Vikan


Vikan - 28.01.1988, Page 24

Vikan - 28.01.1988, Page 24
Derek og Einar Öm í skítakuldanum í íbúðinni. Yíkan með Sykur- molunum í Englandi Hér fer frásögn Jóhanns Óskarssonar, Jóhamars, af ferð hljómsveitarinnar Sykur- molanna til Englands seinni hluta desember s.l. Sem kunnugt er af fréttum hefur hljómsveitin slegið í gegn á Englandi og hefur nú samið við útgáfufyrirtækið Polydor til eins árs. í frásögn Jóhamars kemur fram að breskir poppblaða- menn komu í hrönnum að ræða við Sykurmolana, greint er frá samningaviðræðum við Warner Brothers fyrirtækið, sagt frá ýmsum uppákomum, tónleikum og fleiru. Er þessi grein birtist er hluti Sykurmolanna staddur aftur í Englandi að leggja síðustu hönd á nýja LP plötu sem kemur út í mars og verður fyrsta plata þeirra fyrir Polydor. „Erum við komin hin Bragi tvístígur og gjóar augunum annað slagið til ljósmyndarans, Einar Öm slítur sig frá símanum og bætist í hópinn í sinni piss- grænu hálfermalausu peysu með Þórshamar dinglandi um hálsinn á sér. Björk beygir sig fram og horfir beint inn í myndavélina í rauðum kjól og með sæðis- fmmu úr skíragulli um hálsinn. Þór gerir sig glæp- samlegan í framan og er auð- vitað í Skipperskrækbol og gallabuxum andspænis les- endum Melódímeikers og Sigtryggur er svo kyssilegur og blístrar óskiljanlegan lag- stúf þegar Ijósmyndarinn smellir af. Einar hleypur í símann. Redda- redda. Einar heíúr engan tíma til að láta ljósmynda sig. Þór skiptir um bol í miðri myndatök- unni og fer í modríanbolinn sinn fyrir blessaðar smá- stelpumar. Veit einhver um hvað ég er að tala? Ekki veit ég það. í hléum frá ljósmyndatökunni á sér stað viðtal við Melódí- meikerblaðafígúru eina, krúnu- rakaða innanum kræsingar eins og vatn, bjór, sígarettur, samlok- ur, klámblöð og svo framvegis. Bragi brosir fyrir ljósmyndarann Jón „bassi“ Steindórsson hinn magnaði mixermaður Sykur- molanna. 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.