Vikan


Vikan - 29.06.1989, Page 7

Vikan - 29.06.1989, Page 7
LJÓSM.: KATRlN ELVARSDÓTTIR 5J0MVARP 3! roadsiar Cmr ml 4 Tímanna tákn. Benedikt Gröndal stendur hér hjá gervihnattamóttökum sem nú seljast eins og heitar pyls- ur á þjóðhátið. Bang Hann tók vel í að ræða við blaðamann Vikunnar um daginn og sagði frá ýmsu fróðlegu og skemmtilegu. Sumt af því kemur meira að segja svolítið á óvart í dag. TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON S Islendingar voru fljótir að byrja á útvarpi; byrjuðu á einkaútvarpi árið 1926 — bara sjö, átta árum á eftir Bretum og Ameríkönum. En sjónvarpið gekk miklu hægar. Við vorum með sein- ustu þjóðum í Evrópu til að koma okkur upp sjónvarpi. Bæði var þetta dýrt fyrirtæki og svo var menningarleg andstaða sem náði alla leið upp í toppinn á ríkisstjórn landsins. Dreifbýlispólitíkin kom inn í þetta líka. Það hefði verið miklu auðveldara að setja upp eina litla stöð til að byrja með - bara fýrir Reykja- vík og nágrenni. En það gekk ekki. Menn vildu ekki bæta þessu ofan á annað til að draga fólk úr dreifbýlinu svo við urð- um að bíða þangað til við vor- um komin með áætlun um að dreifa tiltölulega fljótt um allt landið. Svo var alveg sérstakt mál sem bæði tafði fýrir þessu og Qýtti fýrir því; sjónvarp varnarliðsins. Varnarliðið bað um leyfl til sjónvarpsreksturs árið 1954 og fékk það umyrða- laust. Yfirvöldum fannst ekki einu sinni ástæða til að segja þjóðinni frá því. En svo byrjar þetta sjónvarp og smám saman uppgötva menn í kringum Keflavíkurflugvöll og síðar á Reykjavíkursvæðinu að það er hægt að ná þessu og fá þarna mikla og nýstárlega skemmtun fyrir ekki neitt ef menn eignast tæki. Síðar varð þetta eitt af þjóðernisbaráttumálunum, að losna við þetta fýrirbrigði. Á hinn bóginn var mjög almenn hrifning með að fólk skyldi fá þetta og þyrfti ekkert að láta segja sér hvað það mætti horfa á. En til að koma upp íslensku sjónvarpi þurfitum við að fá sérstaka fjármálafyrirgreiðslu. Við gátum ekki komið þessu upp nema fá gjöld af hverju innfluttu sjónvarpstæki, fýrst og fremst til að koma upp dreifikerflnu og síðan fýrir allt saman. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri var með hug- myndir um það, líklega árið 1955 þegar útvarpið var 25 ára. að fá að sýna sjónvarp hér; setja upp tilraunasjónvarp til að kynna mönnum þetta fyrir- brigði en hann fékk engar undirtektir með það. Hvemig hugsaði hann sér það? Það er enginn vandi að út- búa það sem núna væri kallað innanhússsjónvarp. Það þarf ekki að byggja upp stúdíó og sendistöðvar. Það er hægt að gera þetta með því að spila filmur inn á símaþræði til að fólk fái að sjá hvernig þetta lít- ur út heima hjá sér. En þetta þótti svo nýstárlegt að yfirvöld tóku ekkert undir það. Svo komst þú inn í út- varpsráð árið 1957 og tókst þetta mál upp. Já, það fyrsta sem við gerð- um var að senda fyrirspurn til menntamálaráðherra, sem var yfir útvarpinu, og fá hann til að segja til hvort það væri verk- efhi Ríkisútvarpsins að koma upp sjónvarpi. Þetta virtist að vísu liggja í augum uppi; hlið- stæður fjölmiðill, af góðu eða illu, en við vildum samt fá úr þessu skorið. Og þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, tók þá ákvörðun fyrir okkur að úrskurða að sjónvarp væri verkefni Ríkisútvarpsins. Þá fórum við að undirbúa; safha upplýsingum og kynna okkur þetta. Við fengum yfir- verkffæðing útvarpssambands Evrópu, Georg Hansen, til að koma hingað. Hann taldi að það væri vel hægt að setja upp sjónvarp hérna en hann reikn- aði með að það yrði fýrst að vera fyrir þéttbýlið eitt. Hann talaði um svona tveggja, tveggja og hálfs tíma dagskrá á dag og tuttugu til þrjátíu starfsmenn. En nú sé ég, í þessum fýrstu drögum að sjón- varpsdagskrá, að þið gerið ráð fýrir mun lengri út- sendingartíma. Okkur sem stóðum að þessu kom aldrei til hugar að sleppa einum degi vikunnar, hvað þá heilum mánuði á sumrin. Við vorum ölf á móti þessu. Ég hjakkaði á þessu öll fimmtán árin sem ég var í útvarpsráði vegna þess að við verðum að muna að stór hluti þjóðarinnar er gamalt fólk eða sjúkt eða er bundið innandyra af öðrum ástæðum. Þess vegna fannst mér ffáleitt að fara að sleppa úr fimmtudögunum og júlí- mánuði — en starfsmannafjöld- inn, sem við höfðum ráð á í byrjun, var ekki meiri en svo að það var ekki hægt að fylla vaktir og fólkið varð að fá að minnsta kosti einn frídag í viku. Svoleiðis að við vorum bara að berja höfðinu við steininn. En svo komu nú margir seinna sem sögðu að það væri ágætt að hafa ffí frá þessum ófögnuði einn dag í viku. Þá væri hægt að haida fund í félaginu (hlær við). En ég var samt hissa á því hvað þetta var umborið lengi. Þegar þessi mynd var tekin fyrir forsíðu Vikunnar í júlí 1964 labbaði þáverandi ritstjóri, Gísli Sigurðsson, með Benedikt Gröndal inn í sjónvarpsverslun við Hverflsgötu og stillti hon- um þar upp. Verslun með sjónvarpstæki var þá þegar orðin nokkuð blómleg þótt íslenskt sjónvarp væri ekki komið til sögunnar. 13. TBL.1989 VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.