Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 19

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 19
SANBUÐIM Séra Sigurður Haukur Guðjónsson: „Ég ráðlegg fólki, sem ætlar að gifta sig, að flnna sér eitthvert sameiginlegt ahugamál... Þannig ná hjón best saman.“ Hvað segir presturinn? Séra Sigurður Haukur Guðjónsson er vel kunnur, bæði fyrir prestsstörf sín og sérstæðar skoðanir. Hér ræðir hann um hjónabandið, skilnaði, gift- ingar og seinni sambúð. — Gefa prestar einhver sérstök ráð um- fram þau sem venjulega eru gefin þegar fólk ákveður að ganga í hjónaband í annað sinn. „Það er dálítið misjafnt. Oft horfum við á hluti gerast og getum í sjálfu sér lítið ráð- lagt fólki því ákvörðunin um giftinguna er yfirleitt tekin þegar ástarloginn er hvað heitastur. Karl og kona, sem ætla að giftast, gefa hvort öðru loforð. Þessi loforð eru gefin af heilum hug, leyfi ég mér að trúa. Á þessu stigi eru þau bæði tilbúin að gera nánast hvað sem er fyrir hinn aðilann. Hið raunverulega líf er ekki komið í ljós — amstur hversdagsins. Ég veit dæmi þess að kona, sem hefur verið gift drykkjumanni og skilur við hann, giftist öðrum drykkjumanni. Það vantar ekki góð loforð. En ákaflega oft lendir allt í sama farinu aftur. Það eru viss- ir erfiðleikar sem fylgja því að hefja aðra sambúð. Segjum ef annar aðilinn á barn, þá eru samskiptin við það, af hálfu nýja makans, oft mjög góð í fyrstu, alls konar gælur og leikir. En að lokinni giftingu eða eftir nokkurn tíma fer barnið að sýna af- brýðisemi. Veslings barnið verður þá ímynd þess sem áður var, þ.e. fyrra hjóna- bands. Afbrýðisemin er vissulega erfið en í rauninni er hún væntumþykja. Barninu þykir vænt um foreldra sína og skilur ekki skilnaðinn og enn síður ef annað eða bæði foreldranna hefja annað hjónaband." Tíminn til samvista verður minni og minni - Hver heldurðu að sé helsta orsök hjónaskilnaða? „Ég held að orsökin sé fyrst og fremst gífurlegt vinnuálag. Hjónin verða bæði að vinna úti. Tíminn til samvista verður alltaf minni og minni. Við erum alltaf að tala um að við séum að verða frjálsari og frjálsari en í rauninni erum við að verða meiri þrælar. Það þykir saga til næsta bæjar ef annar aðilinn getur ffamleitt fjölskyldunni. Þetta var öðruvísi hérna áður í sveitasam- félaginu þegar allir unnu og bjuggu saman. ■ Karlinn vill gera út um hlutina í rúm- inu. Það þótti skömm ef karlinn gat ekki ffam- fleytt fjölskyldunni. Álagið er svo mikið á fólki í dag að það getur ekki rætt saman. En auðvitað geta orsakir hjónaskilnaða verið fleiri. Ég man alltaf eftir einu atviki ffá því að ég var 14 eða 15 ára. Ég hafði aldrei hitt neinn sem hafði skilið þegar ég hitti mann sem sagði nokkuð sem ég hef ekki gleymt síðan og ekki fundið neitt sem getur hrakið hans orð. Ég spurði hann hvers vegna í ósköpunum hann skildi. Hann svaraði: „Sko, sjáðu nú til, Haukur minn. Tvítugur maður velur sér konu eff ir útlitinu en þegar hann er þrítugur þá velur hann eftir eyranu." Það er mikið til í þessu. Oftar en ekki er seinni sambúðin ekkert betri Kynin eru miklu ólíkari en ýmsir hafa haldið fram, þ.e.a.s. tilfinningalega. Margur karlinn er ekki tilfinningalega þroskaður fyrr en um fertugt. Þeir staðna frá því þeir eru 14—15 ára til 35 ára aldurs. Á þessum tíma eru þeir eins og krakkar emjandi á pelann. Það er ljótt að segja þetta en mér finnst þetta vera mín reynsla. Konan er miklu raunsærri. Hún vill ræða málin fyrr, ef eitthvað bjátar á í hjónabandinu. En karlar vilja gera út um hlutina í rúminu. Þeir þurfa ekki að ræða eitt eða neitt. Mál- in eru dregin á Ianginn þar til allt er orðið um seinan. Tilfinningalíf konunnar er þá komið í rúst. Það er of mikið gert að því að segja að tilfinningalíf karla og kvenna sé eins. Þarna þurfa skólarnir að koma inn í því að tilfinningaþroski er mjög mikilvæg- ur þáttur þegar um samskipti kynjanna er að ræða.“ — Hvað segirðu um þá fullyrðingu að seinni sambúð sé betri? „Ég held að seinni sambúð sé aldeilis ekki betri. Reyndar eru alltaf til undan- tekningar. Það eru til bæði góð og slæm hjónabönd, hvort sem um er að ræða fyrri eða seinni sambúð. Hitt er svo annað mál að mín reynsla úr starfi er sú að oftar en ekki er seinni sambúðin ekkert betri en sú fyrri." Að eiga sameiginlegt áhugamál — Hvað ráðleggur þú fólki sem hyggur á hjónaband? „Ég ráðlegg fólki, sem ætlar að gifta sig, að finna sér eitthvert sameiginlegt áhuga- mál, t.d. tónlist, hestamennsku eða hvað sem er. Mér er alveg sama hvað það er en það sem mestu máli skiptir er að þau sinni því saman. Þannig ná hjón best saman. Það er stórvarasamt ef áhugamálin eru ólík því yfirleitt eru störf fólks nógu ólík. Þá er stutt í að allt springi. Oft er það nefnilega þannig áð fólk hefur ekki hugmynd um það sem hinn aðilinn er að fást við. Það er líka mjög mikilvægt að gera út um hlutina áður en þeir verða að vandamáli. Annars finnst mér mjög erfitt að gefa öðrum ráð. Oft segi ég fólki að fara ekki að mínum ráðum fyrr en þau eru orðin þeirra eigin. Börnin eru líka sameiginleg. Það má ekki gleyma þeim, jafhvel þótt álagið sé mikið. En, Drottinn minn dýri, það reynir á í öll- um hjónaböndum. Þá er bara að takast á við þann vanda. Það er hlutverk presta að tala um fyrir hjónum sem standa í skilnaði. í dag er þetta nánast formsatriði, því miður. Fólk talar fyrst við dómarann og síðan við prestinn. Oft er fólk meira að segja flutt sundur þegar presturinn kemur inn í myndina. Ég held að ef fólk kæmi fyrr til okkar væri oft hægt að bjarga málunum. En það er að sjálfsögðu ekkert algilt í þessu. Manneskjan er svo margbrotin — sem betur fer.“ 13. TBL. 1989 VIKAN 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.