Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 20

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 20
KVIKMYNDIR í svona stórmálum er hjónabandinu fleygt Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson, tveir af aðstandendum kvikmyndarinnar Kristnihalds undir Jökli, í Vikuviðtali TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR „Sé hjónabandið ekki tryggt er ekki ráðlegt að dvelja lengi í námunda við Jökulinn!" segir Diddi í Bárðarbúð í Ólafsvík, en hann er einn þeirra fjölmörgu sem trúa á kynngikraft Snæfells- jökuls. Þau sem stóðu að mynd- inni Kristnihald undir Jökli voru ekki jafh heittrúuð á jökul- inn og Diddi þegar þau komu að Arnarstapa í fyrrasumar — a.m.k. ekki í upphafi. Þar voru þau við vinnu í langan tíma, stór og ólík- ur hópur fólks, sem Arnarstapa- mönnum þótti vinna óheyrilega mikið. En þegar þau líta til baka hjónin Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson og rifja upp ýmislegt sem gerðist á meðan á tökum stóð, þá eru þau ekki frá því að eitthvað hafi verið til í orðum Didda ... þó hjónaband þeirra hafi lifað þetta af. Halldór Laxness er faðir Guðnýjar, en hana þekkja flestir sem Dunu. „Pabbi gaf mér kvikmyndaréttinn að Kristnihaldinu þegar ég lauk kvikmyndagerðamámi fyrir sjö árum og þess vegna skírðum við kvik- myndafélagið okkar Umba. Ég var séð og gaf kennaranum mínum Gerald Wilson, sem kenndi handritsgerð, eintak af bók- inni á ensku, svona til að undirbúa jarð- veginn. Þannig að þegar ég hafði samband við hann svona mörgum árum seinna og bað hann að skrifa kvikmyndahandrit eftir bókinni þá þekkti hann verkið mjög vel.“ Charles Bronson andi í myndinni? „Reyndar þekkti hann verk Halldórs fyrir," bætir Halldór við, „því hann hafði lesið Sjálfetætt fólk árið 1947.“ Gamli 20 VIKAN 5. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.