Vikan


Vikan - 29.06.1989, Qupperneq 8

Vikan - 29.06.1989, Qupperneq 8
5J0MVARP Ég tók líka eftir, þegar ég skoðaði fyrstu drögin að dagskránni, hvað þið gerið ráð fyrir háu hlutfalli af ís- lensku efni. Tilgangur okkar frá upphafl var náttúrlega sá að hafa það eins mikið og hægt væri. Við vildum koma því, strax í byrjun, á viðunandi stig, skil- urðu. Við ætluðum ekki að búa til íslenskt sjónvarp til að endurtaka það ameríska sem var bara til afþreyingar fyrir ameríska soldáta sem var skip- að að hanga þarna í heiðinni og hundleiddist þar. Svo að þegar við töluðum um að auka dagskrána úr tveimur til þrem- ur tímum upp í flmm til sex á kvöldi þá var viðbótin miklu meira erlendar filmur. En þótt við hefðum áhuga á að koma upp íslensku sjónvarpi rákum við okkur fljótlega á að þarna var fyrirstaða. Sannleikurinn er sá að Ólafur Thors, sem var forsætisráðherra fram til ’56 og svo aftur frá haustinu ’59 þegar Viðreisnin kom, var á móti þessu. Honum fannst þetta vitleysa og vildi ekki hafa það að menn væru að eyða miklum peningum í þetta. Ólafúr var nú stórkostlega merkilegur maður og mikill þjóðarleiðtogi og maður verð- ur að fyrirgefa honum að hann skyldi hafa þessar skoðanir en hann var á þeim stöðum að málið var stopp. Menntamála- ráðherra fékk ekki leyfi stjórn- arinnar til að gera neitt í mál- inu og þannig leið dálítill tími. Ég man að það voru tveir mikl- ir leiðtogar á Vesturlöndum svipaðir; svipmiklir og hárfagr- ir báðir. Það voru Ben Gurion í ísrael og Ólafur Thors á ís- landi. Þeir áttu það líka sam- eiginlegt að hafa engan áhuga á sjónvarpi og lönd þeirra voru langt á eftir öðrum lönd- um að koma þessu upp (bros- ir). En svo þegar Ólafúr hætti og Bjarni Benediktsson tók við sem forsætisráðherra þá liðu ekki nema nokkrar vikur þang- að til málið tók við sér. Hann hleypti þessu áffam og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra skipaði nefnd sem fór í gang við að undirbúa sjónvarpið sjálft. í þeirri nefnd voru út- varpsstjóri og útvarpsráð og hún lauk störfúm í mars ’64. Nú varst þú formaður þessarar nefndar. Já, sem formaður útvarps- ráðs. Hver voru helstu vanda- málin? Við höfðum Landssímann sem okkar tæknilega ráðunaut því að eitt af fyrstu vandamál- unum var að koma þessu um allt land. Það er voðalega dýrt að endurvarpa fyrir svona dreifða byggð í fjöllóttu landi, útvarp með langbylgju er eins og að hella vatni yfir landið. Það bara fer um allt og fyllir upp — en sjónvarpið og ör- bylgjuútvarp er eins og ljós- geisli. Fjöllin stoppa geislann. Hann fer ekki yfir og ofan í næsta dal. Landssíminn var þá að vinna að því að koma upp þráðlausum síma sem er nokk- uð svipaður og sjónvarp í flutningi um landið. Þá var hægt að senda þráðlausan síma ffá Skálafelli beint yfir jökla og yfir í Eyjafjörð en útlendir verkfræðingar, norrænir og breskir, sem við höfðum líka samband við, þeir bara hristu höfuðið og sögðu að þetta væri ekki hægt. En þetta var hægt þegar Landssíminn hafði sýnt ffam á það. Þá auðvelduð- ust möguleikarnir á því að senda út sjónvarp. Svo þegar við vorum farnir að fá mynd af þessu — við gerðum sjö ára áætlun um dreifingu sjón- varpsins í áföngum — þá sett- umst við niður og reyndum að gera okkur grein fýrir hvers konar dagskrá við gætum hugsanlega búið til. Sjónvarps- Feður íslensks sjónvarps; Benedikt Gröndal, formaður útvarpsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri og bróðir hans, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra - fyrir 25 árum. 8 VIKAN 13. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.