Vikan


Vikan - 29.06.1989, Síða 39

Vikan - 29.06.1989, Síða 39
FOLK „Astæðan fyrir því að illa fór með Seoul var að ég var oftast einn í eldhúsinu og við vor- um með svo margt fólk í mat að við höfðum ekki undan að elda. Þannig missti ég kúnna og svo fór að ég seldi. Ég skipulagði þetta vitlaust," segir Kim rólega, að því er virðist með engri eftirsjá en byrjar þess í stað að segja frá því sem þá tók við: „Síðan fór ég að starfa fyrir Kaupstað í Mjódd við að selja flskrétti og hvalkjöt. Það gekk merkilega vel að selja steikt hvalkjöt í marineruðum legi. Það seldist í tonnatali! Fólki fannst þetta smakkast eins og piparsteik. Svo opn- aði ég þennan stað hér í Ármúlanum, sem áður varTrillan, í mars 1987. Égþurfti ekki að auglýsa staðinn. Ég þekkti alla hér í hverfinu og þeir mig firá því ég var með gamla „Kofann" í Síðumúla. Hér blómstra viðskiptin og hingað streyma gömlu kúnn- arnir sem panta oftast það sama aftur og aftur,“ segir Kim og hlær. Menning Kóreubúa hefúr í mörgu tekið mið af kenningum Konfúsíusar. „Okkar mikilvægasta hlutverk sem þegna er foreldrahlutverkið, að bera arfleifðina áfram frá föður til sonar er fyrsta boðorðið. Fjölskyldan sem kjarnaeining er alltaf í fyrirrúmi. Kenningar Konfúsíusar komu í stað búddatrúar sem áður var. Kenningar Krists eru mikið að ryðja sér til rúms nú og sjálfur hef ég tekið kristna trú. En við hljót- um óneitanlega að bera með okkur menningu Konfúsíusar þar sem barnaupp- eldi og þá sér í lagi samband föður og sonar er mikilvægast: Kærleiksríkt samband. Næst kemur samband konungs og lands- „Ég þurfti ekki að auglýsa staðinn. Ég þekkti alla hér í hverflnu og þeir mig frá því ég var með gamla „Ko£ann“ í Síðu- múla. manna. í þriðja lagi er það hjónabandið sjálft þar sem traust, virðing og hreinleiki er mikilvægara en ástin. Fjórða kenningin er sú að bera virðingu fyrir sér eldra fólki og háttsettara. Að lokum er talið mikilvægt að milli vina ríki trúnaðartraust, að þeir opni hjörtu sín og geti talað saman. Þetta eru fimm mikilvægustu atriðin í menningu Konfúsíusar. Eins og kristindómurinn vitn- ar í Biblíuna felur menning Konfúsíusar í sér flmm bækur. Fjórar þeirra hafa læri- sveinar Konfúsíusar skrifað eftir honum og sú fimmta er í þrennu lagi og innheldur kvæði, spádóma og helgirit. Saga Kóreu hófst fýrir fimm þúsund árum þegar guð kom til Kóreu og valdi tvö dýr til þess að breytast í menn. Þetta voru tígrisdýr og skógarbjörn. Þau lágu á bæn í hundrað daga en tígrisdýrið varð óþolin- mótt og hætti en skógarbjörninn var þol- inmóður og nærðist einungis á hvítlauk og köldu vatni í hundrað daga og náði því að verða mennskur og til varð fýrsta kóreska konan. Merkilegast er þó að bæði kristnir menn og lærifeður Konfúsíusar kalla guð „himnastjóra", þessu sama nafhi,“ segir Kim. „Það er mikil endurvakning á gömlu góðu gildunum í Kóreu. Leifar gamallar menningar eiga aftur upp á pallborðið hjá almenningi eftir að evrópsk menning ruddi sér til rúms,“ segir Kim. — Og hvað þá helst? „Að hugleiða, safna orku þannig. Hreinsa sálina," segir Kim og setur sig í jógastellingu, stendur upp og spyr: „Eruð þið ekki svöng?“ Eftirtaldir snyrtifræðingar nota SL meðferðina: Guðfríður Jóhannsdóttir, Snyrtistofan Ársól, Grimsbæ Efstalandi 26, Rvk. Simi 31262. Anna Valdimarsdóttir, Snyrtistofan Þema Reykjavikurvegi 64, Hafnarfirði. Sími 51938. María Marteinsdóttir, Snyrtistofan Eygló Langholtsvegi 17, Rvk. Sími 36191. Ásdís Sveinbjörnsdóttir, Snyrtistofan Eygló Langholtsvegi 17, Rvk. Simi 36191. Eygló Þorgeirsdóttir, Snyrtistofan Eygló Langholtsvegi 17, Rvk. Simi 36191. Sigríður Guðjónsdóttir, Snyrtistofa Sigriðar Guðjónsd. Eiðistorgi 13-15, Rvk. Sími 611161. Rósa Þorvaldsdóttir, Snyrtistofan Fegrun Búðagerði 10, Rvk. Sími 33205. Sigríður Eysteinsdóttir, Snyrtistofan Ásýnd Garðastræti 4, Rvk. Sími 29669. Sigríður Eysteinsdóttir, Snyrtistofan Saloon Ritz Laugavegi 66, Rvk. Sími 22460. Ágústa Kristjánsdóttir, Snyrtistofan N.N. Laugavegi 27, Rvk. Sími 19660 Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Snyrtistofan Mandý Laugavegi 15, Rvk. Sími 21511. Elísabet Rafnsdóttir, Snyrtistofan Andromeda Iðnbúð 4, Garðabæ. Simi 43755. Erna S. Einarsdóttir, Snyrtistofan Dana Hafnargötu 49, Keflavík. Simi 92-13617. Ágústa Guðnadóttir, Snyrtistofa Ágústu Guðnadóttur Miðstræti 14, Vestmannaeyjum. Simi 98-12268. Aníta Vignisdóttir, Snyrtistofa Anítu Skólavegi 26, Vestmannaeyjum. Simi 98-11214, Lilja Högnadóttir, Snyrtistofan Lilja Grenigrund 7, Akranesi. Sími 93-11555. Guðrún Aðalsteinsdóttir, Snyrtistofan Hrund Grænatúni 1, Kópavogi. Sími 44025. Undína Sigmundsdóttir, Snyrtistofan Tara Digranesvegi 93, Kópavogi. Sími 44146. Helga Bergmann, Snyrtistofan Tara Digranesvegi 93, Kópavogi. Sími 44146. 13. TBL. 1989 VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.