Vikan


Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 21

Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 21
FORSÍÐUSTÚLKAN „Ég komst ekki í nœrfölin og varð því af 60 þús. krónum" Hún heitir Bryndís og er aðeins sextán ára en hún hefur þegar öðlast reynslu í fyrir- sætustörfum erlendis. Henni er spáð miklum ffama á þeirri braut. í þessu Vikuvið- tali lýsirhún tildrögum þess að hún hóf fyrirsætustörf og framvindu mála. „Ég var með pabba og mömmu í versl- unarferð í London í fyrra og var þá stopp- uð úti á götu af konu sem var þar. Hún spurði mig hvað ég væri gömul og hvaðan ég væri og sagði okkur að hún og maður- inn hennar rækju umboðsskrifstofú fyrir- sæta. Skrifstofan heitir Premier og er ein sú besta í London. Hún sagðist vilja fá mig til þeirra, en pabba og mömmu leist ekk- ert vel á þetta fyrst í stað. Reyndar höfðu tveir aðrir stoppað mig á götunni áður, en pabbi rak þá í burtu.“ Hvers vegna heldurðu að þú hafir vakið eftirtekt? „Líklega af því ég er svo há. Ég er 179 cm á hæð.“ Leikar fóru alla vega svo að Chris, svo hét konan frá Premier, gat talað fjölskyld- una inn á að leyfa Bryndísi að koma til London næsta sumar til að vinna sem fyrir- sæta. Var ekki sagt að ég yrði á labbi allan daginn „Mér var auðvitað lofað gulli og græn- um skógum, sem stóðst nú ekki alveg. Fyrstu vikuna sem ég var úti gerði ég nán- ast ekkert nema skoða mig um. Þegar ég mætti á umboðsskrifstofúna var mér sagt að ég þyrfti að grenna mig. Þetta fannst mér skrítið, því ef nokkuð er, þá hef ég ffekar verið í fitun. Ég átti bara tvær mynd- ir í möppunni minni sem ég fór með til viðskiptavina til að sýna. Ég byrjaði klukkan 8 á morgnana að fara á milli viðskiptavinanna með myndirnar mínar tvær og var að ffarn á kvöld. Sumir tóku manni vel, aðrir rétt litu á þetta og næstum hentu þessu í mig til baka. Þetta gat verið mjög erfitt og niðurdrepandi þegar maður fékk þannig móttökur því í rauninni er ég feimin. Stundum varð ég Hvernig farnast kornungum íslenskum fyrirsœtum á erlendri grund? Er þetta jafn spennandi og œvintýralegt starf og allir halda? Ekki alveg - alla vega ekki samkvœmt reynslu Bryndísar Bjarnadóttur, sextán ára fyrirsœtu sem starfaði í London í sumar. TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Hvernig byrjaði þetta allt saman? „Árni Sæberg Ijósmyndari kom í skólann minn til að taka myndir þegar ég var 12 ára. Hann spurði mig hvort hann mætti taka myndir af mér og ég sagði að það væri allt í lagi. Hann gaf mér svo þessar myndir en sýndi þær líka Guðfinnu og Friðþjófi sem voru með tískuþátt í Nýju lífi. Þeim leist vel á myndirnar og buðu mér að koma og vera í tískumyndum fýrir blaðið." Bryndís var sem sagt ekki nema 12 ára þegar hún hóf fyrirsætustarfið. Núna er hún orðin 16 ára, fædd á kvennadaginn 19. júní, sem þó er ekki hár aldur fyrir stúlku sem fer ein til útlanda. Hvernig kom starf- ið í Englandi til? Forsíðumyndatakan fyrir þetta tólublað Vikunnar er ekki fyrsta myndataka Magnúsar Hjörleifssonar af Bryndísi. Myndina hér fyrir ofan tók hann snemma í sumar í auglýsingabækling iyrir Árblik hf. (Icewear). Magnúsi fannst strax gott að vixma með Bryndísi en neit- ar því ekki að Lundúnaferð hennar hafi Sert hana enn hæfari til fyrirsætustarfa. VIKAN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.