Vikan


Vikan - 19.11.1987, Side 50

Vikan - 19.11.1987, Side 50
Texti: Árni Sigurðsson Þó að tóbakið hafi ekki borist til Evrópu fyrr en eftir að Kól- umbus sigldi í vesturátt yfir Atl- antshafið í þeirri von að finna Indland, hófust pípureykingar í Evrópu heilum fimmtán hundr- uð árum fyrir för hans, ef ekki fyrr. Keltar reyktu ilmríkar kryddjurtir í járnpípum sem þeir útbjuggu í þeim tilgangi. Forn- leifafræðingar hafa sannað tilvist járn- og terrakotta-pípa'1 á jafn fjarlægum stöðum frá hvor öðr- um og Ítalíu, Rússlandi og ír- landi. Freskumyndir sem grafnar hafa verið undan öskunni í Pom- peii sýna menn reykjandi pípu, ánægða á svip sem fór eftir gerð jurtarinnar sem reykt var í það og það sinnið. Það voru amerísku indíánarnir sem þróuðu pípureykingar á tóbaki. Þær gegndu trúarlegum tilgangi. Einn liðsmanna í leið- angri Sir Walters Raleigh reit að innfæddir teldu tóbakið sérstaka gjöf frá „Andanum Mikla“ - gjöf svo öfluga að hún verndaði stríðsmenn og lægði öldur hafs- ins fyrir fiskimenn. Fyrstu evrópsku pípurnar voru einfaldar að gerð og úr leir. Það var ekki fyrr en upp úr 1660 að pípur tóku á sig skrautlegri mynd. Þegar leið á átjándu öld- ina var farið að gera pípur úr silfri, postulíni, jaðe og agati. Það var öld hagleikssmiða í pípugerð en þrátt fyrir fegurð skrautpípa sem þessara hentuðu þær illa til reykinga og leir hélt áfram að vera grunnhráefnið í pípur þar til merskúmspípur2' komu til sögunnar. Þær voru oft fagurlega útskornar í líki þekktra manna. Hagleikssmiðir í París gerðu svo fagrar pípur að þær seldust þá fyrir 50 pund, en þá upphæð má margfalda tíu til fjórtán sinnum til að fá út núvirði þeirrar fjárhæðar. Enskir pípu- gerðarmenn gerðu pípur sem persónugerðu jafnvel þjóðsög- una um viðureign St. Georgs og Drekans, en algengara var þó að þær væru í líki þekktra manna, t.d. Wellingtons hershöfðingja, en það var kaldhæðni örlaganna að hann reyndi að stöðva tóbaks- notkun í breska hernum. Þar til briar-rótin hélt innreið sína í pípugerð voru pípur aðal- lega gerðar úr merskúmi og postulíni fyrir hástéttina en úr leir fyrir hinar vinnandi stéttir. En pílagrímsferð að fæðingar- stað Napóleóns átti eftir að breyta því öllu. 48 VIKAN Margar þjóðsögur hafa spunn- ist út frá því hvernig farið var að nota briar-rót í pípugerð svo ekki er kannski mikið mark tak- andi á sögunni en hún fylgir samt hér með. Hún er á þá leið að franskur merskúmspípufram- leiðandi var í pílagrímsferð að fæðingarstað Napóleóns á Kors- íku árið 1821, þegar uppáhalds- pípan hans brotnaði. Pípufram- leiðandinn bað innfæddan hag- leikssmið að gera sér alveg eins pípu en þar sem hráefni var af skornum skammti valdi hann briar-rót til pípugerðarinnar. Þessi tilraun á að hafa tekist svo vel að pípuframleiðandinn sá til þess að vænar birgðir briar-rótar voru fluttar til St. Claude, þorps er liggur hátt í Júra-fjöllum við landamæri Frakklands og Sviss, en þar er að finna úrvals tré- skurðarmenn. Árið 1860 fóru nokkrir þeirra til London og hófu pípugerð þar sem síðan hef- ur vaxið í iðnað sem flytur út ár- lega pípur fyrir 5.000.000 pund. Brier er það sem á íslensku kallast hvítlyng, en það er suður- evrópskur runni. Úr rótum hans eru gerðar hvað bestar reykjar- pípur. Hin sanna brier-pípa er aðeins gerð úr afar harðri og þurri rót fullvaxins runna, sem getur verið allt að 250 ára gamall. Mikil vinna felst í að búa til góða brier-pípu. Fyrst þarf að velja hentuga rót, sem síðan er hreinsuð og rannsökuð til að finna hvort í henni leynist gallar eða sprungur. Hún er því næst geymd í jarðvegi í nokkra mán- uði, og því næst skorin í kubba, sem pípan er síðan gerð úr. En áður en það er gert eru kubbarn- ir skoðaðir að nýju, soðnir í vatni í tólf tíma til að drepa það líf sem kann að leynast í þeim og að lokum komið fyrir í þurrkun- arhúsum þar sem þeir eru geymdir í sex mánuði. Aðeins þá, eftir þessa vandlegu meðferð, er brier-rótin send til sjálfra pípugerðarmannanna. Áður fyrr var hver pípa skorin til í höndunum en með aukinni ásælni í brier-pípur var þróaður sérhæfðar vélar sem skera og

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.