Vikan


Vikan - 29.09.1988, Síða 21

Vikan - 29.09.1988, Síða 21
FORSÍÐUSTÚLKAN „Ég komst ekki í nœrfölin og varð því af 60 þús. krónum" Hún heitir Bryndís og er aðeins sextán ára en hún hefur þegar öðlast reynslu í fyrir- sætustörfum erlendis. Henni er spáð miklum ffama á þeirri braut. í þessu Vikuvið- tali lýsirhún tildrögum þess að hún hóf fyrirsætustörf og framvindu mála. „Ég var með pabba og mömmu í versl- unarferð í London í fyrra og var þá stopp- uð úti á götu af konu sem var þar. Hún spurði mig hvað ég væri gömul og hvaðan ég væri og sagði okkur að hún og maður- inn hennar rækju umboðsskrifstofú fyrir- sæta. Skrifstofan heitir Premier og er ein sú besta í London. Hún sagðist vilja fá mig til þeirra, en pabba og mömmu leist ekk- ert vel á þetta fyrst í stað. Reyndar höfðu tveir aðrir stoppað mig á götunni áður, en pabbi rak þá í burtu.“ Hvers vegna heldurðu að þú hafir vakið eftirtekt? „Líklega af því ég er svo há. Ég er 179 cm á hæð.“ Leikar fóru alla vega svo að Chris, svo hét konan frá Premier, gat talað fjölskyld- una inn á að leyfa Bryndísi að koma til London næsta sumar til að vinna sem fyrir- sæta. Var ekki sagt að ég yrði á labbi allan daginn „Mér var auðvitað lofað gulli og græn- um skógum, sem stóðst nú ekki alveg. Fyrstu vikuna sem ég var úti gerði ég nán- ast ekkert nema skoða mig um. Þegar ég mætti á umboðsskrifstofúna var mér sagt að ég þyrfti að grenna mig. Þetta fannst mér skrítið, því ef nokkuð er, þá hef ég ffekar verið í fitun. Ég átti bara tvær mynd- ir í möppunni minni sem ég fór með til viðskiptavina til að sýna. Ég byrjaði klukkan 8 á morgnana að fara á milli viðskiptavinanna með myndirnar mínar tvær og var að ffarn á kvöld. Sumir tóku manni vel, aðrir rétt litu á þetta og næstum hentu þessu í mig til baka. Þetta gat verið mjög erfitt og niðurdrepandi þegar maður fékk þannig móttökur því í rauninni er ég feimin. Stundum varð ég Hvernig farnast kornungum íslenskum fyrirsœtum á erlendri grund? Er þetta jafn spennandi og œvintýralegt starf og allir halda? Ekki alveg - alla vega ekki samkvœmt reynslu Bryndísar Bjarnadóttur, sextán ára fyrirsœtu sem starfaði í London í sumar. TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Hvernig byrjaði þetta allt saman? „Árni Sæberg Ijósmyndari kom í skólann minn til að taka myndir þegar ég var 12 ára. Hann spurði mig hvort hann mætti taka myndir af mér og ég sagði að það væri allt í lagi. Hann gaf mér svo þessar myndir en sýndi þær líka Guðfinnu og Friðþjófi sem voru með tískuþátt í Nýju lífi. Þeim leist vel á myndirnar og buðu mér að koma og vera í tískumyndum fýrir blaðið." Bryndís var sem sagt ekki nema 12 ára þegar hún hóf fyrirsætustarfið. Núna er hún orðin 16 ára, fædd á kvennadaginn 19. júní, sem þó er ekki hár aldur fyrir stúlku sem fer ein til útlanda. Hvernig kom starf- ið í Englandi til? Forsíðumyndatakan fyrir þetta tólublað Vikunnar er ekki fyrsta myndataka Magnúsar Hjörleifssonar af Bryndísi. Myndina hér fyrir ofan tók hann snemma í sumar í auglýsingabækling iyrir Árblik hf. (Icewear). Magnúsi fannst strax gott að vixma með Bryndísi en neit- ar því ekki að Lundúnaferð hennar hafi Sert hana enn hæfari til fyrirsætustarfa. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.