Vikan


Vikan - 19.11.1987, Page 37

Vikan - 19.11.1987, Page 37
UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON þess að þjóna auglýsingamark- aði og má því aldrei, aldrei víkja af línu hins lygna meginstraums og aldrei, aldrei hætta sér út í þá ósvinnu að flytja eitthvað ffæð- andi vegna þess að ffóðleikur getur verið leiðinlegur eða stuðandi eða hann tekur á þolin- mæðina og þar með hrynja af manni auglýsingatekjurnar. Og hin „frjálsa" stöð getur heldur ekki leyft sér að kosta neinu til; fjárfesting í efhisþáttum eða út- gjöld sem ekki skila sér sjálf- krafa aftur í formi fleiri auglýs- inga eru í rauninni útilokað mál. Hin „frjálsa" stöð er því miður aðeins frjáls á meðan hún held- ur sig innan sinna eigin hags- munamarka. Á öld upplýsinga Bók Stefáns Jóns, „Sagnaþulir samtímans" ber undirtitilinn .Jjölmiðlar á öld upplýsinga“. Það gengur þó fram af blöðum Stefáns Jóns að í upplýsinga- þyrstum samtíma getur reynst örðugt að reka fféttaþjónustu með nokkuri reisn: Eigendur blaða, tímarita, sjónvarps- og út- varpsstöðva eru oftar en ekki fjármálamenn sem hafa í raun takmarkaðan áhuga á útvarpi eða blaðamennsku sem fagi; þeir eru í leit að hámarksgróða og gera það iðulega með því að taka ffam fýrir hendurnar á rit- stjórum og framkvæmdastjór- um. Stóri bróðir sem í raun ræð- ur öllu ákvarðar línuna. Stefán Jón vitnar á einum stað í Adolf Hitler: .AJlur áróður verður að vera aðgengilegur og laga sig að andlegu stigi og móttökuhæfni hins sísta á meðal þeirra einstakl- 'inga sem áróðurinn beinist að. Þess vegna verður vitrænt plan áróðurs að lækka í réttu hlutfalli við fjöldann sem hann á að stýra... Móttökuhæfni múgsins er mjög takmörkuð, skilningur hans einkar lítill; hins vegar á hann mjög auðvelt með að gleyma. Því verður að takmarka allan áróður við fáein atriði." Þetta vita allir sölumenn. í USA og hér Stefán Jón fjallar um banda- ríska fjölmiðla og bandarískan veruleika - á mjög svo skipuleg- an og ffæðandi hatt. Og kemur jafnffamt að tækniþróun og bendir á hvernig fjölmiðlun mun trúlega þróast á næstunni. Hér á landi hefúr margt gerst í þessum efnum á síðustu árum. Margt? Já; fleiri útvarpa, fleiri gefa út blöð og tímarit, fleiri auglýsa, fleiri leggja fjármagn í fjölmiðlun af einhverju tagi. Og nokkrir áhugamenn hafa stofnað félag gegn hávaðamengun. Magnið hefur vissulega marg- faldast. En menn efast um gæðin. Er ekki ástæða til að líta upp úr kafínu, ná andanum og jafnvel svipast um? „Sagnaþulir samtímans" er ákaflega þarft framlag — og ætti að hvetja ein- hvern til að huga nánar að ís- lenskum fjölmiðlunarveruleika. —GG. Blaðamannafélag íslands er nírætt um þesar mundir. Og blaðamennskan hefur breyst á þeim tíma. Myndin er frá sýn- ingu í listasafni ASÍ. Ungir blaðamenn virða fyrir sér mek- anisma fornrar ritvélar. / MENNiNG VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.