Vikan


Vikan - 09.03.1989, Síða 20

Vikan - 09.03.1989, Síða 20
KVIKMYNDIR í svona stórmálum er hjónabandinu fleygt Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson, tveir af aðstandendum kvikmyndarinnar Kristnihalds undir Jökli, í Vikuviðtali TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR „Sé hjónabandið ekki tryggt er ekki ráðlegt að dvelja lengi í námunda við Jökulinn!" segir Diddi í Bárðarbúð í Ólafsvík, en hann er einn þeirra fjölmörgu sem trúa á kynngikraft Snæfells- jökuls. Þau sem stóðu að mynd- inni Kristnihald undir Jökli voru ekki jafh heittrúuð á jökul- inn og Diddi þegar þau komu að Arnarstapa í fyrrasumar — a.m.k. ekki í upphafi. Þar voru þau við vinnu í langan tíma, stór og ólík- ur hópur fólks, sem Arnarstapa- mönnum þótti vinna óheyrilega mikið. En þegar þau líta til baka hjónin Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson og rifja upp ýmislegt sem gerðist á meðan á tökum stóð, þá eru þau ekki frá því að eitthvað hafi verið til í orðum Didda ... þó hjónaband þeirra hafi lifað þetta af. Halldór Laxness er faðir Guðnýjar, en hana þekkja flestir sem Dunu. „Pabbi gaf mér kvikmyndaréttinn að Kristnihaldinu þegar ég lauk kvikmyndagerðamámi fyrir sjö árum og þess vegna skírðum við kvik- myndafélagið okkar Umba. Ég var séð og gaf kennaranum mínum Gerald Wilson, sem kenndi handritsgerð, eintak af bók- inni á ensku, svona til að undirbúa jarð- veginn. Þannig að þegar ég hafði samband við hann svona mörgum árum seinna og bað hann að skrifa kvikmyndahandrit eftir bókinni þá þekkti hann verkið mjög vel.“ Charles Bronson andi í myndinni? „Reyndar þekkti hann verk Halldórs fyrir," bætir Halldór við, „því hann hafði lesið Sjálfetætt fólk árið 1947.“ Gamli 20 VIKAN 5. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.