Vikan


Vikan - 29.06.1989, Side 46

Vikan - 29.06.1989, Side 46
5JONVARP ÞÝÐING: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR Hann er kannski ekki með tíma- bilið alveg á hreinu („Það væri gaman að geta farið til baka til sjötta áratugarins. Ég er viss um að þá var fullt af hippum og svoleiðis. Og ísbörum og rakarastofum með skilti í glugganum sem á stóð: Burstaklipping og rakstur íyrir 25 kall.“) en það er auðvelt að íyrirgefa honum þessa vanþekkingu, því hann fædd- ist ekki fyrr en árið 1976. Hér er verið að tala um Fred Savage sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum The Wonder Years, eða Bernskubrek eins og þættirnir, sem sýndir eru á Stöð 2, eru kallaðir. Leikhæfileikar hans þykja ótrú- lega góðir hjá ekki eldri strák og ekki sakar að hafa útlitið með sér; dökkbrún stór augu, bollukinnar og breitt og glaðlegt bros. Og leikhæfileikarnir virðast vera í fjölskyldunni því nú hafa systkini hans, Kala 10 ára og Ben 8 ára, fylgt í fótspor Freds þannig að nú má segja að um smá- ættarveldi sé að ræða. Kala kemur reglu- lega ffam í sápuóperunni Santa Barbara og Ben leikur son aðalsöguhetjunnar í Dear John eða Kæri Jón, en allir þessir þættir eru sýndir á Stöð 2. Fjölskyldulífið lagt í rúst Allar þessar ungu stjörnur á einu og sama heimilinu hafa eyðilagt allt skipulegt heimilislíf. „Stundum finnst mér ég vera kvenkyns Clark Kent (Superman án búnings), róleg húsmóðir sem í einni svip- an breytist í þátttakanda í Hollywood líf- inu,“ segir Joanne, móðir þeirra. „Ég hafði ætlað mér að vinna með Lew (eiginmanni sínum) í fyrirtækinu hans, fara á eftirlaun og búa í Flórída, spila brids og leika tennis. Þegar ég var heima þá keyrði ég krakkana í skólann og eldaði kvöldmatinn. Síðan hefúr þetta leikaralíf tekið sífellt meiri og meiri tíma ffá okkar daglega lífi.“ Ekki það að hún sé að kvarta. Og þó svo flestir myndu halda að svo væri ekki þá er fjölskyldan bara nokkuð ánægð og ham- ingjusöm á sinn jarðbundna hátt. Pabbinn, sem er fasteignasali, færir heimilinu tekjur, mamman er róleg kona ffá mið-vesturríkj- unum og ekkert af börnunum þarf á sál- fræðiráðgjöf að halda. Sem er nokkuð sér- stakt í Bandaríkjunum og ef litið er á allar þær breytingar sem orðið hafa á lífi Freds á undanförnum sjö árum, en þá fór Fred, 5 ára, með mömmu sinni í prufú fyrir sjón- varpsauglýsingu. Aldrei lært að leika „Það var sko ekkert erfitt," segir Fred. „Ég átti að borða pylsu og brosa. Mér finnst pylsur svo góðar og spurði þá hvort ég mætti eiga þær.“ Hann fékk ekki hlut- verkið en leikstjórinn gleymdi honum ekki og lét hann leika fyrir sig nokkru síðar og síðan hefúr hann leikið stanslaust, þó hann hafi aldrei lært að leika. Fjölskyldan hefúr síðan flust frá Glencoe í lllinois fylki til Tarzana í Kaliforníu. Búið er að setja sundlaug við húsið og Joanne er alltaf með farsíma með sér til að hún geti fýlgst með öllum börnunum. Lew vinnur ennþá i Glencoe en flýgur heim til fjölskyldu sinn- ar á föstudagskvöldum og er með henni yfir helgar. „Við spyrjum okkur stundum hvort við séum að gera það rétta,“ segir Joanna. „En þetta virðist vera í lagi og krakkarnir eru svo sniðugir. Þegar þau hafa verið í viðtöl- um og eru spurð hvar pabbi þeirra sé, þá segja þau að hann sé í Chicago og flýta sér svo að bæta við: ‘En foreldrar okkar eru ekki skilin!’" En vegna þess að alltaf þarf að vera að koma einhverjum á ákveðinn stað og sækja annan þá heyrir heimalagaður kvöldverður fortíðinni til. „Núna eru það aðallega tilbúnir fiskréttir og fljótlegur matur sem við borðum," segir Joanne. „Og ég sem var vön að leggja svo mikla áherslu N 44 VIKAN 13. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.