Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 59
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1
Þá eru þriðji sonurinn, Ramon,
og dóttirin, Renee, að hasla sér
völl innan kvikmyndaheimsins.
Ramon lék í spennumyndinni
Turnaround, en Renee sem er
nítján ára lék sitt fyrsta hlutverk í
sjónvarpsmyndinni Babies Hav-
ing Babies sem faðir hennar leik-
stýrði.
Fjölskyldan er mjög samhent
og allir innan hennar styðja hvern
annan af öllum mætti. Hún heldur
að mestu til innan veggja heimil-
isins og Martin segist varla vita
hvernig hann fær öll hlutverkin. -
Ég tek ekki þátt í „félagslífinu" í
Hollywood, ég fer hvorki í veislur
né á frumsýningar. Sem fjöl-
skylda erum við mjög heimakær
og okkur er annt um einkalíf
okkar.
Um börnin segir Martin: - Það
er ofboðslega góð tilfinning að
horfa á þau takasts á við hlutina.
Sérstaklega hef ég gaman af Em-
ilio, en hann er mér meira eins og
bróðir en sonur. Hann er ótrúlega
duglegur. Á fjórum árum er hann
búinn að leika í myndum, skrifa
handrit og leikstýra. Það tók mig
tuttugu ár að ná þessu. —AE.
Peningarnir sem Sheen fékk fyrir að
leika í Gandhi runnu til
góðgerðarstofnana.
Hlutverkið í Apocalypse Now gekk
næstum frá honum. Álagið var svo
mikið að eftir tveggja ára þrotlausar
tökur fékk Sheen hjartaáfall og lá í
dauðadái í nokkra daga.
I Kennedy ásamt Blair Brown sem lék
forsetafrúna, Jacqueline.
VIKAN 57