Vikan


Vikan - 29.06.1989, Síða 28

Vikan - 29.06.1989, Síða 28
Marlene, mýkt og rósir TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Kjólar eru aðskornir og jafnvel flegnir. „Þeir eru eins og smurðir utan á líkam- ann,“ sagði stúlkan í 17. Kjólarnir eru ým- ist stuttir eða síðir, litir í tísku virðast vera fjölbreytilegir. Rautt," sagði hún í 17, en bætti svo að kannski væri hún ekki alveg hlutlaus; sér þætti rautt svo fallegt, en sú í Ping Pong var sammála og sagði að sér fyndist rautt og svart mest áberandi. Svart og hvítt væri þó vinsælt, einnig fjólubláir litir og eplagrænt að einhverju marki en íslendingar virðast þó dálítið hræddir við þann eplagræna. Mjúk, kvenleg tíska En hverju klæðast þær sem ekki geta verið í kjólum sem smurðir eru utan á lík- amann, eða þröngum bolum og gallabux- um? „Dragtir eru alltaf vinsælar," sögðu þær í Dídó í Kringlunni og Össu. ,Jakkar með pilsi eða buxum. Einnig dragtir með Bermudabuxum eða svokölluðum pils- buxum í staðinn fyrir pils,“ var svarið hjá þeim í Össu. Jakkarnir eru ýmist innsniðn- ir eða hefðbundnir, stuttir eða síðir og kragalausir jakkar eru vinsælir, en axlirnar eru ekki jafh ýktar og þær hafa verið. Pilsin eru ýmist stutt og þröng eða víð og síð. Hjá Dídó eru jakkar með skjuði við stutt pils vinsælir. Innanundir eru fínar kvenleg- ar blússur, úr fínum efnum - silki — og kragarnir gjarnan úr blúndu, sumir stórir og útáliggjandi, og voru þær sammála um þetta atriði hjá Dídó, Össu og Guðrúnu á Rauðarárstíg. Blússurnar eru ýmist rósótt- ar eða einlitar. Hjá Guðrúnu fannst þeim allt í gulum lit ganga vel, en í Dídó virtist fölkakígrænt og ljósbleikt einna vinsæl- ast. Alls konar rósóttar flíkur er líklega það sem helst einkennir sumartískuna. Rómantískt Kjólar sjást mikið núna og eins og fýrr segir eru þeir þröngir og jafhvel flegnir fýrir þær ungu; sýna mikið. Hjá Guðrúnu, þar sem viðskiptavinirnir eru einkum á aldrinum 20 ára og uppúr, eru kjólar úr smárósóttu efhi, aðsniðnir að ofan með flegnu hálsmáli eða stórum krögum, með víðum síðum pilsum, eftirsóttir. Við þessa kjóla eru gjarnan notaðir kragalausir mitt- isjakkar. Tískan nú er afar mjúk og kvenleg fannst þeim í Guðrúnu — orðið „róman- tísk“ fannst þeim lýsa henni best. Með þessum kvenlegu flíkum eru notaðir stórir og áberandi skartgripir. „Sígaunalegir og mikið gyllt — jafnvel þrjú armbönd á sama handlegg, en einnig eru skartgripir í Channel anda vinsælir," sagði hún í 17. Eft- ir að hafa skoðað komandi tísku vetrarins fannst stúlkunni í Össu sem þessir miklu skartgripir myndu hverfa, en þeirra í stað væru gylltar, síðar keðjur áberandi, einnig sams konar belti og í þessu héngu gylltir peningar. Rómantíkin er semsagt ráðandi í sumar - alla vega í þeim löndum þar sem fólk þarf ekki að klæðast ullarpeysum og regn- fötum allt sumarið, en svona svartsýnis- tónn nær þó varla að skemma ánægjuna af því að skoða myndir af fatnaði sumarsins, svo mikil er litadýrðin og blómahaflð. Fatnaður og skartgripir sem minna á þjóðbúninga hinna ýmsu þjóða eru áberandi. Hvað er í tísku í sumar? Vikan spurðist fyrir um þetta í nokkrum tískuverslunum í Reykjavík og af svörunum má ráða hverju íslenskar konur klæðast helst í sumar. Allra vinsælastar eru rósóttar flíkur og þá jafht fyrir ungar konur sem eldri. Hjá ungu stúlkunum eru gallabuxur og galla- jakkar ennþá jafn vinsælir, en línumar eru mýktar með kvenlegum blússum eða bol- um innanundir. Hjá versluninni 17 í Kringlunni, þar sem viðskiptavinirnir em á aldrinum 13 ára og uppúr — jafnvel upp í ömmu — var okkur sagt að bolirnir sem notaðir væm með gallafötunum væm síð- ari og kvenlegri í sniði en þeir hefðu verið, á þeim væm jafnvel stórir kragar eða blúndur. Hjá Ping Pong á Laugaveginum, þar sem viðskiptavinirnir em að stærstum hluta í yngri kantinum, var nokkuð sömu sögu að segja og hjá 17. Innan undir galla- fötin em notaðir flegnir, þröngir bolir í öllum mögulegum litum eða rósóttir. Kú- rekastígvél eða -skór em aðallega notaðir við gallabuxurnar, en einnig klumpaskór, þó er vinsælla að nota þá með víðu buxun- um. Tíska stríðsáranna „Tískan er áberandi lík því sem hún var á stríðsámnum, t.d. þessar Marlene Dietr- ich-buxur,“ sagði starfsstúlka í versluninni Össu við Hlemm. Marlene Dietrich-buxur em þessar mikið víðu buxur sem svo margar konur em í núna, jafnt fermingar- stelpur sem eldri. Annað sem minnir á tísku stríðsáranna em kvenlegu sniðin. Rósóttir kjólar, aðsnlðnir með flegnu hálsmáli og síðu, víðu pilsi eru vinsælir og við þá eru gjarnan notaðir kragalausir

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.