Vikan - 09.03.1989, Page 34
SKRAUT
Kransakökur eru skreyttar á
margs konar hátt og fer skreyt-
ingin einfaldlega eftir smekk
manna, þó hefur Macintosh
konfektið verið sígilt í gegnum
tíðina og er enn. Einnig eru
kökurnar gjarnan skreyttar
með súkkulaðikrúsidúllum og
gefúm við snið af nokkrum
slíkum hér. Hjá bökurum og
víðar fæst ýmiss konar papp-
írsskraut á kökurnar og einnig
styttur (fermingar, giftingar
eða skírnar). í staðinn fyrir
styttu má hafa uppreistan
hring efst sem í er mynd af við-
komandi.
Smjörpappír er lagður yfir
munstrið og dregin upp eins
mörg af því og á að nota.
Snúið pappímum við og
smyrjið hina hliðina. Þá er
bráðið súkkulaði sett í kram-
arhús sem búið er til úr
smjörpappír og örlítið gat
klippt á oddinn. Sprautið
súkkulaðinu eftir munstrinu.
Til þess að súkkulaðiskrautið
verði ekki of veikbyggt þá er
því hvolft þegar það hefúr
harðnað vel og súkkulaði
sprautað á hina hliðina.
Gott í ferminguna eða á páskaborðið
Bjarki I. Hilmarsson útbjó fínan og afar Ijúffengan veislumat að þessu sinni, sem
hæfir vel hvort sem er í fermingarveisluna eða á péskaborðíð. Svinalundir og
fleira góðgæti er pakkað inn í smjördeig og bakað. Á eftir býður Bjarki upp á afar
ferskan (og litið fitandi) eftirrétt sem er melonukulur í púrtvíni. Melónukúlurnar er
auðvelt að gera en til þess þarf þó sérstaka skeið sem fæst í flestum busahalda-
verslunum, en hana er líka hægt að nota til að búa til litlar ískulur, bua til kulur úr
agúrkum og margt fleira þannig að óhætt er að fjárfesta í þessu ahaldi.
Bjarki er reyndar kominn í sólina á Tahiti núna, þar sem hann vinnur með frönskum
matreiðslumeistara á einhverjum hinna fínu veitingastaða þessarar fjarlægu eyju.
Margir hefðu ekkert á móti því að mæta í mat til þeirra þar... í næstu viku býður
Þorkell Garðarsson upp á matarmikla spánska eggjaköku og síðasti réttur Bjarka að
sinni verður þar einnig en það er ristaður hörpuskelfiskur í karrísósu.
34 VIKAN 5. TBL. 1989