Vikan


Vikan - 29.06.1989, Síða 50

Vikan - 29.06.1989, Síða 50
5MA5AC5A Kona af háum stigum Smásaga eftir William Faulkner Pegar ungfrú Emily Grierson dó k fylgdi henni allur bærinn, karl- " mennirnir af því þeim þótti sem eik hin háa hefði hrunið, konurnar af því að þær langaði til að sjá hvernig um- horfs væri heima hjá henni en það hafði enginn séð í tíu ár nema gamall maður sem var hjá henni og annaðist bæði garð- yrkjuna og innanhússtörfm. Hús þetta var mikið bákn, bæði á lengd rp ■. , og breidd, og hafði fyrrum verið hvítt og skreytt hvolfþökum, turnum og svölum með mesta pírumpári í glaðlegum útflúr- uðum stíl sjöunda tugs aldarinnar, enda hafði þetta stræti verið stolt borgarinnar þegar húsið var byggt. En sú tíð var úti og bómullarverksmiðjur og bílskúrar höfðu flæmt á brott alla tign. Samt tolldi hún enn við hús ungfrú Emily Grierson. Það reis frá grunni í fölnuðu og úr sér gengnu skrauti og gnæfði yflr bómullarflutningavagna og bensíntanka — ekkert af þessu var svo sem neitt augnayndi. Og nú var ungfrú Emily farin til fúndar við burtgengin skyldmenni sín af þessari háu ætt, í sedrustrjáviðar- lundinum mikla þar sem óþekktir hermenn, sem fallið höfðu í orrustu undir merkjum Jeffersons, lágu í ómerktum gröfum. Meðan ungfrú Emily lifði hafði hún ver- ið þekkt og virt af öllum, ffernur að því er skyldan bauð (að mönnum þótti) en að sjálfsögðu. Svo hafði verið síðan þann dag árið 1894 er Sartoris höfuðsmaður, sá hinn sami sem skipaði svo fyrir að engin svört kona mætti láta sjá sig úti nema með svuntu, gerði hana skattfrjálsa frá þeim degi er faðir hennar dó og allt fram í eilífð. Ekki var látið svo heita að verið væri að ívilna konunni í gustukaskyni heldur lét Sartoris höfuðsmaður í veðri vaka að faðir ungfrú Emily hefði lánað borginni fé og kysi hann að endurgreiða það með þess- um hætti. Engum nema manni af sömu kynslóð og Sartoris höfúðsmaður hefði getað dottið annað eins í hug og enginn karlmaður hefði samþykkt að taka þessu boði. Þegar næsta kynslóð tók við völdum af hinni eldri og nýir siðir komu með nýj- um herrum leist sumum ekki meir en svo á þetta fyrirkomulag. Hinn fyrsta dag árs- ins sendu þeir henni í pósti svolítinn skatt- seðil. Sá mánuður leið og hinn næsti hófct án þess nokkurt svar bærist. Þá var henni skrifað strengilegt bréf og hún var beðin að mæta hjá borgardómara við hentug- leika. Viku síðar skrifaði borgarstjórinn henni sjálfur og bauðst til að senda eftir henni í sjálfs síns vagni. Hann fékk það svar á eldfornu pappírsblaði, skrifað með fegurðarskrift með daufú bleki, að hún færi aldrei framar út. Skattseðillinn hafði verið lagður inn í bréflð en í því var hans að engu getið. Þá var skotið á fúndi meðal borgarráðs- ins. Síðan var send nefnd heim til hennar. Það var barið að dyrum hennar, sem eng- inn maður hafði gengið um síðan hún hætti að kenna postulínsmálningu fyrir átta til tíu árum. Gamli maðurinn svarti, sem hjá henni var, lauk upp fyrir þeim og vísaði þeim inn í dimrna forstofu. Þaðan 48 VIKAN 13. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.