Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 61

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 61
sætta sig við að maður þurfi að vera á löngurn ferðalögum eða að maður komi aldrei heim fyrr en eftir miðnætti, eftir að sýning- um lýkur.“ Vankostur Heima fyrir tekur hann lífinu með ró og eldar oft ofan í sjálfan sig. Hann fer ekki mikið út á meðal fólks og segir um það: „Mér finnst gott að vera einn og ég er lítið fyrir næturgöltur. Auðvitað er ég þakklátur fyrir velgengnina, sem þó hefur þann vankost að fólk þekkir mig alls staðar. í rauninni er ég afar hversdagslegur í útliti og leik hversdagslega menn og mér þætti miklu betra að fólk kann- aðist við andlitið á mér en vissi ekki á mér deili, þannig að fólk segði með sjálfu sér: „Þennan hef ég séð og líkað vel við.“ Að vera minna þekktur ætti betur við mig.“ Kyntáknið sem ekki vill vera kyntákn andvarpar. „Ronnie Barker hefur þetta eins og þetta á að vera. Hann kemur fram í alls konar gamanþáttum og ég vildi gjarnan birtast sem einhver annar. Fyrst þegar Rene var skapaður - og ég hef tekið eftir að í þessum fyrstu þáttum var ég með miklu meira hár - þá var aðalvandamálið að hafa skemmtilegan „franskan" hreim án þess að hljóma eins og Peter Sellers í Pink Panther. “ Hártoppur „Hvað hárinu á mér viðvíkur þá hefur hárgreiðslumaðurinn minn stungið upp á því að ég væri með hártopp, en ég er ekki hégómlegur. Afi minn varð sköllóttur tuttugu og eins árs og pabbi var alltaf þunnhærður. Þetta hindraði aldrei Yul Brynn- er eða Telly Savalas - og ég hef engar áhyggjur af þessu. Eg er ekki af frönskum ættum og hef aldrei unnið á veitinga- húsi. Ég byrjaði ekki einu sinni að leika fyrr en ég var tuttugu og sjö ára. Til allrar hamingju þá hef ég verið heppinn og unnið stöðugt síðan. Þegar ég var að al- ast upp í Huddlesfield var lítið um pening." í dag getur hann gleymt erfiðu dögunum og getur þar þakkað pundunum fremur en frönkum . . . og þó hann seg- ist ekki vera eyðslukló þá hefur hann þó leyft sér að kaupa Citroén! Draumapían hans Max Headroom Þeir sem hafa horft á þættina hans Max Headroom á Stöð 2 eru örugglega á einu máli um að ann- að eins rugl sé fáséð. Að vísu eru þættirnir bráðskemmtilegir, en þeir eru líka mökkruglaðir. Max þessi er tölvuskrímsli eigi alllítið, og hugulsömum mönnum datt í hug að honum kynni að leiðst kvenmannsleysið þó að ómennskur sé. Því tóku þeir sig til og bjuggu til draumapíuna hans Max, Maxine Legroom. Árangur- inn sést á meðfylgjandi mynd og er bara bærilegur, enda var það Playboy fyrirsætan Sandy Green- berg sem brá sér í gervi Maxine. Dolly fékk einn og hálfan milljarð fyrír tveggja ára samning Stjórnendur sjónvarpsrisans ABC í Bandaríkjunum tóku geysi- lega áhættu þegar þeir ákváðu að ráða Dolly Parton til að sjá um vikulegan skemmtiþátt. Skemmti- þættir hafa ekki gengið f banda- rísku sjónvarpi frá því Carol Burnett var með sinn þátt fyrir mörgum árum. Ýmsir hafa þó reynt, þar á meðal Mary Tyler Moore sem var ein vinsælasta sjónvarpsstjarnan þar vestra, en þáttur hennar kolféll. Stjórnendur ABC eru samt svo vissir í sinni sök að þeir greiddu Dolly rúmlega einn og hálfan milljarð króna (44 milljónir doll- ara) fyrir tveggja ára samning. Dolly segist líka vera viss um að þátturinn eigi eftir að ná miklum vinsældum. Víst er að Dolly Parton færi létt með að stoppa í fjárlagagatið, sem við (siendingar erum stöðugt að vandræðast með. Dolly, sem hefur misst fjölda kílóa undanfarið, var spurð ný- lega hvernig hún hefði farið að því að fá svona nett mitti. Frúin brosti sætt og svaraði: - Það vex ekkert í skugganum. Það er einmitt þessi afslappaða gamansemi sem stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar vonast til að færi þáttunum tilætlaðar vin- sældir. \ STJÖRNUR VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.