Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 22

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 22
einum krónum meira í Iaun,“ segir Guðlaug, sem vinnur nú hjá Rafinagnsveitu Reykjavíkur. Frh. af bls. 20 , K.S.: Ég er fædd og uppalin í fallegustu sveit á íslandi, Hrunamannahreppnum, og var þar alla mína æsku. Ég gekk í barna- skóla í Árnessýslunni eins og hann var þá. Skólinn var aðeins fjögur ár og í hverjum bekk voru börn á ýmsum aldri. Eftir það var ég heima allt þar til ég fór í húsmæðra- skólann á Laugarvatni, það þótti alveg sjálfsagt að fara þangað. Ég var á Laugar- vatni í eitt ár og það var mjög fljótt að líða. E.S.G.: Ég á að heita Reykvíkingur líka þótt ég hafi alltaf verið í sveit hjá afa og ömmu í Árnessýslunni á sumrin meðan ég var krakki. En ég tók grunnskólann í Reykjavík að mestu leyti og síðan fór ég í Menntaskólann við Sund og var þar í einn vetur. Eftir hann taldi ég mig ekki hafa eftii á því að vera í skóla lengur og hætti. Og svo byrjaði lífið ... Spítali, fiskur og verslun G.Þ.I.: Eftir að ég kom heim að utan fór ég að vinna á Borgarspítalanum. Ég hafði áður unnið á spítulunum með skólanum. Fljótlega gifti ég mig og fór að eiga börn og var þá heima meðan synir mínir þrír voru litlir. Það kom samt alltaf tími inn á milli barneignanna sem ég vann á spítalan- um. Mér fannst þetta bara ágætt líf og var ánægð með það þannig á þessum tíma. K.S.: Þegar ég var 18 ára skrapp ég að heiman í fyrsta skipti. Ég fór á vertíð í Þor- lákshöfn og ætlaði ekki að vera mjög lengi. Ég er samt ekki komin heim enn ... Þetta varð aðeins lengra en ég hélt. Mér fannst alveg ömurlegt að koma til Þorlákshafnar og velti því fýrir mér fýrsta morguninn hvernig ég ætti að þrauka vertíðina, mér fannst svo ljótt þarna. En þar var einfald- lega ekki til siðs að hlaupa firá vinnu sem maður var búinn að ráða sig í svo ég var áfram enda lagaðist þetta með tímanum og ég bý þar enn. Ég var mjög ánægð með mig. Ég hafði aldrei átt peninga sjálf fýrr og mér fannst ég ofboðslega rík. Það var unnið eins lengi og eitthvað var að gera og fólk gat staðið uppi og útborganirnar urðu eftir því. Mér fannst þetta fínt! E.S.G.: Úr skólanum lá leiðin út í at- vinnulífið. Ég fékk vinnu í huggulegri fata- verslun í Reykjavík og mér fannst ég mjög heppin. Þetta var svo spennandi og maður var á fínum stað innan um falleg föt og leið vel. Þarna var ég í tvö ár eða þangað til ég skipti um vinnustað til að hafa betri laun. Mér bauðst vaktavinna í ísbúð svo ég sló til. Þar var vinnutíminn mjög óreglulegur en kaupið miklu betra. Hugmynd ffæðist G.Þ.I.: Síðustu tvö árin áður en ég fór í Ritaraskólann var ég dagmamma og var orðin verulega þreytt á því. Mig hafði lengi langað í skóla og var þá helst að hugsa um námsflokkana. En ég átti tvær vinkonur sem fóru í Ritaraskólann og hvöttu mig mikið til að drífa mig líka svo það endaði með því að ég ákvað að fara og dró systur mína með mér. Ég bjó mig vel undir þetta og hætti að pasas börn til að geta snúið mér að náminu meðan á þessu stæði. Maðurinn minn tók þessu vel og það hjálpaði líka til að koma mér af stað. K.S.: Maður verður útslitinn í fískinum eftir langan tíma. Þetta er svo mikil harð- ræðisvinna. Ef satt skal segja datt mér aldrei í hug að fara í þennan skóla. Það vildi bara svo til að ég varð atvinnulaus. Starf mitt sem ferskfisksmatsmaður var Iagt niður og ég sótti um starf sem vigtar- maður en fékk ekki af því að ég var kona. — Það þótti víst ekki passa. Ég fór því af stað að leita og talaði meðal annars við Gunnar Gunnarsson hjá BSRB og hann stakk þessari hugmynd að mér. Mér fannst þetta reyndar alveg út í hött en hringdi samt einhverra hluta vegna í skólann. Þetta var allt á sömu bókina lært, ég lenti fýrst á vitlausu númeri eins og svo margir aðrir og fékk orð lífsins! Þá var mér farið að finnast þetta einum of langt geng- ið í vitleysunni. Þegar ég svo náði sam- bandi var skólinn byrjaður svo ég var líka orðin of sein en sú sem svaraði var svo hressileg og sagði mér bara að skella mér og skoða, sem ég gerði. E.S.G.: Það var kannski ekki beint spennandi tilhugsun að vera í ísbúð það sem eftir væri ævinnar svo ég fór að hugsa ... Hvað ætlaði ég eiginlega að gera við líf mitt? Ein vinkona mín var í Ritara- skólanum um þetta leyti svo mér datt í hug að reyna sjálf. Ég var líka í góðri að- stöðu, ég gat haldið vinnunni í ísbúðinni með skólanum svo ég þurfti ekki að kvíða því að verða blönk á meðan og ég var búin að vera eitt ár í MS svo ég treysti mér vel í þetta. Það var ekki erfíð ákvörðun. í skólanum, í skólanum ... G.Þ.I.: Auðvitað var svolítið erfitt að byrja. Þetta var mikið áfall hvað varðar tekjurnar, ég hafði verið að passa en varð að hætta því og svo þurfti að greiða skóla- gjöldin. Ég var samt svo heppin að vera að vinna eina nótt í viku á HP og gat haldið þeirri vinnu með skólanum og hún nægði svona um það bil til að greiða skólagjöldin. ATV/IMMUMÁL 22 VIKAN 13. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.