Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 52
Pípumaður ársins 1986, sjálfur utanríkisráðherra Dana, Uffe Ellemann Jensen, krýnir hér eftirmann sinn, pípumann ársins 1987 í Danmörku, Henning Moritzen. undir úr þeim tóbaksblöðum sem komu til hans óskorið. Þar blandaði hann saman ýmsum tegundum eftir óskum kaupand- ans og smátt og smátt festust ákveðnar blöndur í sessi. Upp frá slíkum rótum uxu stóru tóbaksfyrirtækin eins og Players, Gallaher og Rothmans. Við lok nítjándu aldarinnar fór pípu- tóbak að verða þekkt undir ákveðnum tegundarheitum. Galdurinn við gott tóbak ligg- ur í þvi hvernig það er blandað. Framleiðendur gæta uppskrift- anna eins og ríkisleyndarmála. Þær eru margar og stundum gerðar sérstaklega með ákveðnar píputegundir í huga. Því Ijósara sem tóbakið er og fínna skorið því hraðar brennur það og reyk- urinn verður heitari. Rakara, grófar skorið og dekkra tóbak brennur hægar. Nokkra þjálfun þarf til að halda glóðinni í slíku tóbaki. Á milli þessara tveggja póla eru svo margar útgáfur. Hollenskar blöndur sem og þær skandinavísku þykja góðar fyrir byrjendur því þær ilma vel auk þess að vera mildar og bragð- góðar. í Bretlandi nýtur Dunhill tóbakið mikilla vinsælda en það hefur verið að skapa sér nafn hér á landi. Það er nefnt hér, því í þeim tegundum sem Dunhill framleiðir kemur fram sá munur sem getur verið á tóbakinu. Þeir framleiða þrettán tegundir sem verslunin Björk í Bankastræti hefur sérpantað og selur nú, því þeir urðu varir við að menn spurðu mjög eftir því. En er mik- ill munur á þessum tegundum? Sölvi Óskarsson svaraði því til að það sem einn segði um tóbak væri annar á allt annarri skoðun um. Því skipti smekkur manna sennilega mestu þegar valið væri píputóbak. Eftir ritlingi sem Dunhill fyrirtækið gefur út, þar sem hverri tegund er lýst, á ein tegund að vera sterkari en önnur 50 VIKAN en Sölvi sagði að hann ræki sig á það alloft að kúnninn væri þó stundum á allt annarri skoðun. En hann benti á það úrval sem Dunhill bíður upp á. Það mild- asta væri „Early Morning," og svo væru til allar mögulegar teg- undir fram á kvöldið en þá væri hægt að troða í pípuna tóbaki sem héti „Night Cap,“ en það er dökkt tóbak, svolítið sterkara og gefur fyllra bragð, svona fyrir svefninn. Þegar sá sem þetta rit- ar spurði hvort menn tækju þetta svona bókstaflega, að reykja margar tegundir yfir daginn, þá sagði Sölvi að þeir væru til sent það gerðti og þætti gott. „Menn eiga sér ákveðnar tegundir fyrir ákveðnar stundir og það fer oft nokkuð eftir því hvað menn eru að gera eða hvernig liggur á þeim, hvaða tegund þeir reykja.“ Miklu skiptir líka að rétt sé troðið í pípuna og rétt kveikt í. Tekur það yfirleitt nokkurn tíma að ná góðum tök- um á því. Þeir sem reykja pípur gæta þess að eiga ekki bara eina pípu heldur nokkrar, því pípan þarf að fá að kólna áður en troðið er í hana aftur og kveikt í. Einnig þykir gott að hvíla pípur í fáeina daga, til að leyfa þeim að þorna og jafna sig. Pungur sem hægt er að geyma tóbakið í sem og píp- una þykir einnig nauðsynlegur útbúnaður fyrir vanan pípureyk- ingamann. Pípugerðir og manngerðir En hvernig velur maður góða pípu? Sennilega eru ráðleggingar jafn margar og pípureykinga- menn eru margir. Nokkurgrunn- atriði má þó hafa til hliðsjónar. í fyrsta lagi þarf pípan að hafa munnstykki sem gefur þér gott hald á pípunni þegar þú ert með hana uppi í þér, svo hún renni ekki til beggja hliða. Hún ætti að vera af réttri þyngd, en það er persónubundið atriði. Ef hún er of þung er eins og aðdráttaraflið togi í neðri kjálkann en ef hún er of létt á hún til að skoppa um í munnvikinu. Þeir sem selja pípur hafa oft orðið vitni að skemmtilegum sér- vitringshætti pípureykinga- manna sem vitaskuld á fyllilega Pípureykingar eiga sér rætur í gamalli hefð. Þær eru stundað- ar af háum sem lagum í flestum ef ekki öllum löndum heims og eru ekki bara bundnar við karl- þjóðina. rétt á sér. Sölvi Óskarsson sagði að eitt sinn hefði gamall og virðulegur viðskiptavinur komið til að velja sér nýja pípu því sú gamla var orðin of lúin. í þann mund sem hann er búinn að velja sér bogna pípu sem honum leist vel á þá kemur kunningi hans inn í búðina en sá var líka pípureyk- ingamaður. Hann gengur til hans og þegar hann sér hvaða pípu kunningi hans var búinn að velja sér þá segir hann: „Þú getur ekki farið að reykja bogna pípu, Sigurður minn, ég bara líð jjað ekki. Það eru bara ævintýra- menn, sjómenn og aðrir sem ekki hafa fast land undir fótum sem reykja bogna pípu. Ef við viljum láta taka mark á okkur þá reykjum við beina pípu.“ Svona ræddu þeir fram og aftur um persónuleika pípunnar. „En við hættum ekki á að blanda okkur í umræðuna," sagði Sölvi og bætti við að sá sem þetta sagði og reykti beina pípu tók þetta svo alvarlega að hann setti aldrei upp í sig bogna pípu. En hvaða manngerðir reykja pípu? Sölvi sagði að þetta væru yfirleitt þolinmóðir rólyndis- menn, spekúlantar, sem veltu fyrir sér lífinu og tilverunni. Hann sagði að nokkrir velþekkt- ir listmálarar væru fastir kúnnar hjá sér, einir fimm eða tíu talsins. „Þetta eru rólegar týpur, ljúfmenni,“ sagði Sölvi að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.