Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 15

Vikan - 29.09.1988, Side 15
TEXTI: SÆMUNDUR GUÐVINSSON — Hvers vegna ertu að fara til Mallorka rétt eina ferðina? Af hverju farið þið hjónin ekki eitthvað annað, til daemis til ítal- íu, Portúgal, Grænlands eða Flórida? - Við erum búin að fara vítt og breitt um Evrópu, en nú erum við að fara í áttunda sinn til Mallorka. Hvers vegna? Farðu bara sjálfur og þá kemstu að raun um hvers vegna við förum þangað aftur og aftur. Eitthvað á þessa leið fóru orð á milli mín og kunningja míns síðast liðið vor þegar við mættumst niðri í Austurstræti. Ég hafði engan sérstakan áhuga á að fara til Mallorka. Fór þangað sumarið 1974 til að losna undan þjóðhátíðarfár- inu og dvaldi þá í tvær vikur. Fór í allar skoðunarferðir, hefðbundna grísaveislu, lá á ströndinni og eyddi kvöldun- um við að þvarga við landann um þjóðmálin heima, eins gáfulegt og það nú er. Petta var að mörgu leyti skemmtileg ferð, en ekkert sérstök og mér leiðast hópferðir. En ég gat ekki hætt að velta því fyrir mér hvers vegna íslendingar halda áfram að flykkjast þúsundum saman til Mallorka á hverju ári eins og það er orðið mikið úrval ferða í boði í aUar áttir. Hvers vegna alltaf Mallorka? Og svo fór að ég skeUti mér á staðinn til að kanna hvað mér hafði yfirsést þarna um árið. En áður en ég drep á hvers ég varð vísari er rétt að víkja nokkrum orðum að upphafi þess að íslendingar hófu að streyma til Mallorka. Ferðir í 30 ár „Ég fór með fyrsta íslenska ferðamannahópinn beint til Mallorka um páskana árið Ferðaskrifstofan Atlantlk er nteðal íslenskra ferðaskrifstofa sem bjóða Mallorkaferðir. Þessi mynd sýnir aðstöðuna við glænýtt hótel, Royal Christina Við Palmaströnd, sem Atlant- ik býður farþegum sinum. 1958, eða fyrir 30 árum. Þetta var jafnffamt fyrsta íslenska leiguflugið til sólarlanda," sagði Guðni Þórðarson, fyrr- verandi ferðaskrifstofukóngur í Sunnu, í stuttu spjalli um byrjun Mallorkaferða. „Það var tekin á leigu flugvél frá Flugfélagi íslands og hún beið í viku þarna úti eftir hópnum. Gist var á hóteli inni í höfuðborginni, Palma, enda var þá bara eitt hótel á Maga- luf, eitt á Palma Nova og tvö á Arenal. Flugstöðin á vellinum var svona álíka stór og flug- VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.