Vikan


Vikan - 13.07.1989, Side 20

Vikan - 13.07.1989, Side 20
HAR Hvað gera stjörnurnar þegar hárið er ómögulegt? 20 VIKAN 14. TBL. 1989 BROOKE SHIELDS: Ég strái örlitlu af barnapúðri í hárið og bursta það síðan vandlega... þannig á ég auðveldara með að ráða við það. Mér flnnst líka gott að setja hárið upp í stað þess að hafa það slegið. ANGIE DICKINSON: Hárið á mér er ekki nógu sítt til að ég geti tekið það í tagl þannig að ég set það upp í gamaldags hnút og dreg fram nokkur hár í kringum andlitið. MELBA MOORE: Þegar perm- anentkrullurnar verða óvið- ráðanlegar smyr ég geli í hárið og greiði það beint aftur. Ég set svo froðu í það og greiði endana þannig að þeir virðist límdir á hálsinn á mér. Hárið lítur þá út eins og það sé úr silki þó það sé í rauninni grjóthart. CRYSTAL GAILE: Ég þvæ það aftur. MARIE OSMOND: Ég tek það beint aftur og set í eins fastan hnút og ég get, úða síðan yfir með lakki. Til þess að greiðsl- atl sýnist ekki of formföst set ég fallegar spennur í kringum hnútinn. LYNN REDGRAVE: Ef það er flatt eins og pönnukaka og ég vil að það sé létt og loftkennt bursta ég það í öfúga átt. Það gefur því léttleika þannig að það sýnist þykkara. Skiptingin hjá mér hefúr tilhneigingu til að vera frá vinstri til hægri þannig að ég bursta það frá hægri til vinstri. Ef það er út um allt - ég er með sjálfliðað hár og raki breytir því í gadda- vír og ég vil að það sé flatt eins og pönnukaka, þá nota ég stærstu gerð af upphituðum rúllum. Um leið og ég set þá síðustu í tek ég þá fyrstu úr og bursta það síðan slétt. JACQUELINE BISSET: Ég nota pokaaðferðina: næri hárið með möndluolíu sem ég trúi virkilega á — set pokann á höfuðið til þess að halda rakanum og til að tryggja að olían fari djúpt inn í hársvörð- inn. Yfirleitt höfúm við með okkur samkomulag, hárið mitt og ég. Ég þvæ það reglulega og læt það í friði ef það lætur mig í friði. CHERYL TIEGS: Ég væti það með úðara, greiði það og læt það vera slétt. MARISA BERENSON: Ég set höfúðið undir vatnsbununa og læt hárið, sem er sjálfliðað, þorna án hjálpar hárþurrku. Síðan úða ég sódavatni yfir og bursta það frá andlitinu. MORGAN FAIRCHILD: Hár lakk hjálpar - sé það notað í hófi. Hárið sýnist þykkara ef ég bursta það fram, úða aðeins með lakki og hristi það aftur. Úða síðan aðeins yfir það aftur. Ef hárið er rafmagnað úða ég örlitlu af lakki í lófann og strýk honum svo snöggt yfir hárið. SUSAN GEORGE: Ég er viss um að mitt ráð er ódýrast, fljótlegast og auðveldast Ég þvæ mér um hárið á hverjum morgni — alltaf. Og ef mér finnst það ekki nógu lifandi þvæ ég það aftur og blæs þurrt. Þetta ráð bregst aldrei. MARGAUX HEMINGWAY: Ef ég hef tíma og ef veðrið er þannig þurrka ég hárið úti í sólinni. RACHEL WARD: Hárið er fallegast þegar hugsað er um það en ekki verið að vesenast með það. Flestar konur nota of mikið lakk eða gel. Hárið á mér er fallegast ef það er hreint og gljáandi... engin hár: greiðsla í heimi getur betr- umbætt náttúrulegt og heil- brigt útlit! PALOMA PICASSO: Þó hárið á mér sé nokkuð gott er það stundum til vandræða. Fyrst reyni ég þá að fá á það lag með froðu. Ef það þrjóskast við set ég gleraugu upp á höfúðið. Þau gefa mér þá hæð og um- gjörð sem mig vantaði. Gler- augun sem ég held mest upp á eru með skrautlegri umgjörð sem passar við allt. Síðan ýfi ég hárið út til hliðanna svo það verði sem umgjörð um andlit- ið. MARY CUNNINGHAM: Það er hægt að laga allt með kömbum. Þeir geta látið hvaða hárgreiðslu sem er líta nokkuð vel út. Við sérstök tækifæri nota ég ný blóm.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.