Vikan


Vikan - 29.06.1989, Síða 27

Vikan - 29.06.1989, Síða 27
FYR5TU KYNhl Þau eru frœgt par og offast nefnd í sömu andrónni: Ljónið og meyjan Hjónin Helga og Helgi saman á sviði enn á ný þeim veglegt brúðkaup í Þjóðleikhúskjallaranum og hófú ungu hjónin búskap á Óðinsgötu í Reykjavík. Þau Helga og Helgi eiga tvo syni og eina dóttur á aldrinum 17 til 31 árs. Þau virka þó á fólk eins og barnlaus hjón — algerlega niðursokkin í hvort annað og starfið. Aðspurð hafa þau lýst því yfir að þeim þyki hvort annað skemmtilegasta manneskja sem þau hafa hitt á lífsleiðinni. Mann grunar líka að þau hafi tekið mottó Flosa Ólafssonar, starfsbróður síns og nágranna, alvarlega en hann heldur því fram að það þýði ekkert að vera að standa í hjónabandi eða sambúð nema maður sé bara alveg brjálæðislega skotinn. Hjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason leika nú saman enn á ný. Að þessu slnni í leikritinu Hver er hræddur við Virg- iniu Woolf? Persónumar sem Burton hjónin gerðu ódauðleg- ar með kvikmyndaleik sínum. ~ TEXTI: ÞÓRDlS BACHMANN Það var gárunginn Þrándur Thoroddsen sem gaf þeim viðumefnið Burton-hjón- in, eftir þeim Liz og Rich- ard, og um þessar mundir eru þau að leika par á fjöl- unum sem hin Burton- hjónin gerðu ódauðlegt á hvíta tjaldinu, þau Mörtu og Georg í leikriti Edwards Albee, Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Þau eru frægt par og oftast nefnd í sömu andránni — Helga og Helgi. Þau hafa leikið mikið saman á samtals sjötíu ára leik- ferli og leikið mörg fræg pör, tneðal annars í Föngunum í Altona eftir Sartre og Fjalla-Ey- vind og Höllu. Þau eiga kóral- (eða jaðe-) brúðkaup í nóvember. Það þýðir að þau gengu í það heil- aga fyrir þrjátíu og fimm árum. En hvar hittust þau? UÓSM.: PÁLL A. PÁLSSON Helga Bachmann og Helgi Skúlason hittust í leikskóla Ævars Kvaran þar sem bæði voru nemendur eldsnemma á sjötta áratugnum. Það var ást við fyrstu sýn — hjá Helga. Eisenhower var við völd í Bandaríkjunum, pilsin náðu niður á miðja kálfa, fínasti bíll- inn á götunni hét Packard og það var einungis til ein tegund af þvottaefhi og tyggjói. Vinsælustu dægurlögin á einu útvarpsstöðinni voru sungin af Andrews Sisters og Hauki Morthens og í þessari einföldu og rómantísku veröld fannst Helgu þetta hinn mesti dóni sem væri að glápa svona á hana. Helga tókst þó að vinna hylli meyjarinnar (með einskærri eljusemi, segja sumir) og lét sér ekki segjast þrátt fyrir að Guðrún, móðir Helgu, varaði hann eindregið við ráðahagn- um. Foreldrar brúðarinnar héldu Ffá því snemma á ferli Helga og Helgu. Hér eru þau saman í elnu atriða leikritslns Fangamlr í Altona. 13. TBL1989 VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.