Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 47
„HVAIFRWUNARMENN
ERU Á VHUGÖTUM"
- segir Siguröur
Njálsson skipstjóri
á Hval 9 í
Viku-viðtali
Hvalveiöar íslendinga
hafa veriö mjög í sviös-
Ijósinu í sumar. Umfjöllun
fjölmiðla hefur þó veriö
afar einhliöa, og miklu
fyrirferðarmeiri hefur
verið áróöur þeirra sem
eru á móti hvalveiðunum.
Nánast aldrei heyrast
viöhorf þeirra sem hafa
hvalveiðar aö atvinnu.
Kemur þeim málið ekkert
við? Eða hafa þeir ekkert
til málanna aö leggja?
Eru þetta mistök frétta-
manna eða eru þeir
vísvitandi að reka áróður
gegn hvalaveiðum?
Ef að útlendir áróðursmeist-
arar og ff iðunarmenn eru á ferð-
inni þá eru þeim yfirleitt allar
dyr opnar að fjölmiðlum og
fréttastofum. Þessi gestrisni er
þó vanþökkuð því erlendis fer
þetta fólk yfirleitt hörðum orð-
um um Islendinga, fégræðgi
þeirra og mannvonsku. í Banda-
ríkjunum þar sem öflug samtök
grænfi-iðunga, og yfirvöld reynd-
ar ekki undanskilin, hóta íslend-
ingum viðskiptaþvingunum láti
þeir ekki af grimmdarlegum
hvalveiðum, þá gleymist að geta
þess í umræðunni að íslending-
ar eru ekki grimmari en svo að
þeir eru meðal örfárra þjóða í
heiminum sem ekki hafa her-
skyldu og þjálfa því ekki ungt
fólk sitt gagngert til manndrápa.
Af lýsingum friðunarmanna
og hvalavina í útlendum blöð-
um þá eru íslenskir hvalveiði-
menn ímynd hins illa, hrotta-
fengin rustamenni sem ganga til
vinnu sinnar blóðugir upp fyrir
axlir, drepandi blessaða hvalina
af fégræðgi og morðfysn ein-
göngu. Slíkar fúrðulýsingar hafa
sést í útlendum blöðum. Yfir-
leitt hafa íslenskir fjölmiðlar
þagað þunnu hljóði og sýnt lít-
inn áhuga á að draga fram í dags-
ljósið aðrar hliðar á hvalamálum
og hvalveiðimönnum, - draga
fram í dagsljósið þá mynd af
þeim mönnum sem stundað
hafa hvalveiðar í áratugi að þeir
eru ekki síður góðir þegnar en
aðrir sem stunda atvinnu sína af
trúmennsku og kunnáttu. Þeir
þekkja til hvalanna betur en
flestir aðrir og skilja betur en
flestir aðrir þegar stunda verður
hvalveiðar í hófi, þannig að
stofnar rísi undir veiðinni. Of-
veiði kæmi þeim sjálfúm fyrst
og fremst í koll.
Til að kanna viðhorf hval-
veiðimanns leggjum við nokkr-
ar spurningar fyrir Sigurð Njáls-
son skipstjóra á Hval 9.
— Nú eru hvalveiðar umdeild
atvinnugrein og þeir sem þar
eru að störfúm verða oft fyrir
ákúrum og ádeilum. ímynd
sumra friðunarmanna sem dreg-
in hefur verið upp af ykkur hval-
veiðimönnum er að þið séuð
hinir verstu sjóræningjar, gang-
ið til verka blóðugir upp fyrir
axlir og látið gróðasjónarmiðið
eitt ráða. Hvert er þitt sjónar-
mið? Þú hefur stundað hvalveið-
ar lengi?
— Ég byrjaði á hvalbát árið
1954 sem messa-strákur fýrst og
svo varð ég háseti árið eftir.
Stýrimaður varð ég 1959 og til
1969 og svo varð ég skipstjóri
1970. Eg er mjög ósammála
þessum viðhorfúm hvalafriðun-
armanna. Það er slæmt hvað
þeir segja oft ósatt. Við erum
þarna út á miðunum og fylgj-
umst með þessu, og þetta hefur
verið stundað af mikilli skyn-
semi í gegnum árin. Áhersla er
lögð á góða nýtingu á því sem
veitt er og áhersla er lögð á að
hvalurinn sé góð vara til
manneldis. Þess vegna er líka
lögð áhersla að við séum ekki of
lengi úti í hverjum veiðitúr. Við
tökum til dæmis bara tvær lang-
reyðar í hverri veiðiferð, eða
fjórar sandreyðar, en þær eru
minni. Við tókum líka bara tvo
búrhvali á meðan þeir voru
veiddir. Þannig að það hefur
alltaf verið unnið að þessu af
umhugsun og skynsemi. Það er
strangt með að taka ekki of smá
dýr. Stærðarmörkin eru 50 fet á
langreyði og 35 fet á sandreyði.
Það var einnig 35 fet á búrhvali
á meðan hann var veiddur. Nú
eru það aðeins langreyðar og
sandreyðar sem hafa verið
veiddar. Steypireyðurinn var
friðaður fýrir nokkrum árum.
Steypireyð og hnúfubak hefur
fjölgað mjög og virðast þeir
stofnar vera orðnir nokkuð
sterkir núna. Það var mjög geng-
ið á hnúfúbakinn áður. Til dæm-
is fýrstu 5 árin sem ég var í
þessu sáum við bara einn hnúfu-
bak. En nú er orðið mikið af
honum.
— Friðunarmennirnir nota
mikla tækni í sínum áróðri og W
láta í veðri vaka að þetta séu r
VIKAN 45