Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 36
Stefán Jón Hafstein fjölmiðlafræðingur (umsjónarmaður dægurmálaútvarps rásar 2) hefur sent frá sér æði fróðlega bók sem fjallar um fjölmiðlun austan hafs og vestan. „Sagnaþulir samtím- ans" er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku. Fjallað er um samspil fjölmiðla og markaðsafla á Vesturlöndum og höfundur rekur nokkur sláandi dæmi um áhrif viðskipta- hagsmuna á dag- skrárgerð. Stefán Jón hefur lengstum starfað við íslenska ríkisútvarpið, og hann fjallar um þann fjölmiðil í sérstökum kafla. 111 hvers í fjcmdcmum er þettq? „Sagnaþulir samtím- ans", bók Stefáns Jóns Hafstein, frétta og dag- skrárgerðarmanns, hlýtur að teljast þarft framlag til fátæklegrar umræðu um fjölmiðlun á íslandi. „Af minni hálfu og útgefanda er þessi bók ætluð sem innlegg í íslensku „f)ölmiðlabyltinguna“,“ segir höfúndur í formála. Það ffamlag ber að þakka - bókin enda einkar fróðleg aflestrar og vekur spurningar um stöðu fjöl- miðlunar hér heima. Stefán Jón mun hafa lagt stund á nám í fjöl- miðlafræðum í Bandaríkjunum síðustu misseri. Bók hans ber þess merki, hún fjallar miklu fremur um fjölmiðlun í vold- ugu, kapítalistísku ríki, heldur en fjölmiðlun í dvergríki sem er með tilburði í þá átt að láta eins og stóri bróðir fyrir vestan. Til hvers er útvegað? Á síðustu árum hafa menn sett í gang á íslandi útvarps- stöðvar, sem hafa þann sérstaka tilgang að útvarpa popp-tónlist. í flestum tilfellum koma þessar stöðvar í staðinn fyrir segul- bönd með tónlistarefhi sem vinnustaðir, stórmarkaðir og bíleigendur ella hefðu komið sér upp. Inn á milli dægurflug- anna sem stöðvarnar útvarpa í síbylju allan sólarhringinn er skotið auglýsingum til að borga brúsann, sem og fréttum af og til eins og til að afsaka tilvist stöðvanna. Það er vitað að músik er ódýrasta útvarpsefhið og jafhframt sú skepna sem fæsta hræðir. Þeir sem nú sitja og snúa plötum á nýju stöðvun- um eru uppfullir af vísdómi um að talað mál fæli mannskapinn frá viðtækjunum. Viðtalsþáttur má ekki standa nema í fáar mín- útur áður en honum er skipt með dægurlagi. Og gáið að því: tónlistin má alls ekki vera vitræn. Vísindin sem hinir nýju útvarpsfræðingar og almanna- tengslamenn byggja á eru engin vitleysa, þau eru samansett eftir nákvæma athugun (vestur í USA að sjálfcögðu) — og má því alveg taka þau hátíðlega. Stóra spurningin er hins veg- ar þessi: Hvers vegna eru mennirnir að útvarpa? Eru þeir svo ástfangnir af popp-músik að þeir verði að hafa hana í eyrun- um allan sólarhringinn og kom- ast helst í tæri við milljón hljómskífur inni á litlu stöðvun- um sínum? Finnst mönnunum svona gaman að mása í hljóð- nema, að þeir blátt áffarn sofa ekki fyrr en þeir hafa eignast sitt útvörpunarapparat? Eða er aug- lýsingaútvarp svo klár gróða- vegur nú um stundir, að allir snjallir menn ættu að leggja það á sig að eignast útvarpsstöð til að verða sæmilega bjargálna? Auglýsingaútvarp í kringum popp; í því felst engin sköpun. Fjandakornið. Ég þekki þetta sjálfur. En — hafi maður eignast útvarpsstöð — hlýtur þá ekki næsta skrefið að vera að nota tólið til einhvers vitræns? Á alls ekki að búa til neins konar fféttafrásögn, könnun, athugun, engan þriller, ekkert sem rífur í sálartötrið, hressir bætir, kætir. Á ekki að kanna samfélagið, benda á það sem aflaga fer, benda á það sem er í góðu lagi, miðla skáldskap, fremja leiklist: vera manneskja og nota þekk- inguna, reynsluna, vera forvit- inn? Fræða, skemmta, ala upp fjölhæff útvarpsfólk sem kann að gera kröfur. Til hvers í fjand- anum er þetta! Að mala gull? Nei; við höfum enga trú á því. Það eru til einfaldari leiðir til að ná til sín peningum. Útvarps- stöð er þó nokkuð flókin rekstrareining og dýr að stofri- setja, dýr að viðhalda og svo þarf að borga há laun. Stöðin sjálf er varla nein gullkvörn, þótt hún þyrli á stundum upp gullryki. Eg bar spurninguna upp við greindan kollega: til hvers eru nýju útvarpsstöðvarn- ar? — Til að sefa hugann þar sem maður þreyir tíðina í vinnunni — stakk hann upp á. Kannski. Kannski er mann- eskjan almennt svo sorrí og spæld að hún þarf létt glingló af grammifóni til að sætta sig við lífið úr því kókaín er svo dýrt. Nei. Innst inni vitum við að útvarp er ekki einvörðungu auglýsingamiðill. Sá sem ræður fýrir útvarpsstöð hlýtur á endanum að koma auga á tilgang, finna fyrir vilja til að gera eitthvað vitrænt. Og þó. Á hinum „sjálfctæðu" markaðsstöðvum hvílir nefhi- lega sú skylda að geta sannað það gegnum kannanir að þær séu svo og svo vinsælar. Ella fást ekki auglýsingar; og fáist ekki auglýsingar fáer forstjórinn ekki kaup. Þar af leiðir að einkaút- varpsstöð á íslandi nútímans er hvergi nærri „ffjáls", eins og sagt er. Hún er sett á laggirnar til 34 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.