður um hvort vatnið ætti að vera heitt eða kalt. En í sama mund feng- um við boð um að það væri kominn fjöldi af fféttamönnum að sunnan, bæði akandi og fljúg- andi. Hreppstjórinn kvað þá upp úr með það að hyggilegast væri að fara varlega í sakirnar og láta bara mótmælendurnar dúsa við fáeriböndin og sjá til fram yfir hádegi. Starfsfólkinu skyldi gefið frí til morguns. Sláturhús- stjórinn sagðist ætla að taka hit- ann af húsinu og setja kælinguna á. Siggi í Tröð vildi hafa tilbúna menn ef mótmælendur færu á klósettið því þá þyrftu þeir að opna hengilásana á keðjunni og þá væri tækifæri að fleygja þeim út. En tíminn leið og mótmæl- endur stóðu sem fastast hlekkj- aðir við færiböndin. Þó hrepp- stjórinn reyndi að vera rólegur þá fór voðalega í taugarnar á honum að strákarnir skyldu hafa strengt borða þvert yflr vinnu- salinn þar sem á stóð: - Við mótmælum í nafni réttlætis. Og svo höfðu þeir teiknað stóra andlitsmynd af hreppstjóranum með hrútshorn. - Æ, bara þeir hefðu haft hauskúpu og leggi eins og mót- mælendur í útlöndum gera, stundi hreppstjórinn og reyndi að halda ró sinni. Og ffétta- mennirnir tóku myndir af öllu saman, og þeir tóku meira að segja viðtöl við föla fyrirliðann hjá Sjónvarpinu og Stöð 2. Mót- mælendurnir gættu þess að brosa og snúa vel við myndavél- unum. Sláturhússtjórinn ætlaði að reka allt óboðna stóðið út úr sláturhúsinu en þá sagði einn fféttaljósmyndarinn bara með snúð: — Hvað, ætlarðu að beita okkur ofbeldi? Svo að slátur- hússtjórinn hætti og stundi: — Svo er komið, að það er ofbeldi að reka fólk út úr eigin húsi. Ekki þurffu grasæturnar að fara á klósettið þó komið væri ffam yfir hádegið og þeir voru ófeimnir við að teygja úr hon- um litla sínum og spræna á gólf- ið þó að stjórn verkakvennafé- lagsins væri komið á staðinn. Þær snéru sér ekki einu sinni undan en héldu bara áffam að skamma hreppstjórann og slát- urhússtjórann. Þeir yrðu að gera eitthvað. Formaður verka- kvennafélagsins var fok-ill og sagði að þær færu í hart ef það yrði höfð af þeim atvinnan og kindurnar yrðu sendar í eitt- hvert annað sláturhús. Síðan strunsaði formaðurinn út og sagðist ætla að hringja í hann Ásmund hjá Alþýðusamband- inu. — Við skulum reyna að fá hann Gvend jaka norður, þeir hljóta að verða skíthræddir við hann, sagði önnur úr stjórninni. Allt í einu snarstoppaði for- maður verkakvennafélagsins í dyrunum og snéri sér ábúðarfúll að hreppstjóranum og slátur- hússtjóranum og þrumaði brúnaþung: — Ég er viss um að yfirdýralæknir tekur aftur af ykkur sláturleyfið ef þið látið þá skíta á gólfið. Þeim brá auðvitað og ákváðu að halda annan fund. Hrepp- stjórinn lagði til að smeygt yrði undir þá plastdúk. Siggi í Tröð fúllyrti að þeir myndu vera með bleiur, þeir hefðu áreiðanlega búið sig vel útí þetta. Sláturhússtjórinn sagði að það væri ekki von á góðu hjá drengjum sem ekki borðuðu lambakjöt reglulega. Það yrðu menn að gera ekki sjaldnar en tvisvar í viku, geðheilsunnar vegna. Fólk bara þroskast ekki eðlileg og heilinn í þeim yrði bara eins og hvítkálsgrautur. — Þetta eru auðvitað kálgarðs- dúkkur, sagði hreppstjórinn mynduglega. Siggi í Tröð vildi hringja í þingmennina fyrir sunnan. - Það er of mikið uppistand, sagði sláturhússtjórinn áhyggju- fúllur. — Þetta er komið í fféttirnar hvort eð er, sagði Siggi. — í öllu falli vekur þetta at- hygli á plássinu og sveitinni, og ætti að auka ferðamannastraum- inn næsta sumar, sagði hrepp- stjórinn og nuddaði saman lófúnum. Ég lagði bara ekkert til mál- ana. Fundurinn stóð langt ffam á nótt og ekki gáfúst strákarnir úr frasætufélaginu að sunnan upp. g lagði bara ekkert til málanna. Sláturhússtjórinn hafði mestar áhyggjur af því að strákarnir óhreinkuðu sláturhúsgólfið og þá yrði sláturleyfið afturkallað. Það var langt liðið á næsta dag þegar strákarnir losuðu sig frá færiböndunum. Þá var kominn geðlæknir að sunnan og hann tók púlsinn og hlustaði þá. Hann taldi nóg komið. Fyrirliðinn hafði fengið niðurgang sem mótmælendur töldu ótvíræðan vott um að vatnið væri mengað eða jafnvel banvænt. Grasæturnar lásu upp yfirlýs- ingu um leið og þeir fóru og bannfærðu vatnið, sláturhúsið og hreppsnefndina, og sögðu að tilgangi mótmælanna væri nú náð því lömbin hefðu fengið að lifa tveimur dögum lengur. Slátrun hófst á laugardags- morgni á eftirvinnukaupi og for- maður verkakvennafélagsins, en hún hreinsar garnimar í sátur- húsinu, hrósaði brosandi út að eyrum, bæði hreppstjóranum og sláturhússtjóranum fyrir frammistöðuna og að þeir skyldu halda ró sinni í þessum ósköpum. Siggi í Tröð var líka ágætur, sagði hún, en hún minntist ekki á mig. Ég var þó búinn að vaka líka allan tímann. 18 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.