Vikan


Vikan - 29.06.1989, Síða 41

Vikan - 29.06.1989, Síða 41
DULFRÆÐI Þann 7. janúar 1974 rakst belgískur kaupsýslumaður á þessar utanjarðarverur í Wameton við landamæri Frakklands og Belgíu. Hann fylgdist með þeim úr bíl sínum og sá þær fara ásamt þriðju verunni um borð í geimskip sem hvarf ja£n- harðan á brott. Vísindamenn rannsaka framandi loftför Á undanförnum árum hafa sérfræðingar rannsakað skýrslur sem fram hafa komið um ókennda fljúgandi hluti. Hér verður greint ffá niðurstöðum rannsóknarnefndar er franska stjórnin skipaði til þess að kanna þessi fyrirbæri. Claude Poher, yfirmaður eldflaugadeifdar geimrannsóknamiðstöðvarinnar í Toulouse, veitti rannsóknarnefndinni forstöðu og starf- aði hún í fjögur ár. Nefndin tók til meðferðar um þúsund „trúverðugar" skýrslur, þar af yflr tvö hundruð frá Frakklandi. Rannsóknarnefndin tók tillit til aðstæðna hverju sinni, svo sem veðurskilyrða, hvort loft var skýjað er hlutirnir sáust og svo ffamvegis og hvort þeir sáust yfir þéttbýlissvæðum eða óbyggðu landi. í sjötíu af hundraði tilvika sáu tveir eða fleiri menn hina ókenndu hluti samtímis og í nokkr- um tilvikum sáu þá jafhvel íbúar heilla borga. Sjáendur „hlutanna" voru menn úr öllum starfsgreinum. Átta af hverjum tíu mönnum, sem sáu „fljúgandi diskana", fúllyrða að þeir hafi verið egg- laga og aðeins tveir af hverjum tíu sáu flugtæki af þessu tagi með annarri lögun. í 70% tilvika sáust „hlutirnir" að næturlagi og voru þá rósrauðir á lit en þeir sem sáust í dagsbirtu voru með málmgljáa, samkvæmt skýrslum sjónarvotta. Yfirleitt var um að ræða flugtæki sem virtust vera milli tíu og þrjátíu metrar í þvermál, að áliti sjónarvotta, og hreyfðust algerlega hljóðlaust. 25% álíta sig hafa séð „diska“ sem fóru hægt yfir og enn aðrir sáu „diska“ sem þeir telja að hafi farið með óvenjulegum hraða. í 50% tilvika telja sjónarvottar að flugstefnan hafi verið „óvenjuleg" ef miðað er við flug þekktra gerða af flugvélum. Að lokum fullyrða um 20 af hundraði sjónarvotta að þeir hafi verið viðstaddir lendingu „fljúgandi diska.“ í för ísraelsmanna frá Egyptalandi til fyrir- heitna landsins „gekk (Drottinn) fyrir þeim á daginn í skýstólpa, til að vísa þeim veg, en á nóttunni í eldstólpa, til að lýsa þeim, svo að þeir gætu ferðast nótt sem dag; skýstólpinn veik ekki frá fólkinu á daginn, né heldur eldstólpinn á nóttunni" (I. Mósebók 13:21,22). Ljóst er að ísraels- menn fýlgdu þessu fyrirbæri eftir hvert sem það fór. „Og hvert sinn, er skýið hófst upp ffá tjaldinu lögðu ísraelsmenn upp; og þar sem skýið nam staðar, þar settu ísraelsmenn herbúðir" (IV. Mósebók 9:17,18). Eru „vagnar Guðs“ geimskip? Á einum stað segir lfá því þegar Móses leiddi fólk sitt að Sínaífjalli til að kynna það fyrir Guði. Það er engu líkara en að „skýið“ hafl lent á fjallinu því „þykkt ský lá á fjallinu“ og „var allt í einum reyk, fyrir því að Drottinn sté niður á það í eldinum; mökkurinn stóð upp af því, eins og reykur úr ofni, og allt fjallið lék á reiðiskjálfi“ (II. Mósebók 19:16,19). Á öðrum stað er greint frá því að Móses hafi „gengið mitt inn í skýið“ og dvalist þar í fjörutíu sólar- hringa. Þetta minnir á frásögnina af Elía sem var numinn af Guði upp til himna í „eldlegum vagni“ (II. Konungsbók 2:11). í Sálmunum kemur ffam sú skoðun að „skýstólpinn" sé farkostur Guðs. Guð „gjörir ský að vagni sínum, sem fer um á vængjum vindarins" (Sálm. 104:3). Jer- emía segir ennffemur: „Sjá, eins og ský þýtur hann áffam og vagnar hans eru eins og vindbylur" (Jeremía 4:13). Öllum má ljóst vera að „ský“ þau sem hér eru til umræðu eru á engan hátt sam- bærileg við hnoðra þá sem sjást á himni á degi hverjum. „Skýið“, sem leiddi ísraels- menn yfir eyðimörkina, sem Móses gekk inn í, sem flutti Jesúm til himna, sem snart Pál blindu, minnir öllu frekar á fyrirbæri þau sem sést hafa á himni á undanförnum áratugum og nefnd eru fljúgandi diskar. Ef marka má lýsingar sjónarvotta eru þessi torkennilegu geimför oft á tíðum sem egglaga ský að degi og gefa frá sér rós- rauðan bjarma þegar þau sjást þjóta áfram að næturlagi. Dæmi eru um að fólk, sem hafi komið of nálægt slíku geimfari, hafi verið slegið blindu sökum ofbirtu, líkt og Páll postuli forðum. Þessir „eldvagnar“ hafa sést í nær öllum löndum heims og vís- indamenn, sem rannsaka þessi mál, stað- hæfa að þeir sjáist nær vikulega einhvers staðar á jörðinni. Þó að til séu ritaðar heimildir frá ýmsum tímum um óþekkta fúrðuhluti á himni fóru frásagnir af þess- um fyrirbærum ekki að verða almennar fýrr en við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Eldvagnar yfir íslandi Talið er að fljúgandi diskar hafi fyrst sést hér á landi, svo vitað sé, 13- júní 1947. Það sama ár sáust sams konar fyrirbæri í fyrsta sinn í Bandaríkjunum og reyndar í mörg- um öðrum löndum heims. í upphafi fimmta áratugarins kvað svo rammt að þessu hér á landi að fólk tók að nefha þessi fyrirbrigði „glitský". Síðari hluta ársins 1952 sáust skínandi loftför víðs vegar um Iand, af fjölda fólks. Um þessi atvik var töluvert ritað í dagblöðum á þeim tíma. í Morgunblaðinu, 29. október 1952, er til dæmis greint ffá óþekktum loftförum yfir Akureyri: „Síðastliðinn sunnudag (þ.e. 26. okt- óber) sáu allmargir bæjarbúar eldhnetti á himni, er flugu með feikna hraða í nokk- urri hæð fyrir austan bæinn. Himinn var al- skýjaður, 600-1000 metra skýjahæð, sem næst logn og um 6 stiga hiti. Eftir lýsingu sjónarvotta virðist sem eldhnettir þessir hafi hagað sér með líku sniði og fréttir erlendis frá lýsa hinum alkunnu fljúgandi diskurn." Þann 3- nóvember birtir Tíminn síðan ffásögn af áþekku fyrirbæri sem sást á Austfjörðum. Þar segir undir fyrirsögninni „Hundruð Austfirðinga sáu eldkringlu geysast inn yfir landið“: „Klukkan 5—10 mínútum yfir fimm á sunnudagskvöldið sáu Austfirðingar eld- hnött mikinn og ókennilegan svífa inn yfir landið úr austri og hverfa inn yfir hálendið í vestri. Ber öllum sjónarvottum, sem munu vera svo hundruðum skiptir, saman um það, að þetta hafi ekki líkzt venjulegu stjörnuhrapi. Af loftfara þessum lagði skæra birtu, er sló á land og loft, og aftur úr honum var ljósrák eða rákir, er sumir töldu líkjast eldglæringum." Þórður Þórðarson, þáverandi oddviti Hrunamannahrepps, sá skömmu síðar „eldhnött" sem fór á feiknahraða rétt yfir heimili hans í Syðra-Langholti. Honum segist svo ffá: „Allt í einu sá ég eldhnött sem kom úr suðri með geysihraða. Hann fór rétt yfir eða við hornið á íbúðarhúsinu, sem ég var í og hvarf mér til norðurs yfir 13. TBL.1989 VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.