Vikan - 19.11.1987, Side 25
Ford
Aðeins ein útgáfa Ford Fiesta er fáanleg, sú
ódýrasta. Vélin er 45 hestöfl tengd fjögurra
gíra gírkassa. Sjálfstæð fjöðrun er á hverju
hjóli á framdrifnum bílunum. Farþegarými
er með góðum sætum. Ford Escort er í dýr-
ari flokki, en smábílarnir, en þó er ódýrasta
útgáfan ekki mjög fjarri dýrari smábílunum.
Fiesta kostar 387.000.
Opel
Corsa LS er lítill framdrifinn bíll, sem um-
boðinu hefúr reynst erfitt að ná niður í
verði, samkeppnin er því erfið. En Corsa LS
sem boðið er upp á er með 45 hestafal vél
og er bæði til þriggja og fimm dyra. Gír-
sldptingin er fjögurra gíra í báðum bílum.
Sæti og klæðning er í vandaðri kantinum.
Opel Corsa kostar frá 397.000.
Seat
Seat Ibiza er þriggja dyra framdrifsbíll frá
Spáni. Vélin er 55 hestöfl og gírkassinn
fimm gíra, hvorutveggja hannað af Porsche.
Farþegarý'mið er m.a. búið vel bólstruðum
sætum, lituðum glerjum og fjöðrunin er
sjálfstæð á hverju hjóli. Ibiza kostar frá
372.000.
Daihatsu Cuore eyðslugrennstur
Félag bíleigenda í Vestur Þýskalandi eru
líklega ein sterkustu og jafnframt kröfu-
hörðustu samtök af sínu tagi á allri jarð-
kringlunni, þýsk nákvæmni sér fyrir því.
Árlega prófar félagið ýmsa bíla og kannar
hluti tengda þeim, sem skipta neytendur
máli. Bensíneyðsla bíla er einn liður í
könnunum ADAC, eins og félagið nefnist.
Niðurstöður þess um eyðslu helstu smá-
bílanna sjást hér að neðan, en þess ber þó
að geta að ekki voru allir bílar kannaðir.
Aðeins var um úrtak að ræða.
Tegund Vélar- stærð cc hestöfl Innan- bæjar þjóðv. 80-90 km/klst við 120 km hraða við 140 km hraða
Daihatsu Cuore 44 840 44 6,1 5,8 6,9 —
Fiat Uno 45 fire 986 44 6,9 5,9 6,1
Lancia Y10 fire 986 44 7,8 5,7 6,1 —
Nissan Micra 981 50 6,9 5,8 7,4 —
Citroén AX 11 TRE 1116 55 7,9 6,0 6,6 7,9
Suzuki Alto 795 40 6,8 6,7 7,2 —
Fiat Panda 750 L 764 34 6,9 6,4 8,0 —
VW Polo 1,3 1263 55 8,6 6,5 7,3
Toyota StarletS 1280 74 8,3 6,2 6,9 9,0
VW Plo 1.05 1043 45 8,2 6,9 7,8 —
VWGolf 1,6 1576 70 8,7 6,2 7,3 8,6
Citroén 2 CV 597 28 7,5 6,9 8,8 —
Ford Fiesta 1.1 1087 49 8,3 6,7 8,0 —
Opel Kadett 1.6i 1587 75 9,2 6,2 6,7 8,1
VW Polo 1.05 1043 45 7,9 7,0 8,5 _
Opel Corsa 1.3L 1281 60 10,4 6,5 7,2 9,1
Opel Kadett 1.3 1281 60 9,5 6,4 7,0 8,9
Suzuki Swift 1.3 GL 1324 60 8,6 7,2 9,1
HondaCivic 1.5i GT 1477 85 9,1 6,8 7,8 9,3
Fiat Ritmo 75 i.e. 1465 75 10,0 7,2 8,1 9,3
Ford Fiesta 1.4 Super 1368 73 9,4 6,9 8,0 10,9
Nissan Sunny Lim. 1585 73 9,1 7,1 8,0 10,5
Renault 11 TX 1709 73 9,4 6,9 7,9 10,6
Lada Samara GL 1285 65 9,2 8,6 9,0
Daihatsu Charade Turbo 986 68 7,7 6,3 8,0 11,6
VW Golf GTI 1781 107 10,3 7,0 8,2 9,7
Mazda 323 1.6i 1586 85 9,8 7,4 8,3 10,7
Opel Ascona 1.6i 1587 75 10,8 7,4 8,2 10,8
SkodaS 105 LS 1046 45 9,6 7,9 9,9
Ford Escort 1,6i 1567 90 10,8 7,3 8,0 9,4
VIKAN 23